31.1.2011 | 14:02
Tími Mubaraks er liðinn.
Í maí næstkomandi verður Hosni Mubarak 83ja ára ef hann lifir svo lengi. Tími hans er liðinn og endalokin nærri.
Ef hann hefði sýnt stjórnvisku og hyggindi hefði hann verið farinn frá völdum fyrr við friðsöm valdaskipti.
En hann, eins og ótal einvaldar í mannkynssögunni, hefur skort kjark og framsýni.
"Það lafir meðan ég lifi." Þessi orð Loðvíks 15 Frakkakonungs hafa löngum verið höfð sem dæmi um skammsýni, kjarkleysi og eigingirni.
Hegðun Mubaraks minnir á þetta. Fyrirrennari hans, Anwar Sadat, var hugrakkur maður svo af bar og galt fyrir það með lífi sínu.
Örlög hans hafa hvílt eins og skuggi yfir Mubarak og vafalaust átt þátt í að hann hikaði við að slaka á klónni. Nú er hætt við að þetta muni koma honum í koll og hann þurfa að gjalda dýru verði þá firringu og spillingu sem ævinlega fylgir langvinnu alræði.
Það er ómögulegt fyrir Bandaríkjastjórn að binda trúss sitt lengur við 83ja ára gamlan einvald og þá firringu og spillingu sem fylgir alræðisstjórn.
Tími Mubaraks er óhjákvæmilega liðinni og vegna kjarkleysis hans og skammsýni ríkir nú hættuleg óvissa um það sem tekur við.
Fjöldinn streymir inn í Kaíró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála. En erfitt verður að ráða í framvinduna, þar sem í Egyptalandi takast á öfgaöfl og frjálsiynd, mentuð og ómenntuð. Ég held að öfgamenn nái engu þarna, og það mun ekki fara í Nasser-áttina heldur, til þess er orðið of mikið af góðum mannskap í landinu.
En sárt er til að hugsa, að landið kannski logi allt í einhverri uppávindandi vitleysu einhver ár fram í tímann.
Og bara af því að kallinn, sem náði nú svo sem völdum út á það að vera varaforseti þegar Saddat var drepinn, er svo þver að hann heldur að það þýði eitthvað að ætla að halda suðunni undir þéttloki með útgöngubanni.
Skyldi herinn snúast? Hann var klofinn hér áður.....voru það ekki hermenn sem skutu Saddat?
Eða verður þetta einhver rólegri bylting og svo kosningar?
Eitt er víst, það róast ekki fyrr en kall fer frá, og leiðinlegt er að vita að hann hafi ekki rænu á því.
Jón Logi (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.