ÞARF NÝTT FRAMBOÐ?

Stóriðjuflokkarnir þrír, Sjálfstæðisfl., Framsókn og Frjálslyndir, hafa 57 prósent atkvæða í nýrri könnun. Aðeins einu sinni í lýðveldissögunni, 1971, hefur stjórnarmeirihluti fallið og stjórnarandstaðan tekið við. Þá bættist við stjórnarandstöðuflokkana nýr flokkur, Frjálslyndir og vinstri menn, og hjó svo mikið inn í raðir Alþýðuflokksins að stjórnin féll.

Stjórnin hafði ráðið ferðinni í landhelgismálum en með sigri sínum breytti stjórnarandstaðan stefnunni í þeim málum. Í vor þarf líka að ná fylgi frá flokkum sem ráða ferðinni í málaflokki sem er hliðstæður landhelgismálinu, snýst að þessu sinni bæði um land og haf. Það skyldi þó ekki vera að nýtt framboð þurfi til þess?

Sjálfstæðismenn láta svo að samstarf við Frjálslynda komi ekki til greina. En er óhætt að treysta því? Um áfengisfíkla er sagt: Bakkus er harður húsbóndi. Virkjanafíknin er það líka.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll Ómar.

Hvaða leiðir hefur þú til að sætta þessi sjónarmið.

Eins og þú veist þá finnst mér ferðamanna iðnaður galin stefna og ekki gæfuleg fyrir land og þjóð en í sátt við náttúruna gæti hún gengið.

Eruð þið virkilega að reyna að segja það að stoppa eigi allar olíuauðlyndir landsins? STOPP STOPP.  Ég man eftir því þegar ég sagði á sínum tíma sem skipstjóri og stýrimaður, ég berst gegn óréttlætinu?  Að berjast gegn verkafólki þessa lands og hrekja það burt af vinnustað sínum er ekki gæfulegt miðað við allt það sem sumir stjórnmálaflokkar hafa öskrað gagnvart okkar vinnustað.

Ég óska eftir málefnalegri umræðu um það hvað sé hátækniiðnaður og fl.  Sjálfur vinn ég við hátækni iðnað .  Hvað á að koma í staðinn?  Húsvíkingar biðu í tuttugu ár.  Nú hrópa þeir á álver.

Ómar minn komdu með raunhæfar tillögur sem vekur von og hug hjá fólkinu í okkar landi.

Kveðja Á. Örn Þórðarson

Rauða Ljónið, 2.2.2007 kl. 05:07

2 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Hverjar eru hugmyndir ykkar um atvinnutækifæri á landsbyggðinni. Það er ekki nóg að tala um að landsbyggðafólkið eigi að gera eitthvað annað ef enginn skilgreinir hvað þetta annað er. Það hefur helst verið nefnt að týna jurtir og/eða ferðaþjónusta. Mér hefur nú ekki sýnst að þau störf séu mjög arðsöm í hinum dreifðu byggðum. alltént eru sveitarfélög og ríkið ekki að fá miklar skatttekjur af þessum aðilum þar sem ég þekki til. Og svo tel ég nú alveg umdeilanlegt hvort jurtatýnsla sé alltaf umhverfisvæn þar sem vöxtur er oft hægur í íslenskri náttúru og hún almennt viðkvæm fyrir umgangi.

Bjarnveig Ingvadóttir, 2.2.2007 kl. 09:23

3 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Hátækniiðnaður er iðnaður þar sem fer meira en 4% af tekjum rannsókna og þróunarstarfs (OCED skilgreining). Álframleiðslufyrirtæki ná aldrei að vera innan þessara skilgreiningar, þannig að það er rangt hjá Rauða Ljóninu að hann vinni hjá hátæknifyrirtæki.

Ingi Björn Sigurðsson, 2.2.2007 kl. 10:36

4 identicon

Ágæta fólk. Þurfum við alltaf að horfa í gegnum gleraugu Mammons til að meta líf okkar  og umhverfi? Önnur gildi eiga rétt á sér. Jesús segir okkur að gefa gaum að blómunum og læra af þeim hvernig á að lifa. Hver véfengir það?  Því gerist það þegar við erum árvökul og íhugum blóm,kristal eða fugl án þess að velja því nafn í huga okkar,þá verður það gluggi inn í hið formlausa. Innri opnun,ofur smá að vísu inn í ríki andans. Þetta er ástæða þess að þessi þrjú hug-ljómuðu lífsform hafa gegnt svo gildu hlutverki í þróun mannlegrar vitundar frá fyrstu tíð.   Ábyggilega allir sammála,eða hvað?  Kveðja til ykkar allra.  Þ.Sig.

Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 11:31

5 identicon

Einmitt! Sagði ekki Reynir Harðarson að "Ef nýsköpunarfyrirtækjum eins og CCP væri boðið upp á sams konar skattaafslætti og kjör og stóriðjunni væri ekkert því til fyrirstöðu að CCP starfaði á Sauðárkróki eða þess vegna Húsavík."
http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1189844

Slá menn hendinni á móti því að fá svona hátæknifyrirtæki inn í sitt byggðarlag, með þeim ruðningsáhrifum sem fylgja, eða vilja menn bara fá verksmiðjustörfin? Það þarf að styrkja þau fyrirtæki sem byggja á hugviti og nýsköpun og hugsa um allt landið sem eitt svæði en ekki Reykjavík vs landsbyggðin. Það er ólýsanlegt að hugsa til þess hvað hefði verið hægt að gera fyrir þann pening sem fór í steypu uppi á hálendi!

Þetta með að tína jurtir er nú alveg kostulegt. Það er örugglega fínn bisness fyrir nokkrar manneskjur svo ekki gera lítið úr því. En á maður að halda það að við þurfum að fara að flytja í torfkofana aftur bara af því við virkjum ekki og setjum ekki upp álver? Veistu hvert álið þitt fer? Vopnaframleiðsla gjörðusvovel: http://www.spacewar.com/reports/Alcoa_To_Produce_Aluminum_Castings_For_Tactical_Tomahawk_Missile_Program.html

Varðandi hugmyndirnar þá er alveg nóg af þeim ef menn opna aðeins augun, horfa á það sem aðrir eru að gera í kringum okkur - því við erum jú ekki ein í heiminum. Staðsetning hátæknifyrirtækja fer að skipta sífellt minna máli. Við eigum fullt af ódýrri orku og frekar hefði ég samvisku í að virkja til að setja upp gagnamiðstöðvar (http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1242547) heldur en álverksmiðjur. Á ráðstefnu framtíðarlandsins í haust kom fram ógrynni af hugmyndum sem vel er hægt að framkvæma fyrir þá sem hafa áhuga á því að kynna sér þær.

En þetta er bara spurning um pólitískan vilja. Ekkert annað.
Íslendingar þurfa aðeins að fara að horfa framfyrir nefið á sér og guði sé lof fyrir Andra Snæ og Ómar Ragnarsson, Framtíðarlandið og alla hina sem eru aðeins að víkka sjóndeildarhringinn.

Dagný Reykjalín - www.reykjalin.com/blog (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 11:40

6 identicon

Ég vil að við förum út í vopnaframleiðzlu, eins og ameríkanar og svíar.  Við höfum álverin, næst er minnst mál að búa til álþynnur, valsa þær í hólka og búa til úr þeim eldflaugar - svona til að skjóta úr stalínorgelum.  Það er fullt af rugluðum gaurum í Afríku sem myndu borga formúgu fyrir slíkt.

 Pólitík: næsta stjórn verður líklegast VG og D.  VG er mjög svipaður flokkur og Framsókn.  En þetta gerist bara ef B fer undir 10%.  Annars verður það bara áfram D & B.  Engin breyting.

Ásgrímur (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 12:21

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hugmynd handa Ómari og co. Hvernig væri nú að Framtíðarlandið, Samfylking , Vg og aðrir áhugaaðilar settust niður nú og mótuðu hugmynd að sáttmála fyrir hugsanlega stjórnarmeirihluta. Þar yrði aðalkaflinn um umhverfismál. Þar væri niður njörfað hvernig þessi flokkar högðu málum gangvart umhverfismálu. Mér dettur t.d. í hug að hér verði ákveðið að ekki yrðu fleiri stóvirkjanir settar á næstu 4 árinn á meðan mótuðu yrði hér ýtarleg stefna varðandi virkjanir, náttúruverrnd og framtíðarsýn okkar. Og eins til að kæla hagkerfið.

Ef þessi sáttmáli mundi nást. Þá vissi fólk sem kysi þessa flokka hvar þeir stæðu. Og gætu treyst því a þeir stæðu saman að þessum málum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.2.2007 kl. 14:03

8 identicon

Ég er Austfirðingur en bý nú í Reykjavík. Fyrir 10 árum bjó ég fyrir austan og horfði vondaufur á hrun byggðar minnar, þegar ég flutti suður þá hafði ekki efni á að borga flutninginn suður og þurfti því að fara allslaus til RVK og fá mér vinnu til að borga svo fyrir flutning búslóðarinnar 2 mán seinna. Eina vinnan sem maður fékk í mínu byggðarlagi var í frystihúsinu og var með ca 70 þús útborgaðar á mánuði. Það var haldið uppi lágmarks vinnu (á lágmarkslaunum) í frystihúsinu til þess að þeir fáu sem bjuggu þarna hefðu þó eitthvað að gera. Það var EKKERT annað í boði. Ég hef það ágætt í dag og er feginn að maður sleit upp rætur á sínum tíma því annar væri maður eflaust gjaldþrota í dag.

Þegar maður heyrir þetta væl í umhverfissinnum þá verð ég of reiður því þetta fólk ætti að prófa að búa við þessar aðstæður til að vera dómbært í þessu máli. Núna eftir að framkvæmdir hófust þá sér maður allt í einu húsnæðisverð hækka fyrir austan og það er farið að BYGGJA NÝTT íbúðarhúsnæði !!! Áður fyrr sá maður ekki byggingarkrana nema á myndum.....þetta er það sem álverið er að gera fyrir austfirðinga, skapa tækifæri,fjölbreyttni og umfram allt...von.  Ég efast um að margir af þessum "umhverfissinnum" hafi jafnvel komið á austfirði,  ég segi því við ykkur sem eruð svona heit í andstöðu ykkar...gangið dagleið í skóm okkar sem bjuggu fyrir austan áður en framkvæmdirnar hófust ...og dæmið svo.

Takk fyrir

Júlíus Smárason (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 14:59

9 identicon

Mig langar sð spyrja þig Kristinn Pétursson:

Ert þú ekki af rándýraætt?

Hilmar Dúi Björgvinsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 15:19

10 identicon

Hvað segir Bill Gates um þetta mál?

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 15:20

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér er umhverfisstefna Frjálslynda flokksins, ég veit ekki af hverju þú kallar flokkinn storiðjuflokk.  Og ég veit ekki betur en Margrét Sverrisdóttir hafi sama skilning á málefnahandbók flokksins og aðrir sem lögðu á sig ómælda vinnu við að setja hana saman og vinna í henni.  Þar lagði Margrét dygga hönd á plógin.  Enda fór hún ekki frá flokknum út af málefnaágreiningi heldur allt öðru.  Með kveðju Ásthildur Cesil. 

 

Umhverfismál.

 

Óbyggðir.

Óbyggðir Íslands þar með talið miðhálendið, eru sameign íslensku þjóðarinnar. Virðing fyrir þeirri eign er grundvöllur umhverfisstefnu Frjálslyndaflokksins.

 

Viðhorf þjóðarinnar til óbyggðanna hafa breyst mjög á liðnum árum.  Það sem áður var álitið ónýtanlegt land og óarðbært er nú talið til helstu eigna þjóðarinnar.

 

Framkvæmdir á hálendinu.

Framkvæmdum á hálendinu ber að halda í lágmarki, því öll röskun dregur úr gildi þess. Vanhugsaðar framkvæmdir nú geta reynst óbætanlegur skaði síðar. 

Leggja ber aukna áherslu á virkjun háhitasvæða í framtíðinni.

 

Friðlýsa skal fleiri svæði og stærri á hálendinu.

Ástæða er til að móta hugmyndir um friðlýsingu fleiri og stærri náttúruverndar- og útivistarsvæði á hálendinu.  Íslendingar gætu eignast stærsta friðlýsta þjóðgarð Evrópu með slíkri friðun.

 

Endurskoða skal áætlanir og hugmyndir um virkjanr fallvatna.

Endurskoða þarf hugmyndir um virkjanir fallvatna í samræmi við breytt sjónarmið í umhverfismálum.  Ekki er lengur sjálfgefið að raforkuframleiðsla með slíkum virkjunum sé hagkvæmast kosturinn til lengri tíma litið, enda mælir þjóðin hagkvæmni slíkra framkvæmda ekki lengur í krónum einum.  Náttúran verður að fá að njóta vafans.

 

Virkjanaleyfi skulu háð umhverfismati.

Geri áætlanir um vatnsaflsvirkjanir ráð fyrir að stór landsvæði fari undir uppistsöðulón, fossar hverfi o.s.v.f. skal ekki veita leyfi fyrir framkvæmdum nema að undangengfu lögformlegu umhverfismati

 

Sjónarmið umhverfisnefndar höfð að leiðar ljósi.

Sjónarmið umhverfisverndar skulu höfð að leiðarljósi við uppbyggingu atvinnuvega sem tengjast nýtingu óbyggðanna.   Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein sem sækir sífellt meira í ósnortna náttúru landsins. 

 

Vistvæn umhverfisstefna.

Móta þarf stefnu um umhverfisvernd í þéttbýli.

Taka þarf á sorpmálum, útblæstri og hávaðamengun.  Flokkurinn leggur áherslu á að umbuna fólki fyrir það sem það leggur af mörkum og gera því auðvelt fyrir að breyta í samræmi við nýtt hugarfar umhverfisverndar.

 

Hafið.

Fátt er íslendingum mikilvægara í umhverfismálum en verndun hafsins

Umgengni um hafsvæði hefur breyst til batnaðar á liðnum árum, en brottkast afla í hafið felur í sér umhverfisspjöll og öllum mislíkar slík umgengni við fiskistofna.  Einnig er nauðsynlegt að koma í veg fyrir skemmdir á hafsbotni og botngróðri af völdum veiðarfæra og vísast þar til stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum, sem felur í sér stuðning við vistvænar veiðar. Þá er nauðsynlegt að fylgst verði grannt með förgun spilliefna í skipum bæði hér við land og á alþjóðavettvangi.

 

Flokkurinn mótmælir kjarnorkuendurvinnslustöðvum vegna mengunaráhrifa þeirra í heimshöfum.

 

Breyting veðurkerfa, hafstrauma og sjávarhita við landið og ísbráðnun á Norðurhvelinu eru allt hættumerki vegna breytinga á verðurkerfum veraldar.

 

Lofthjúpurinn.

Ísland verði öðrum þjóðum gott fordæmi.

I kjölfar breyttra viðhorfa þjóðarinnar til umhverfisverndar fylgir samstarf hennar við aðrar þjóðir, sem bera hag náttúru jarðar og mannkyns fyrir brjósti. 
Liðin er sú tíð að þjóðin einblíni á stóriðju, hvað sem það kostar.  Íslensk stjórnvöld virði alþjóðasamninga um varnir gegn loftmengun. Í umhverfismálum eru Íslendingar huti af heiminum öllum.

 

Ísland styðji eindregið aðgerðir ti að draga úr loftlagsbreytingum.

Enginn ástæða er til að íslensk stjórnvöld veigri sér við að gangast undir sömu skilyrði og aðrar þjóðir hvað varðar aðgerðir til að draga úr loftlagsbreytingum.

 

Landvernd.

Frjálslyndi flokkurinn vill hafa sjálfbæra landnýtingu, landvernd og landgræðslu að leiðarljósi.

Sjálfbær landnýting felur það í sér að við nýtum landið þannir að það mæti þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum í framtíðinni.  Íslendingar eiga enn langt í land hvað varðar sjálfbæra landnýtingu og það er sérlega mikilvæt að tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta.

 

Landeyðing er eitt mesta umhverfisvandamál okkar í dag.  Mikilsverður árangur hefurnáðst í landgræðslu, en betur má ef duga skal.

 

Leggja ber áherslu á verndun birkiskóga landsins.  Taka ber sérstakt tillit til birkiskóga varðandi beitarálag, því 60% birkiskóga í landinu eru beittir, en þeir þekja nú einungis um 1% landsins.

 

Menningarlandslag nær til þeirra svæða sem bera með sérstökum hætti vott um athafnir mannsins á ýmsum tímabilum við mismunandi aðstæður.  Menningarlandslag hefur því menningarsögulegt gildi, í því felst sögulegt umhverfi okkar og ber okkur því að gera áætlanir varðandi verndun þess.

 

Ferðaþjónusta,

Ferðajónusta er vaxandi atvinnugrein á Íslandi og hefur ferðamönnum fjölgað um tugi þúsunda árlega síðastliðin ár.  Ásókn í ósnortna náttúru eykst stöðugt og sífellt fleiri ferðamenn hafa efni á ferðum til framandi staða.  Mikilvægt er að varðveita óspillta náttúru lalndsins því náttúran er fjöregg íslenskrar ferðaþjónustu.

 

Frjálslyndi flokkurinn vill efla ferðajónustu með verndun og varðveislu menningarminja.  Vinna þarf að ferðamannaleiðum, vegagerð, bryggjugerð, stígagerð og fleiru sem lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu geeta ekki sinnt.  Auk þess þarf að styðja sérstaklega veið ferðaþljónustufyrirtæki vegna þess að stuttur ferðamannatími hér á landi skapar erfið rekstrarskilyrði.  Mikil nauðsyn er á að dreifa auknum fjölda ferðamanna sem víðast um landið.

 

Gefa þarf ferðamönnum kost á auknum ferðum í náttúruskoun við strendur Íslands oglífríki sjávarspendýra, sjófugla, fiska og annarra lífvera á grunnsvæðinu.

 

Ø      Óbyggðir Íslands eru sameign íslensku þjóðarinnar.

Ø      Ráðstsöfunarréttur óbyggðanna verði ekki tekinn af þjóðinn.

Ø      Stærri náttúruverndar – og útivistarsvæði.

Ø      Sjálfbær landnýting.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2007 kl. 16:11

12 identicon

Til Rannveigar.  Samkvæmt þínum kokkabókum tilheyri ég hópi fólks sem hefur verið kallaður "Hundasúru og fjallagrasafólk með vit sem nær ekki út fyrir 101 í Reykjavík"  Við teljum okkur hafa vit sem nær lengra.

Ég vil ekki gera lítið úr því fólki sem hefur af því tekjur að tína grös, en við rekum ekki þjóðfélag með því.  "Eitthvað annað" er svo miklu miklu meira og ábatasamara heldur en t.d. stóriðja.  Þú nefndir sjálf ferðaþjónustu.  Hana er hægt að reka án þess að stórskaða náttúruna og með arði fyrir þá sem hana stunda og fyrir þjóðina.  Það eru að vísu takmörk fyrir því hvað einstaka staðir þola mikla umferð.  Í þessu sambandi leyfi ég mér að vísa þér á www.landvernd.is og skoða hvað þar segir um ferðamennsku á hálendinu undir liðnum "Hálendisvegir", sem þú finnur á forsíðu vefsins.

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 16:12

13 identicon

Sæll Ómar.  -  Ég er ekki hissa á því þótt þú veltir fyrir þér nýju framboði.  Það verður að stöðva þetta álæði með öllum tiltækum ráðum.  Allt stefnir í enn frekari eyðileggingu á landi okkar og áróðurinn fyrir stækkun í Straumsvík er á fullu skriði.

 

Hannes Sigurðsson (aðstoðarframkv.stjóri Samtaka atvinnulífsins) segir tekjur Hafnarfjarðar aukast úr rúmum 100 milljónum í hátt í 300 milljónir með breytingum á skattasamningi og eftir stækkun verði tekjur Hafnarfjarðar um 800 milljónir. "Það er verulega stór hluti af tekjum Hafnarfjarðarbæjar sem var með um 10 milljarða tekjur á síðasta ári," segir Hannes."

 

Þetta er mjög einhliða og einföld framsetning eins og fram hefur komið í athugasemd frá Sigurði P Sigmundssyni, talsmanns Sólar í Straumi.

Ég er sammála Sigurði og spyr því:

Hverju verður fórnað með umhverfisspjöllum ?

Hvað kostar að virkja ?

Getum við endalaust fórnað ?

Hvað kostar hvert starf, sem skapað er með stóriðju ?

Hver er kostnaður við önnur og oft ábatasamari störf ?

Hver græðir á þessum ósköpum?  Svar:  ALCAN.

 

Í Hafnarfirði hefur verið rekið álver í áratugi.  Er það ágæta sveitarfélag eittvað betur statt fjárhagslega en nágrannasveitarfélögin ?

 

Nú er álverið í Straumsvík og við (þjóðin) loksins búin að greiða upp þær ógnarskuldir sem stofnað var til með Búrfellsvirkjun á sínum tíma.  Álverið hefur lengst af verið rekið með hagnaði, að miklu leyti vegna raforkuverðs sem ekki hefur verið hægt að bjóða þegnum þessa lands.  Fullvinnsla áls hér á landi hefur ekki átt upp á pallborðið og atvinna vegna þessa því einskorðast við hráefnisframleiðslu fárra manna, þ.e. miklu til kostað fyrir fá störf.

 

Okkur kemur þetta öllum við, sama hvar við búum, Í Sandgerði, á Raufarhöfn, í Bolungavík, á Djúpavogi og allt þar á milli.  Hafnfirðingar ættu ekki að fá að ráða þessu einir frekar en Reykvíkingar um það hvort innanlandsflugvöllur verður færður úr höfuðborginni.

 

Það er tími til komin að þjóðin ákveði sjálf í hvernig landi hún vill búa.  Við verðum að gæta okkur á að falla ekki ekki í gullgrafarapytti þar sem skammtíma gróðahyggja ræður ferðinni.  Vegna okkar sem falla í pyttina ná erlend stóriðjufyirtæki að maka krókinn á kostnað allra landsmanna.  Við sitjum svo uppi með átakanleg umhverfisspjöll sem sem ekki verða aftur tekin.  Úreltri hugsun þarf að útrýma úr kollum stóriðjufíklanna með öllum ráðum.  Ef landverndarfólki úr öllum flokkum tekst ekki að ná stóriðjuflokkunum upp úr hjólförunum, sem því miður virðist ekki ætla að takast fyrir kosningar, þá verðum við að líta til framtíðar með Vinstri grænum eða nýju framboði, t.d. Framtíðarlandinu.

 

Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá erum við því miður komin á ystu nöf í misnotkun á náttúrinni, en það er hægt að snúa mörgu til betri vegar og stöðva annað.  Til þess þarf kjark og samstöðu þjóðanna.  Látum okkar ekki eftir liggja. 

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 16:28

14 identicon

Núverandi stjórnarstefna - stóriðju- og umhverfisofstækið -  mun blífa eftir kosningar nema eitthvað nýtt komi til. Stjórnarandstaðan hefur - með réttu - glatað trúnaði almennings. Úr því sem komið er getur hún því sæst á óbreytt ástand. ENGAR BREYTINGAR. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru sama sinnis. Á alþingi hefur myndast bandalag um óbreytt ástand. Alveg eins og þegar "stjórnarandstaðan" tók höndum saman við stjórnarflokkana um eftirlaunaforréttindi sjálfri sér til handa, þá vilja flokkarnir nú gera bandalag um ENGAR BREYTINGAR. Þótt stjórnarandstöðunni sé að mistakast að kveða niður stóriðjustefnuna, vill hún ekki fyrir nokkurn mun að aðrir reyni það. EKKI RUGGA BÁTNUM er hennar auma mottó.Af þessum ástæðum mun upphefjast mikið ramakvein þegar nýtt og lífsnauðsynlegt framboð lítur dagsins ljós. EKKERT ANNAÐ FÆR BREYTT ÁSTANDINU.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 16:49

15 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já, það þarf nýtt framboð. Best að segja þetta umbúðalaust þú veist mína skoðun á því Ómar. Hrafn Jökulsson er með (óvísindalega?) könnun á fylginu þínu hér.

Kannski er þetta hvatning til þín? 

Haukur Nikulásson, 2.2.2007 kl. 17:16

16 Smámynd: Haukur Nikulásson

Tengillinn skilar sér ekki eins og ég sendi hann. Hann á að vera: www.tulugaq.blog.is

Haukur Nikulásson, 2.2.2007 kl. 17:19

17 identicon

Hvaða málaflokkur er ,,hliðstæður landhelgismálinu''?

Það er kannski bara eitt mál í dag sem kemst á blað sem slíkt mál. En það er landvarnarmálið eða stofnun íslensks hers, sem vissulega er það eina í dag sem snertir fullveldi þjóðarinnar svo mjög, sem landhelgismálin. En þar hefðum við vissulega aldrei náð sigri án þess að eiga til flota grámálaðra og vel vopnaðra skipa mönnuð hetjum miklum.

Í því máli er stjórnarnstaðan andstæð allri skynsemi, nema kannski frjálslyndiflokkurinn. Og svo er það í raun bara Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur til þess þekkingu og reynslu til að fjalla um slíkt mál og taka á því.

Það er vissulega sorglegt að ekki er hægt að sameina náttúruvernd og þjóðfrelsi í kosningunum nú í vor.  En svona er þetta og þá verða menn að velja það sem er rétt og tryggja áframhaldandi sjálfstæði Íslands.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 17:29

18 identicon

Ágæta fólk.  Lýðveldisflokkur,Þjóðvarnarflokkur,Samtök frjálslyndra og vinstri manna,Framboðsflokkur,Bandalag jafnaðarmanna,Samtök um kvennalista,Borgaraflokkur,Þjóðvaki. Er fólk svona mikil börn,að halda að nýtt framboð bjargi þessu landi,frekar en skyndiflokkar sem hér eru upptaldir,og boðið hafa fram á liðnum árum?   Kveðja . Þ.Sig.

Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 17:32

19 identicon

Þu gleymir Samfylkinguni

J Fridrik Karason (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 18:08

20 identicon

 

Til Kristins.  Ég veit að þú hefur migið í saltan sjó og þér er örugglega velkomið að míga á hálendinu líka.  Þegar þú hefur náð tengslum við landið verður þér það ekki síður kært en sjórinn.

 

Hver segir að markmið umhverfisverndarsinna sé að landsbyggðarfólk eigi að éta það sem úti frýs.  Ég botna bara ekkert í þér að segja svona.

 

Ég kom fyrst á Bakkafjörð 1969 og sá að þar var fátt fólk og atvinna fremur einhæf en gott mannlíf.  Síðan þá hefur þessi staður tekið stakkaskiptum og ekki síst fyrir þinn tilverknað, betri höfn og öflug smábátaútgerð.  Þetta var og er þín stóriðja, en ef ég man rétt hljóp þjóðin undir bagga.  Ég var kátur með það og hræðist ekki að landsbyggðarfólk liggi á liði sínu við atvinnuuppbyggingu ef stóriðjuglýjan verður hreinsuð úr kollinum.

 

Þú talar um umhverfisfíkn, en ég tel nær að kalla þessa stefnu skynsemi.  Ég er einlægur talsmaður landsbyggðarinnar og tel að allri þjóðinni komi best að að styrkja hana, t.d. með því að bæta samgöngur sem kostur er.  Við breytum ekki veðurfari á heiðum eða stöðvum snjó og skriðuföll, en við getum séð við þessu með jarðgöngum og bættum vegum þannig að fólk geti sótt sjálfsagða þjónustu.  Einnig þurfum við að jafna búsetuskilyrði með ýmsum hætti því víða á landsbygginni er veðurfar betra og skemmtilegt mannlíf.   Sumt þarf að skipulegga en annað kemur af sjálfu sér, fyrst og fremst þarf breytt viðhorf.  Reyndar held ég að fólk sé farið að átta sig á því að það getur verið gott að búa utan höfuðborgarsvæðisins.  Ég tel sjálfsagt að flyta opinber störf út á landsbyggðina eftir atvikum en líta verður til þess að þangað vill þó enginn fara nauðugur frekar en til suð-vestur hornsins.  Þá finnst mér að jafna eigi orku- og flutningskostnað á öllu landinu og ef illa horfir á einhverjum landsvæðum að grípa til sértækra aðgerða.  Þar verður þó að fara varlega.

 

Mörkin eru skýr.  Ekki fórna landinu fyrir erlenda stóriðju.  

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 18:10

21 identicon

Fyrirgefðu Bjarnveig að ég skyldi fara rangt með nafn þitt áðan, það var óvart.  Ég þykist þó vita að byggðarlag þitt á allt betra skilið en álver, en vísa að öðru leyti á svar mitt til “Rannveigar” og til Kristins Péturssonar um byggðamálin.  

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 19:03

22 identicon

Fyrir utan stefnubreytingu stjórnvalda .. þá þarf fyrst og fremst nýtt fólk í stjórnmálin á Íslandi.  Núverandi (og þeir sömu, væntanlegir) alþingismenn vita mun betur en þeir oft aðhafast en umboð þeirra er of bundið flokkunum til að þeir þori að fylgja samvisku sinni.  Nýtt framboð gæti ekki aðeins rótað upp fylgi núverandi flokka, heldur einnig rótað upp samvisku einhverra núverandi þingmanna upp á yfirborðið og þarmeð hjálpað til við að móta stefnu sem menn ertu tilbúnir að standa við og styðja blygðunarlaust.

Geir Sigurður (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 19:07

23 identicon

Ég er alveg viss um það að ef einhver kæmi með eithvað stórt atvinnutækifæri til Húsavíkur væri fólki alveg sama um álverið. En þegar alltaf er sagt " það er svo margt annað hægt að gera" hættir fólk að hlusta því þetta var einnig sagt fyrir austan en ekkert gerðist. Ég held að álver sé ekkert lausnin en þá verða þeir sem vilja ekki álver að koma með raunhæfar tillögur og koma þeim í framkvæmd.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 20:36

24 Smámynd: Gamall nöldurseggur

Þegar komið er svona aftarlega nennir heyrir enginn til manns. Það nennir enginn, nema hugsanlega blog eigandinn að lesa það sem maður skrifar.

Enda ekkert nýtt hér undir sólinni?

Gamall nöldurseggur, 2.2.2007 kl. 21:19

25 identicon

Gerum ekkert og ekkert breytist!

En það er ekki svo, heldur fer það á verri veg fyrir okkar tilstilli, fyrir okkar trúgirni, hugleysi og aðgerðarleysi. 

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 22:56

26 identicon

Það er áhugavert í þessari umræðu að fylgast með notkun á orðinu "umhverfis-vinur".
Hvernig þetta orð, sem ætti með réttu að lýsa einhverju fallegu í hugarfari fólks, hefur verið hlaðið hálf-neikvæðri og niðrandi merkingu.

Fólk sem ætlar að nota orðið "Umhverfis-vinur" til að lýsa einhverjum kjánalegum minnihlutahópi í hjákjátlegum og krúttlegum náttúruverndarherferðum, sér þá kannski sjálft sig sem andstæðuna: "Umhverfis-Óvinur".    Varla.

Að segja; "Það má bara ekkert fyrir þessum umhverfis-vinum, hvorki míga í mosann né snúa við steinvölu" er  álíka sanngjarnt og að ásaka fylgjendur stóriðju um að ætla sér að virkja hlandbunur húsdýra og manna.

-Það er eitthvað við hljóminn í skrifum Kristins Péturssonar hér að ofan sem minnir á gamlan foringja að sannfæra óupplýsta hjörð sína um að hlusta ekki á bullið í þessu "Nútímafólki".

Hugmynd Ragnars Th. um að taka upp fríðindi í formi skattaafslátta til fyrirtækja á landsbyggðinni finnst mér hljóma afbragðsvel, þ.e. ef skilyrði fyrir slíku yrðu skilgreind nógu vel til að koma í veg fyrir misnotkun. Ég sé alveg fyrir mér að það eitt gæti skapað fjöldamörg störf á landsbyggðinni.

Indíana Auðunsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 03:53

27 identicon

Það er ekki beint góð framtíðarsýn sem birtist í Parísar skýrslunni um loftslagsbreytinar af völdum þeim lífsmáta mannkyns sem á sér upphaf í iðnbyltingunni sem hófst fyrir um 250 árum. Framtíðin fyrir börn okkar og barnabörn er vægast sagt dökk. Í dag lifum við á toppi þeirrar tilveru sem byggist á gríðarlegri ofneyslu sem knúin er áfram af orkunotkun sem hefur valdið og veldur     gróðurhúsaáhrifum í síauknum mæli.

Það virðist þegar orðið of seint að koma í veg fyrir skaðann sem orðinn er á lofthjúpnum. Við getum aðeins haft áhrif úr þessu með því að seinka áhrifunum, með því að taka strax á vandanum um allan heim. Ekki verður betur séð af fréttum en að ábyrgar ríkisstjórnir um allan heim hyggist nú þegar hefjast handa til varnar eyðingu lífsins á jörðinni. Þó eru þeir sem menga mest við sama heygarðshornið..BNA..þeir eru enn í afneitun.

Nú er að sjá hver verða viðbrögð okkar ríkisstjórnar…fylgir hún BNA og afneitar þessari vá ??  Verða viðbrögðin kannski þau að nú þurfum við aldeilis að taka á honum stóra okkar og fullnýta orkuauðlindir okkar til álframleiðslu til bjargar mannkyni.

Vatnsorkan sé hrein og mengi ekki. Það er verra með álverin þau valda gróðurhúsaáhrifum.

Jarðvarmaorkan er ekki saklaus hvað mengun andrúmsloftsins varðar.

Hvað finnst bloggurum um þetta ? 

 

 

 

 

 

 

 

Umhverfis og loftverndarsinni (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 12:29

28 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Stjórnin ER fallin samkvæmt skoðanakönnunum. Það er nett fölsun að taka Frjálslynda flokkinn með í reikninginn til þess að sýna fram á meirihluta, svona til þess að styðja það að það sé þörf á nýju framboði.

Það er engin sérstök þörf fyrir nýtt framboð, nema þá til þess að þjóna þörf einhverra einstaklinga til þess að komast á þing.

Svala Jónsdóttir, 4.2.2007 kl. 02:36

29 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Það er mjög virðingarvert að tala um að hátæknifyrirtæki eins og CCP fari út á land. En í fyrsta lagi verða þau að vilja það  ekki satt og hver segir að áhugi sé hjá þessum fyrirtækjum að flytja sig út á land? ekki verða þau neidd til þess. Síðan spyr maður sig hvað vinna margir hjá CCP t.d. og eru það ekki mjög sérhæfð störf? Myndu þeir starfsmenn þá ekki að aöllum líkindum flytjast með fyrirtækinu til húsavíkur t.d.? Hvað myndi það þá þýða fyrir atvinnuástandið þar á bæ?Fleiri störf fyrir íbúa Húsavíkur? Einhvernvegin efast ég um það. eina breytingin væru auknar tekjur í kassa sveitarfélagsins, sem er gott, en það myndi engu öðru bjarga. Þannig að svona umræða er enn ein blekkingin til að fá fólk úti á landi til að "bíða" eftir  "einhverju öðru" eins og það er kallað á svo fallegan hátt.

Guðmundur H. Bragason, 4.2.2007 kl. 02:54

30 identicon

Ég hef það eftir starfsmanni CCP að fyrir um ári síðan, þegar dollarinn var á um 60 kr., þá hafi CCP gert skoðanakönnun meðal starfsmanna sinna um hvort þeir myndu koma með ef fyrirtækið í heild sinni myndi flytja til Kanada þar sem skattaumhverfið er mjög vinalegt hátæknifyrirtækjum. Meirihluti starfsmanna sagði já. Stuttu seinna veiktist gengið á krónunni nægjanlega mikið til að ákveðið var að halda starfsemi áfram á Íslandi.

Þetta bendir til þess að það sé fullkomlega raunhæfur kostur að slík hátæknifyrirtæki færi sig frá höfuðborgarsvæðinu yfir á landsbyggðina sé þeim verðlaunað fyrir það, t.d. í formi lægri skatta.

Ég bendi líka á það að í allri umræðu um álver er alltaf verið að tala um "afleidd" störf. Afleidd störf verða ekki bara til út frá álverum, þau verða til í hvert skipti sem nýtt starf skapast. Því má vænta að með öllum starfsmönnum hátæknifyrirtækis sem flytja frá höfuðborg til t.d. Húsavíkur myndu mörg afleidd störf skapast fyrir Húsvíkinga. 

Ómar Hilmarsson (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 12:52

31 identicon

Já það þarf. Hvort þú verðir í öndvegi eða ekki skiptir ekki máli svo lengi sem þú verður innaborðs, Andri Snær gæti verið nr.1. Ömurlegt lið hefur stjórnað landinu um alltof langan tíma og heldur svo sem horfir sé ég vonlausa framtíð á klakanum (þó gæti histastig hækkað um 2/4 gráður næstu 80 ár með alvöru ÚT-blæstri). Bý erlendis og kem með fyrstu vél til að kjósa ef þú Ómar, Andri eða sá blauti Jón Bé náið að koma þessu framboði á laggirnar. Stefnuskráin ykkar mætti vera Draumalandið eins og hún leggur sig, það besta sem komið hefur á íslenskt prent í langan langan tíma. Haltu áfram ótrauður Ómar...og til hamingju líka.

Ziggi 

Ziggi Thor (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 17:54

32 identicon

Þetta 101 Reykjavík lið hefur ekki hundsvit á atvinnumálum.  Það heldur að hægt sé að Copy-Paste þær lausnir sem ganga á Höfuðborgarsvæðinu og flytja þessar lausnir yfir á landsbyggðina.  Það ER einfaldlega náttúrulögmál að hátækni-iðnaður er og verður ALLTAF á Höfuðborgarsvæðinu.  Sjáið þið t.d. að Marel, Actavis eða Össur hefðji starfsemi á Vopnafirði, Þingeyri eða á Breiðdalsvík??  Afar ólíklegt!   Ferðaþjónusta; Miðstöð hennar er í Reykjavík.  Einungis 2% þeirra sem koma í gegnum Keflavík með flugi að utan ferðast til Austfjarða.  Þó svo að Norröna komi til Seyðisfjarðar, hefur gengið erfiðlega að fá fé úr opinberum sjóðum til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn á Seyðisfirði, því það þarf að nota þetta fé Suð-Vestanlands.  ÞETTA ER STEFNAN Í ÞESSUM MÁLUM Í RAUN OG VERU! 

Stóriðjustefnan er ekki til og hefur aldrei verið til.  Þetta er bara eitthvað hugtak sem umhverfisfasistar bjuggu til.  Að koma á fót stóriðju er einungis hluti af atvinnustefnu þjóðarinnar rétt eins og ferðamannaiðnaður, fjármálastarfsemi, hátækni-iðnaður o.fl.

Þegar hinir svokölluðu umhverfissinnar eru spurðir um hvað þetta "annað" er sem koma eigi í stað stóriðju þá vita þeir það ekki og hafa heldur engan áhuga á að vita það.  Tvískinnugshátturinn hjá umhverfissinnum er slíkur að þegar álverið var stækkað í Hvalfirði sögðu þeir ekki neitt!  Ég spyr umhverfissinna, hvað með náttúruperlur í og við Höfuðborgarsvæðið?  Þarf ekki að vernda þær??  Hvað með Geldingarnes, Úlfarsfellsland, Hvalfjörðinn, Rauðavatnssvæðið, Elliðavatnslandið, Urriðaholtið í Garðabæ, strandlegjuna í Reykjavík sem á að "prýða" með háhýsum, bílaumferðina á Höfðuðborgarsvæðinu. 

Umhverfissinar, þið eruð með slæma samvisku.  Þið búið flest á Höfuðborgarsvæðinu en sjáið ekki umhverfisvandamálin sem þar blasa við því þið viljið alvöru stórborg, þið sjáið ekki skóginn fyrir trjánum, þið sjáið flísina í augum landsbyggðarfólksins en ekki bjálkann í ykkar eiginn.  Umhverfissinnar, skammist ykkar! 

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 14:20

33 identicon

Takk Öddi minn fyrir að opna augu mín fyrir atvinnumálum á landsbyggðinni.

Ég vissi nefnilega ekki þetta með náttúrulögmálið!

Ómar Hilmarsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband