"20007" bíllinn.

Þegar Toyota Land Cruiser 200, nýjasta gerðin, var kynnt, var heimsfrumsýningin á Íslandi og flest eintök af bílnum seldust þá í tveimur löndum, í Rússlandi og á Íslandi.

Þetta sagði sína sögu um þjóðfélagsástandið í þessum tveimur löndum á sínum tíma, en athyglisvert var, að næstum eins margir seldust hér á landi og í landi, sem 500 sinnum fleiri búa í. 

Orðið "2007" hefur fengið sérstaka merkingu í málinu, - þetta og hitt sem ber keim af bruðli og flottheitum eða flottræfilshætti er "svo mikið 2007". dscf5163.jpg

Land Cruiser 200, Range Rover (Game Over), Porche Cayenne Turbo og Hummer (Bömmer) voru góð dæmi um þetta. 

Marga af þessum bílum mátti sjá með "low-profile" hjólbörðum sem gerð nánast ókleift að aka þeim á malarvegum og með auka stigbretti, sem voru svo lág, að illmögulegt var að aka þeim um óslétt land. 

Með öðrum orðum: Bílum, sem voru búnir rándýrum og tæknivæddum drifbúnaði sem átti að gera kleift að komast á þeim yfir verstu torfærur,  var breytt þannig að þeir gengju í augun á fólki en væru vita gagnslausir í torfærum. 

Myndin hér á síðunni er af Bömmer og takið eftir því að gluggarnir eru lóðréttir og afar litlir, svo að útsýniðg er mjög lélegt. 

Þetta var haft svona á upprunalegu gerðinni (Hummer 1) til þess að grjóti rigndi síður inn í bílinn í sprengingunum á vígvellinum. Kemur sér mjög vel þegar snattast er á svona bíl í miðbænum eða við Kringluna! Og takið eftir viðbótar stigbrettunum sem rekast alls staðar niður ef ekið er út á víðavang og lágu  hjólbörðunum, sem springa ef það er ekið út fyrir malbikið!

 
Slóð: p 

Villuleit í boði Púka

 
Þessi færsla er birt

Frétt af mbl.is

Enginn nýr Land Cruiser 200 seldur í ár
Innlent | Morgunblaðið | 4.2.2011 | 5:30
Toyota Land Cruiser. Lúxusjeppinn Land Cruiser 200 verður ófáanlegur nýr í ár, eflaust einhverjum til armæðu. Um er að kenna reglum Evrópusambandsins um mengunarvarnir en hert var á þeim um áramót.
Lesa meira

Færsluflokkur

Aðalflokkur:
Bloggar Bækur Dægurmál Enski boltinn Evrópumál Ferðalög Fjármál Fjölmiðlar Heilbrigðismál Heimspeki Íþróttir Kjaramál Kvikmyndir Lífstíll Ljóð Löggæsla Mannréttindi Matur og drykkur Menning og listir Menntun og skóli Pepsi-deildin Samgöngur Sjónvarp Spaugilegt Spil og leikir Stjórnmál og samfélag Sveitarstjórnarkosningar Tónlist Trúmál Trúmál og siðferði Tölvur og tækni Umhverfismál Utanríkismál/alþjóðamál Vefurinn Viðskipti og fjármál Vinir og fjölskylda Vísindi og fræði

Skrár tengdar bloggfærslu

Engar skrár hafa verið tengdar við þessa færslu.
Bæta við skrá

Athugasemdir

 Leyfa athugasemdir við færslu
í daga frá birtingu
Frekari stillingar

 

Með því að smella tvisvar á myndina sjáið þið hvað viðbótar stigbrettið skagar alveg niður í götu og að hjólbarðarnir eru svo lágir, að varasamt er að aka bílnum út fyrir malbikið! 


mbl.is Enginn nýr Land Cruiser 200 seldur í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Muni ég það rétt fóru 50 Landkrúserar á Selfoss á meðan 2 fóru til Danmerkur....

ohhhh....svo 2007 sko....

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 16:03

2 Smámynd: The Critic

Þessi bíll er algjör umhverfissóði og það hefur ekki nokkur maður efni á að kaupa hann hvort sem er.
Þessi frétt er aðalega gott dæmi um hvernig MBL talar niður til ESB og lætur það líta illa út, en það virðist vera þeirra markmið.

The Critic, 4.2.2011 kl. 16:38

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bið afsökunar á því að tölvan mín var að gera mig vitlausan í dag vegna hrekkja og því er stór hlutinn af textanum hér fyrir ofan bara drasl, sem hún dró inn á síðuna án þess að ég réði neitt við það. 

Ómar Ragnarsson, 4.2.2011 kl. 21:25

4 Smámynd: Einar Steinsson

Upprunalegi Hummer H1 er allmenningsútgáfan af upprunalega herbílnum Humvee og er alvöru vinnutæki og duglegur utanvegabíll.

H2 sem myndin er af á ekkert skylt við H1 nema að lýkjast honum í útliti og bera sama nafn. Hann er byggður á Chevrolet pickup grind og gangverki sem er gjörólíkt því sem er í H1 og Humvee. Þetta er eiginlega bara smíðað sem snobbbíll.

Einar Steinsson, 7.2.2011 kl. 09:22

5 Smámynd: Offari

Öfugt við þig þá hef ég alltaf verið hrifinn af stórum og miklum bílum enda er bílafloti minn miklu þyngri enn þinn floti þótt þú eigir fleiri. Hinsvegar hefur verið full erfitt að reka þessa trukka svo ég tók á það ráð að framleiða mitt eldsneyti sjálfur og hef passað upp á að hafa bara einn bíl yngri en 25 ára.

 Yngri bílar geta ekki notaða það eldsneyti sem ég framleiði  (hreinsaðir matarolíuafgangar) svo ég á engan 2007 trukk.

Offari, 7.2.2011 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband