5.2.2011 | 15:51
Að sjálfsögðu.
Ég var að enda við að blogga um rúmlega 2ja ára gamlan ágreining í Sjálfstæðisflokknum um Icesave og rétt að því afloknu staðfestir Geir H. Haarde þetta. Vísa í bloggpistil á undan þessum.
Geir styður Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þvílík skömm hvernig staðið er að málum í Icesave.
Það er skömm að í fjárlaganefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn sitji fólk sem vill skrifa upp á óútfylltann tékka hjá Landsbankanum. Það gerðist hér á árum áður að jafnvel börn voru látin fara með óútfyllta, undirskrifaða ávísun út í búð. Hvernig getur það verið að það sitji fólk í fjárlaganefnd sem vill skrifa undir óútfylltan tékka og vona það besta? Það er siðblinda og í líkingu við útrásarvíkinga. Ja, svei attan. Þetta fólk í fjárlaganefnd á að íhuga vandlega að segja af sér strax.
Það er skömm að flokksforustan undir sjórn Bjarna skuli koma með þennan boðskap. Það er umhugsunarefni að hann eigi ekki að segja af sér strax. Ætlar hann að fá fjölda Sjálfstæðismanna til að segja sig úr flokknum og sitja einn í fílabeinsturni?
Það er skömm að þurfa að hlusta á Bjarna útlista að hann og hans fylgisveinar hafi kynnt sér þetta svo vel. Benda þarf honum á að það hefur þjóðin gert.
Fulltrúum, talsmönnum, þessara sjónarmiða í Sjálfstæðisflokknum hefur sett mjög niður. Ekki væri úr vegi að benda þeim á að það er fólk sem kýs þá. Kjósendur eiga börn og barnabörn sem þetta fólk telur sig geta skrifað upp á óútfylltann tékka sem þau eiga síðan að borga. Ja, svei attan. Ekki einungis 95% Sjálfstæðismanna hafnaði þessum samningi í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Það gerði öll þjóðin.
Steinarr (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 16:12
Eftir ummæli Geirs þá fæ ég ekki betur séð en að hann á fyllega skilið að taka út sinn dóm þar sem það var greinilega hans vilji frá upphafi að láta þjóðina greiða skuldir óreíðumanna. Meigi Geir sitja inni næstu 16 árin og lengur ef þarf.
Elís Már Kjartansson, 5.2.2011 kl. 16:33
Og hverjum er ekki sama hvern þessi afæta styður
magnús steinar (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 17:16
Þvílíkur stuðningur! Úrásarvíkingarnir og Geir.
Sigurður Þórðarson, 5.2.2011 kl. 18:10
Hvernig væri nú ef að menn yrði málefnanlegir til tilbreytingar....Er það ekki nýja Ísland ?? Eða er nýja Ísland þannig að menn snúa útúr og tortryggja allt ??? Þá er nú framtíðin ekki björt....Kynnið ykkur aðdraganda Icesave málsins frá upphafi (hægt að gera það með að lesa ræðu Bjarna í heild sinni á visir.is).......http://www.visir.is/raeda-bjarna-ben-i-heild-sinni/article/2011467026684
Trúi ekki að fólk sé ennþá svona sjúklega áhættudrifinn eftir hrun. Áhættan er ennþá meiri með að fara með málin fyrir dómstólum...Því staðfestir lögfræðingur í samninganefndinni sem fór á vegum stjórnarandstöðuna og einnig Lee Buchet alþjóðlegur sérfræðingur á þessu sviði...Afstaða flokksins á Landsfundinum er einmitt ástæðan fyrir því að þessi samningur er kominn á borðið. Þannig að sjálfsöðgu ekki er Bjarni að fara á móti Landsfundarályktun. Nú er annar samningur á borðinu og það mæti halda að allt sem færi fram á Landsfundi væri negld í steinn og EKKERT mæti breytist. Í viðskiptum er mikilvægt að vera sveigjanlegur því að tímar breytast og einnig áherslur. Til að mynda eru komnar nýjar ríkisstjórnir í bæði Hollandi og Bretlandi eftir að þessi blessaði Landsfundur var..
Staða Bjarna sem formans XD er mun sterkari í dag eftir þessa ákvörðun og sýnir að flokkur kann að sýna ábyrgð og festu. Sum öfl innan flokksins nota gjarnan Icesave-málið til að eyðileggja fyrir ríkisstjórninni hvað sem það kostar og til að spilla fyrir aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandi en þetta snýst ekki um það heldur hagsmuni þjóðarinar og þeim er betur borgið með að samþykkja þennan samning eins og menn lögðu með frá upphafi ferilsins...
Johann Haukur (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 21:08
Já að sjálfsögðu Ómar. Það þarf kjark hjá Bjarna, til þess að taka þessa afstöðu. Vel á minnst það var samningur á undan þessum. Þá lögðu Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon sig alla fram að knýja þann samning í gegn. Það væri afskaplega áhugavert að heyra skoðanir þínar þá þeim samningi og framgangi stjórnmálaforingjanna tveggja. Með því sýnir þú líka kjark.
Sigurður Þorsteinsson, 5.2.2011 kl. 22:50
Tek undir mjög gott innlegg Steinars hér í byrjun.
Þegar Bjarni var að "útlista að hann og hans fylgisveinar hafi kynnt sér þetta svo vel," afhjúpaði hann annaðhvort eigin vanþekkingu og leti þeirra félaga (ekki sízt nefndarmanna flokksins í fjárlaganefnd,sem fóru með úrelt fleiður, "47 milljarðar kr." o.s.frv.) að kynna sér málið eða beitti vísvitandi blekkingum.
Menn gætu kastað upp af vanlíðan yfir því að þurfa að hlusta á þessa Icesave-liðsmenn skjalla hver annan fyrir "kjark" og "hugrekki". Það á ekki einu sinni að þurfa hugrekki til að standa með þjóð sinni, það er einföld skylda þín og skylda mín. Bjarni stóð ekki með réttinum og sannleikanum í þessu máli. Þessi maður var til alls vís eftir að hann og Illugi viðruðu sínar skoðanir í Moggagrein hér um árið, og ef tryggð hans við landsfund er eftir þessu, þá mun hann heldur ekki virða harða andstöðu flokksins við ESB-innlimunarumsóknina.
Og hvað ert þú að blogga um mál, Ómar, sem þig virðist bresta kjark til að segja þitt álit á? Hvenær ætlar þú að svara um afstöðu þína til ESB-innlimunar?
PS. Jóhann Haukur, hér lýgur þú eins og þú ert langur til um afstöðu Lees Buchheit, og fullyrðingar þínar um áhættu vegna dómsmáls eru einskis virði.
Jón Valur Jensson, 5.2.2011 kl. 23:07
... úrelt fleipur ...
Seðlabankinn metur, út frá forsendum skilanefndar Landsbankans, heildar-(gervi-)skulbindinguna 66 milljarða, ekki 47, enda hefur gengið sigið um 4,5% síðan frumvarpið var lagt fram, og strax í upphafi hafði verið vanreiknað um 10 milljarða.
Svo telur GAMMA-sérfræðihópurinn að þetta geti orðið á bilinu 25 til 233 milljarða, og skv. öðru mati gæti það farið yfir 400 milljarða.
Aðalmálið í því efni er: að þetta er opinn tékki, en engin heimild er til þess í ríkisábyrgðarlögum að samþykkja neitt slíkt, auk þess sem þetta brýtur á 77. grein stjórnarskrárinnar, sjá t.d. á vefsíðu Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave.
Niðurlæging Sjálfstæðisflokksins er alger, en ekki vantaði smölunina til að ná þeim sauðtrúu inn í Valhöll.
Nu geta sannir fylgismenn einkaframtaks og frjálsrar samkeppni gengið úr þessum flokki og til liðs við Hægri græna eða önnur samtök. Framsóknarflokkurinn og Hreyfingin koma líka vel frá þessu máli.
Að hugsa sér: þrír formenn FLokksins aðhyllast þessa svikastefnu! Kemur reyndar sízt á óvart um ESB-áróðursjarðýtuna Þorstein Pálsson, sem mætti í kvöld í Rúvið til að vitna um "kjark" Bjarna! Hvers virði er hans vitnisburður?!
Jón Valur Jensson, 5.2.2011 kl. 23:18
Hvernig er það hægt í svo stóru máli að ná ekki samstöðu á þinginu um það?
Landsmenn eru með afstöðu og hún er skír við borgum ekki skuldir stórþjófa sem ekki hafa svarað til saka né skilað krónu af því sem þeir stálu frá okkur!
Sigurður Haraldsson, 6.2.2011 kl. 00:42
Þú getur, Sigurður, með því að slá upp í leitardálkinum efst til vinstri á síðunni orðinu Icesave séð hvað ég bloggaði um það á sínum tíma.
Ég taldi þessa fyrstu samninga, sem þú tilgreinir, alls ekki vera "fair deal" þótt ég skildi að eins og þá var málum komið, væri ekki meira hægt að ná á þeim tímapunkti.
Ég var þess vegna einn af þeim sem undirritaði áskorun á forsetann að skjóta málinu til þjóðarinnar.
Ómar Ragnarsson, 6.2.2011 kl. 02:04
Og það sama ættirðu að gera núna, Ómar.
Jón Valur Jensson, 6.2.2011 kl. 10:31
Ég er nú kannski svolítið sveitó, og lummó líka. En einföldun á svona bankaglæpakjaftæði er kannski það eina sem dugar.
Líkjum Icesave við víxil, og ég fæ greiðsluseðilinn. Ég kem af fjöllum, enda ekki búinn að skrifa upp á eitt eða neitt.
Greiðsluseðilinn fékk ég af því að einhver sagði að það ætti að senda hann á mig, og einhver annar í systeminu jammaði við því.
Kröfuhafinn vill að ég borgi. Hann reyndar efast réttilega um það að ég geti það. Hann vill alls enga skoðun á réttmæti kröfunnar, enda á hann hvorki blek né fingrafar af minni hálfu.
Ég spyr í skyndi alla helstu spekúlanta sem mér detta í hug. Fjölmiðlamanninn Max Keiser, bankastjóra Barclay's, Stieglitz, og jafnvel ESB sjálft. Allir segja mér að ég EIGI ekki og MEGI ALLS ekki borga þetta, hvað þá reyna það. Enda verði ég hordauður löngu fyrir hálfa útprentun á bunkanum hvort eð er.
Þannig að....þrjóskur sveitamaðurinn klórar sér í haus og ákveður að gefa skít í þetta. Enda er nálykt af þessu, og það er eins og allt skuli vera fórnanlegt til að styggja ekki hin ylhýra faðm ESB til lokunar okkar náðarsamlegu inngöngu.
Jón Logi (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.