Hvað geta svæði opnað?

Mikill er nú krafturinn í landinu okkar og einstökum svæðum þess. Fjöll og svæði geta nú opnað hitt og þetta án þess að þess sé getið í fréttinni, hvað sé opnað, samanber fyrirsögnina: "Skíðasvæðið í Bláfjöllum opnaði kl. 10 í dag."

Hvað opnaði skíðasvæðið?  Flösku? Dyr? Kassa? 

Auðvitað opnaði skíðasvæðið ekki nokkurn skapaðan hlut heldur var skíðasvæðið opnað af mönnum. 

Næsta stig þessarar rökleysu verður líklega þegar sagt verður eftir að verslunareigandi opnar verslun sína: "Hurðin opnaði klukkan níu" eða  "lykillinn opnaði hurðina klukkan níu" eða "dyrnar opnuðu hurðina klukkan níu" sem er þrátt fyrir allt rökréttasta vitleysan, sem hægt er að upphugsa miðað við það rugl, sem í gangi er um opnanir, hurðir og dyr. 


mbl.is Opið í Bláfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband