10.2.2011 | 09:59
"Sunnanvindur, svara þú mér..."
Ofangreind orð söng Örvar Kristjánsson á sínum tíma undir laginu "Mister Sandman". Sunnanvindurinn hans var að vísu mun þýðari en sá sem við eigum von á í nótt og í fyrramálið, en engu að síður hlýr.
Ýmsir verða til að bölva vindbelgingnum, sem oft er hér á þessum árstíma en þeir gleyma því, að til þess að færa hlýindi og raka svona langt norður að heimskautsbaugi í vetrarskammdeginu þarf gríðarlega mikla orku.
Eigi svona mikill og hlýr loftmassi að komast til okkar þarf hann að blása af miklum krafti um langan veg.
Og við getum ekki ætlast til þess að hér sé allt frá 10 og upp í 40 stigum hlýrra á þessum árstíma en á stórum svæðum á sömu breiddargráðu. (T.d. í Síberíu) nema reginöfl komi til skjalanna.
Þess vegna eigum við bara að taka undir með Hannesi Hafstein þegar hann kveður: "Ég elska þig, vindur, sem geysar um grund !"
Spáð ofsaveðri í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Síður ég hallast að hlýju og roki
og helvítis belgingi annan hvern dag.
Er veðurmenn vara við hlýju og foki
ég vonast um kulda sem bætir minn hag.
Ef veturinn varði bara'allan sinn tíma
og vorið svo byrjað'í mars, apríl, maí.
Það eina við slyppum við slæma að glíma
slabbið, sem kemur með hlýnandi blæ.
Davíð Oddsson, 10.2.2011 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.