Er fjórðungur meirihluti?

Stóru fyrirsagnirnar í fjölmiðlum í dag er mikil andstaða þjóðarinnar við stjórnlagaþing, ef marka má það að andstöðunni er slegið upp í fyrirsögnum, eins og sést af fyrirsögninni við fréttina sem þessi pistill er tengdur við.

Bæði á bloggi og í máli manna í dag er talað um að sárafáir hafi kosið þessi 25 og talað um að sá, sem síðastur fór inn, hafi fengið aðeins 300 atkvæði og við mig er sagt að ég hafi þessi tala hjá mér hafi verið aðeins 2400. 

Þeir, sem þetta viðmið nota, telja aðeins þau atkvæði sem viðkomandi fengu í 1. sæti af 25.

Þeir meta einskis hvað mig varðar þau 22 þúsund atkvæði í sæti 2-25 sem mér voru greidd. Þessi 22 þúsund voru væntanlega á móti því að ég yrði kjörinn!

Mér má svo sem vera sama persónulega hvað mig varðar, en hvað um vilja þessara 22 þúsunda, sem þau létu í ljósi? 

Og síðan er það fylgið á bak við þá persónu sem var síðust inn. Um sjö þúsund kjósendur settu nafn hennar á kjörseðilinn sem tákn þess að þeir vildu að hún sæti á stjórnlagaþingi. 

Það er talsverður munur á tölunni 300 sem ég veit ekki hvernig í ósköpunum er fundin út, og 7000. 

 

 

 


mbl.is Fjórðungur vill ekki stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband