15.2.2011 | 12:31
Sagnir um svipað áður.
Utanríkisráðherra Indlands er ekki einn um það að hafa gert mistök við flutning ræðu.
Hér á árum áður varð presti einum í Reykjavík á í messunni í bókstaflegri merkingu þegar hann hóf að lesa ranga líkræðu í miðri athöfn. Þetta uppgötvaðist í tíma og var leiðrétt, svo að hægt væri ljúka athöfninni.
Ágæta sögu heyrði ég eitt sinn af ræðuhaldi í Sovétríkjunum sálugu, svohljóðandi.
Leonid Breznef hafði jafnan lesið um tveggja klukkstunda ræðu í upphafi flokksþings Kommúnistaflokksins og nýr aðstoðarmaður í ráðuneytinu benti honum á að reyna mætti að flytja styttri ræðu með sama árangri.
Breznef tók manninn á orðinu, lét honum í té helstu atriðin sem þyrftu að koma fram í ræðunni, og fól honum að skrifa hana. Breznef var orðinn aldraður og varð feginn af fá þessa hjálp.
Hann flutti síðan 40 mínútna ræðu og var fagnað meira en dæmi voru um áður. Ætlaði lófatakinu aldrei að linna.
Eftir ræðuflutninginn gekk hann til ræðuskrifarans og þakkaði honum fyrir frábæra ræðu sem hefði verið afburða vel skrifuð og fengið einstaklega góðar viðtökur.
"Ég þakka", sagði ræðuskrifarinn, "og veit að ræðan var góð. Það var nú samt sem áður alveg óþarfi að lesa hana tvisvar."
Las vitlausa ræðu í þrjár mínútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kynntist manni sem sat undir sex tíma ávarpi Breznefs. Allir fengu samviskulega þýtt eintak. Þegar Bréznef skaut á vesturlönd stóð innan sviga (klappa) og svo (klappa mikið) svo var skotið á Nixon þar stóð (klappa mikið og standa upp).
KGB menn gengu svo milli manna og heimtu þýddu eintökin sem voru ofþýdd. Það átti semsagt ekki að þýða sem stóð innan sviga.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 15.2.2011 kl. 14:57
Greinilegt að þessi maður skrifar ræðunnar sínar ekki sjálfur!
ónafngreindur (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 20:21
Eins og "Jóhanna":
Hörður Einarsson, 16.2.2011 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.