Þegar góðir hlutir gerast hæfilega hægt.

Í allri umræðu um framkvæmdir við verksmiðjur er einblínt á störfin sem skapast á framkvæmdatíma en minna hirt um það hvað störf verða eftir til frambúðar.

300 ársverk skapast, er sagt, en gleymist að taka fram, að þegar skammvinnum framkvæmdum lýkur missa 300 manns vinnuna. 

Stóru tölurnar varðandi kísilverið í Helguvík eru 90 störf sem skapast til frambúðar í verksmiðjunni. Það gera 1,4 störf á hvert megavatt, sem er tvöfalt betri nýting en í stóru álveri. 

Þar að auki hentar risaálver alls ekki fyrir nýtingu á jarðvarmaorku, heldur eru það einmitt smærri kaupendur sem henta þeirri nýtingu miklu betur.  Það er vegna þess að óvissa ríkir yfirleitt um endingu jarðvarmaorku og hún er alls ekki endurnýjanleg nema menn séu því viðbúnir að draga úr orkuvinnslunni ef nýtingin reynist of ágeng.

Það er eins og sumir geti ekki skilið þetta, heldur telja sig vita betur en orkumálastjóri og allir helstu sérfræðingar Íslands á þessu sviði í 35 ár. 

Stundum gerast góðir hlutir hægt og það má segja um kísilverið í Helguvík. 


mbl.is 17 milljarða fjárfesting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Miðað við að hvert starf skapi tvö afleit störf er ljóst að öll spendýr Jarðarinnar fá vinnu við þetta eina efnabrennsluhelvíti.

Má ég heyra amen!

Kristján Sigurður Kristjánsson, 17.2.2011 kl. 14:21

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

90 störf til frambúðar er kærkomið. Sérstaklega á svæði þar sem atvinnuleysi er hvergi meira. Svo á efitir að taka inn öll afleiddu störfin. Svo skapar þessi verkmiðja útflutningstekjur, gjaldeyristekjur og þeir greiða sína skatta.

Við þetta alltsaman verður Íslendingar með meira á milli handanna í gjalldeyristekjum og skatttekjum. Þá er hægt að leyfa sér meira. Ríkið getur sleppt að segja upp fólki eða skapaða störf og það er eðlilegt að bæta þau störf við þessi 90 sem skapast í verksmiðjunni sjálfri.

Þeir eru að nota auðlind Íslendinga og eru þar að að leiðandi að skapa auð fyrir okkur Íslendinga.....  maður á að einblína á þennan auð í víðu samhengi.. ekki bara einblína á störfin.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2011 kl. 14:24

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta eru 17milljarðar sem mun dreifiast um allt samfélagið... það er bara þannig.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2011 kl. 14:27

4 Smámynd: Sævar Helgason

það er fagnaðarefni að samningar hafi tekist um þessa nýju kísilverksmiðju . Heildarkosnaður er áætlaður 17 milljarðar kr. Hversu mikið af þeim fjármunum koma inní okkar samfélag er ekki ljóst. Verksmiðjan sjálf og búnaður er framleitt erlendis-en  við uppsetningu verður væntanlega íslenskt vinnuafl. Og síðan 90 störf við rekstur. Þetta verður meðalstórt fyrirtæki og hentar okkur mjög vel-sérstaklega vegna nýtingu jarðvarma.

Sævar Helgason, 17.2.2011 kl. 14:53

5 identicon

Svona leikur að tölum er ekki réttláætanlegur þegar talað er um auðlindirnar. Orkan er nokkuð sem við seljum og prýðilegt ef því fylgja líka fjölmörg störf. Í sjávarútvegi starfa " aðeins" 5 % þjóðarinnar ,samt efast enginn um að þetta sé auðind sem skilar þjóðarbúinu arði langt umfram hluta vinnuaflsins.

Sigurður Ingólfsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:53

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég sé ekki betur að meirihlutinn af þessum peningum kemur frá USA frá fyrirtækinu Globe Speciality Metals.

Þetta er þá erlend fjárfesting sem stækkar kökuna. Það er ekki verið að berjast um sömu sneiðina eða færa peninga frá hægri yfir í vinstri vasa. 

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2011 kl. 16:17

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sjávarútvegurinn er svo mikilvægur vegna þess að hann skilar 2-3svar sinnum meiri virðisauka inn í samfélagið en álverksmiðjur. 

Það er vegna þess að hráefnið er íslenskt og arðurinn fer til íslenskra fyrirtækja en ekki úr landi. 

Ómar Ragnarsson, 17.2.2011 kl. 17:09

8 identicon

Þetta er góður áfangi til að bæta efnahag okkar og draga úr atvinnuleysi, þetta er þó talsvert meiri mengun enn við sambærilega orkunýtingu í álveri.

Hreinn Hjartarson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 19:20

9 identicon

Ég fagna þessari Verksmiðju hér í mínum heimabæ, það er kannski talað um 90 störf, en svo má ekki gleyma því að þetta lífgar upp á annað atvinnulíf hérna í Reykjanesbæ þar sem þessi verksmiðja á eftir að kaupa ýmsan varning og annað frá öðrum fyrirtækjum og skapa þar af leiðandi tekjur fyrir önnur fyrirtæki á svæðinu.

Ég hlakka mjög til að sjá þegar þetta fer í gang og fylgjast með breytingum sem eiga eftir að verða í bæjarfélaginu.

Rögnvaldur Már Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband