Nú er að ráða í ummælin í Silfrinu.

Þegar forsetinn fékk Icesave II í hendur var hann með pókerfés og hélt því fram yfir móttöku undirskriftalista og allt til þess að hann ákvað að nota málskotsrétt sinn nokkrum dögum síðar.

Þessa daga var illmögulegt að ráða í hvað hann myndi gera vegna þess að samningar af þessu tagi eru yfirleitt ekki meðal þess sem þjóðaratkvæði er notað um í öðrum löndum.

Á hinn bóginn var frumvarpið samþykkt með afar naumum meirihluta og þegar forsetinn ákvað að nota málskotsréttinn vísaði hann til þess að skilja mátti af ummælum einstakra þingmanna að þeir myndu vilja að hann færi þá leið. Var raunar deilt um hvort það væri réttur skilningur á ummælum hans.

Í þetta skipti má að vísu færa að því rök, að fyrst þjóðin kaus um Icesave II sé komið fordæmi fyrir því að hún kjósi um algerlega hliðstætt mál, samning sem sprottinn er af hinum fyrri. Auk þess var aðeins 3ja atkvæða meirihluti sem felldi tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Á hinn bóginn greiddu meira en 2/3 hlutar þingmanna atkvæði með samningnum og aðeins 1/4 var á móti. 

Í viðtali í Silfri Egils s.l. sunnudag lét hann í ljósi aðdáun á því hve vel íslensk stjórnskipun hefði þrátt fyrir allt komið út í ólgusjó síðustu tveggja ára og ræddi nokkuð um meginstoð hennar, sem væri hið þjóðkjörna Alþingi. 

Nú er bara að ráða í þessi ummæli og reyna að finna út hvað hægt sé að lesa út úr þeim. Í ýmsum erlendum stjórnarskrám eru tiltekin mál þar sem aukinn þingmeirihluti er talinn nauðsynlegur. 

Þetta kann að hafa áhrif á afstöðu forsetans svo og það hvað þessi samningur er miklu skárri en hinir fyrri og að miklu meiri andstaða virtist meðal almennings gagnvart Icesave II en er núna gegn Icesave III. 

Forsetinn sagði í fyrra að sú ákvörðun hefði verið afar erfið og tekið tíma. Af því má ráða að ekki hafi munað miklu hvora leiðina hann færi, að samþykkja eða synja. 

Ef þessi ummæli eru lögð við ummælin í Silfrinu niðurstaða hans nú orðið önnur en síðast. 


mbl.is Forsetinn fékk frumvarpið í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

http://lol.is/?skoda=10724 og skrifar líka "OFFORS RÍKISSTJÓRNARINNAR KNÝR Á UM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU" hvað er hún og stjórnin að gera í dag ?

Sævar Einarsson, 17.2.2011 kl. 02:42

2 identicon

Sæll Ómar.

Þetta eru ágætis vangaveltur hjá þér.

Þó að ég sé eindreginn andstæðingur ICESAVE samningsins og stuðningsmaður forsetans og fannst mjög rétt hjá honum að vísa ICESAVE II samningnum til þjóðarinnar og það eitt skipti miklu máli og skapaði okkur mun sterkari samningsstöðu sem leitt hefur til þessa samnings ICESAVE III sem er ætti að spara okkur tugi eða jafnvel hundruðir milljarða. Þannig var andstaðan og deilurnar jafn leiðinlegar og hatrammar og þær voru okkur til góðs.

En þrátt fyrir það hef ég ekki enn getað séð hvers vegna íslenska þjóðin ætti að taka við þessum einkaskuldum Landsbankans og þó svo þessi samningur sé miklu mun skárri en hinir 2 fyrri, fyrir því hafa ekki verið færð nein rök.

Engu að síður tel ég að forsetinn sé í miklum vanda að ætla að vísa þessu til þjóðarinnar þó svo að það sé augljóslega vilji meirihluta þjóðarinnar. Vegna þess að þingviljinn var svo afgerandi. Þess vegna tel ég að hann muni undirrita lögin, því miður. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 08:52

3 identicon

Það er merkilega athyglisvert að senda mál undir þjóðaratkvæðagreiðslu yfir höfuð. Ef skoðað er hvað það þýðir fyrir það lagafrumvarp sem lagt er fyrir þjóðina er það nánast undantekningalaust dauðadæmt.

Hugmyndin á bak við ákvarðanatökur þingsins er að tiltölulega fámennur hópur fólks KYNNIR sér málið og geri sér UPPLÝSTA skoðun, og taki ÁBYRGÐAFULLAR ákvarðanir.

Fólk almennt er ekki hæft til þessa, vegna þess að langtímaáhrif, eða hliðaráhrif eru gjörsamlega hunsuð.

er ég að segja að fólk sé almennt vanhæft um að taka ákvarðanir ? líklegast ekki, en helmingur kjósenda mun ekki hafa grundvöll til að taka ákvörðun en kýs samt byggt á on-the-spot-skoðun. skoðun sem er tekin copy/paste úr DV eða kaffispjallinu í vinnunni eða frá einhverjum álíka óábyrgum uppruna.

Ég vildi stinga uppá að ef kæmi til kosninga yrði útbúinn upplýsingapakki fyrir almenning, og PRÓF um hvað kosningin raunverulega snýst áður en fólk fær að kjósa.

Með þetta sagt, og mér til stuðnings vill ég benda á að ég er einn af þeim sem lætur sér fátt um finnast. Ég kvittaði á kjosum.is eins og allir vinir mínir á facebook, og yppti öxlum um afleiðingarnar.

Ég tók mína ákvörðun með því að sigta út eitt eða tvö blog hér og þar, og hugsaði með sjálfum mér að kannski þýddi þetta minni skatta í framtíðinni, en lengra fór það ekki hjá mér.

með von um að þetta fari siðsamlega fram,

Snorri

Snorri P Snorrason (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 10:00

4 identicon

Þingviljinn er þegar búinn að reka sig á það að þjóðarviljinn er gífurlega frábrugðinn. Kosningin um hitt var góð sönnun á þessu, þótt að það væri reynt að kjafta þau úrslit niður.  En spennandi verður það.

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 10:27

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ein af helstu ástæðunum fyrir því að erlendis eru þjóðaratkvæðagreiðslur yfirleitt ekki viðhafðar um fjármálagerninga eða skatta og gjöld er sú, að ef þú ert til dæmis beðinn um að segja hvort þú viljir borga skatt eða gjald eða hækka skatt eða gjald, þá hafnar þú því yfirleitt.

Valkosturinn verður að vera skýr en það er ekki alltaf auðvelt að hafa það þannig. Ekki verður hjá því komist að setja skýr ákvæði um þetta í stjórnarskrána og varla hægt að bíða í önnur 67 ár eftir því að Alþingi endurskoði hana loksins í heild. 

Ómar Ragnarsson, 17.2.2011 kl. 13:58

6 identicon

Er þetta ekki Icesave IV?? Geir og co settu stafi sína undir rúm 6% í vexti og borga alla
alla skuldina. 2008?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 14:20

7 identicon

Í þessu tilfelli eru átökin um aðalprinsippið, þ.e.a.s. hvort að okkur beri að borga eitt eða neitt yfirleitt. Það eru mjög margir fróðir sammála meirihluta þjóðarinnar þarna (ég veðja að sá meirihluti sé rétt metinn, sem gæti komið í ljós í kosningu). Ég hef reyndar aldrei hitt neinn í persónu svo ég viti sem er þess sinnis að þessi krafa, - höfuðstóll eða vextir, - skuli skrifast á Íslenskan almúga. En hitt hefur maður eftir, að það fordæmi að kyngja henni sé slæmt fyrir okkur, aðra, og framtíðina.

Þegnar ríkis ættu að hafa eitthvert orð um það hvort að hægt sé að skatta þá um skuldabull einkafyrirtækis, - svo einfalt er það. Og þeir sem segja okkur að við blátt áfram megum alls ekki kyngja þessu eru kannski einhverjir sem hlusta ætti á.

Mér fannst Max Keiser taka þetta best. Eitthvað var það í áttina að sá sem fer til Las Vegas og tapar þar hýrunni, ætti ekki að búast við því að íbúar fylkisins myndu bæta honum það. Og einhverjir deila þessari skoðun, - Stieglitz? Joly? Yfirmaður Barclay's? Og ekki má gleyma regluverki ESB.

Talandi um ESB, má samt nefna það, að þar á bæ er stundum hægt að beygja reglur. Veit hér nokkur að ESB beitti viðskiptaþvingunum á Nýja-Sjáland að undirlagi Frakka þegar andfætlingarnir gómuðu franska leyniþjónustumenn í skítabisness? Þetta er algerlega opinbert og hluti okkar heimssögu. Semsagt, skemmdarverk og manndráp var upplýst, allt á vegum Franskra, og ESB setur þumalskrúfu á samviskusama löggæslu ríkis í annarri heimsálfu....

Dettur þá nokkrum í hug að Icesave dæmið sé lykilatriði eða krafa í sambandi við aðildarumsókn Íslendinga. Prófið að skoða samhengi Já-deildarinnar í ESB og þeirra sem vilja nú samþykkja Icesave.....ansi mörg %.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband