Má ekki leita eftir upplýsingum?

Hæstiréttur hafnaði varakröfunni um endurtalningu atkvæða í stjórnlagaþingkosningunum. Slík endurtalning gæti orðið staðfesting á því að rétt hafi verið talið, en ógilding Hæstaréttar var raunar varðandi framkvæmdaratriði á kosningunum sem engar líkur eru fyrir að hafi haft áhrif á úrsltin. 

Þorsteinn Ingason hefur háð hetjulega baráttu fyrir rétti sínum gagnvart spilltu bankakerfi og fær ekki að leiða vitni sem gætu varpað ljósi á mál hans. 

Allt er þetta innan ramma laganna en vekur samt spurningar. 


mbl.is Fær ekki að leiða vitni fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Okkar lög þarfnast svo sannarlega endurskoðunnar.

Úrsúla Jünemann, 19.2.2011 kl. 20:02

2 identicon

Þetta er alröng ályktun Ómar; sú ákvörðun að nota þetta óskiljanlega kosningakerfi hafði mikil áhrif á þátttökuna, sem og önnur atriði í framkvæmdinni. Ef notast hefði verið við kerfi sem þorri kjósenda hefði skilið, þá hefði kjörsókn hugsanlega orðið mun meiri og þá hefðu allt aðrir frambjóðendur orðið fyrir valinu.

Baldur (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 21:13

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki er talið að annað kosningakerfi hafi verið fundið upp betra en STV-kerfið, sem Írar hafa notað í 90 ár og margar aðrar þjóðir nota til þess að fá fram sem besta mynd á það hvernig kjósendur meta frambjóðendur. 

Gallinn var sá að alltof lítið var gert á of stuttum tíma til að kynna þetta kerfi og sömuleiðis hefði kerfið virkað jafnvel að mati Þorkels Helgasonar, ef látið hefði verið nægja að fólk setti tíu nöfn á kjörseðlana.

Ég held að í staðinn fyrir að fara alveg á límingunum út af barnasjúkdómum varðandi þetta kerfi eigi þvert á móti að nýta það, að það hefur þó verið notað í þetta fyrsta skipti og að skapa síðan hefð á það og sía inn þekkingu fólks á því. 

Ómar Ragnarsson, 20.2.2011 kl. 01:46

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ómar, okkur þykir vænt um þig nokkuð mörgum, en gerðu þig ekki að kjána!

Dómsúrskurðurinn er minnst í þessu máli þó réttur sé að lögum.  Hitt er alvarlegra fyrir ykkur sem enn hamist við að fá að vera á stjórnlaga þingi í óþökk þjóðar sem sat heima af skömm við verkið,  vegna brýnni óunninna verka.       

Hrólfur Þ Hraundal, 20.2.2011 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband