20.2.2011 | 01:57
Hvað um okkar eigin strendur?
Olían, sem lekið hefur úr Goðafossi í Oslófirði leiðir hugann að ástandinu við strendur Íslands. Nýlega bloggaði ég tvisvar ef ekki þrisvar um viðtal við íslenskan skipstjóra á risastóru súrálsskipi, sem siglir meðal annars til Straumsvíkur.
Hann hefur áratuga reynslu að baki og viðtalið var í blaði, sem gefið er út í álverinu. Skipstjórinn segir að hvergi í veröldinni sé eins auðvelt fyrir skipstjórnarmenn að láta hvað sem er fara úr skipunum í hafið, hér sé engar reglur að óttast og þaðan af síður eftirlit né áhyggjur.
Þetta þykir honum merkilegt vegna þess að í öðrum löndum, sem stundum eru kölluð "vanþróuð" sé þetta bannað og hafi skipstjórnarmenn fengið þunga dóma og jafnvel verið sviptir skipstjóraréttindum fyrir brot á þeim.
Bloggpistlar mínir um þetta hafa enga athygli vakið né viðbrögð og sennilega gerir þessi pistill það ekki heldur.
Hægt er að finna upprunalega pistilinn með því að smella á "hvergi er eins auðvelt að losa úrgang úr skipum" í leitarrammann ofarlega vinstra megin á síðunni.
Ekki hressir með Goðafoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hefur nokkuð til þíns máls, og stiðst ég við eigin reinslu. Vil þó undan skilja megin hluta Íslenskra fiskiskipa hvað olíju varðar en annað veit ég ekki um.
En varðandi strand Goðafoss þá er það þannig að ef skérið var á sjókorti þá á skipstjórinn fáar málsbætur. Hver voru boð hafnsögumanns þegar hann fór frá borði.
Það er hinsvegar að þar sem svona aðstæður eru þá á ekki að leifa siglingar skipa af þessari stærð án hafnsögumanns.
Erlend skip og öll skip með lífríkis hættulega farma, ættu til dæmis ekki að hafa leifi til að koma inn fyrir 12 mílur hér við Ísland án leiðsagnar og þar með ábyrgðar hafnsögumanns. Landhelgi Íslands þarf að færa utar en nú er. Fallbissur draga lengra en fjórar mílur.
Hrólfur Þ Hraundal, 20.2.2011 kl. 02:52
Það eru vissulega lög og reglur sem fara þarf eftir hér við land og m.a.s. refsiákvæði. Það getur þó verið að það sé auðveldara fyrir menn að komast upp með að sulla út óþverra í okkar nágrenni vegna lélegs eftirlits með skipum. Ég vona þó að skipstjórar séu starfi sínu vaxnir hvað varðar ábyrgð.
Auðvitað ætti t.d. Landhelgisgæslan að hafa aura til að gera TF-SIF út í stanslaust eftirlit á hafinu, m.a. með mengun, í stað þess að neyðast til að falbjóða vélina erlendis. Sama má segja um varðskipin.
Varðandi skip með hættulegan og mengandi farm þá eiga þau að tilkynna ferðir sínar um efnahagslögsöguna (200 míl.) ef slíkur farmur er um borð. Þá tel ég skynsamlegt að leyfa þeim skipum að koma inn fyrir 12 mílna landhelgismörkin ef það er gert til að auka öryggi skips og farms.
Rætt hefur verið um það á þingi að banna þeim skipum, sem eru t.d. með geislavirkan úrgang, alfarið að koma inn í landhelgina. Ég tel betra að fá þau í skjól. Þessi skip eru gjarnan með þennan farm á opnu þilfari og vil ég frekar hafa skipið í skjóli inni á Faxaflóa heldur en að velkjast um á úthafinu með aukinni hætti á að missa þennan óverra í sjóinn.
Guðmundur (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 04:50
Því miður, sama þó bent sé á eitthvað óréttlæti eða rangt í íslensku þjóðfélagi þá eru viðbrögð fólk lítil og embættismanna enn minni.
Árni (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 08:20
Sjópróf munu leiða ástæðuna í ljós, þótt að líklegast sé talið að skipperinn hafi ekki ráðið við stímið. 13 hnútar er allgott skrið í svona skerjaþrengslum. En það vakna spurningar eins og hvort þetta hafi verið rétt merkt, hvað með staðsetningabúnað (það eru nú græjur í brúnni á svona hlunkum), djúpristu o.fl. En þetta á eiginlega ekki að geta gerst!
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 15:21
Merkilegt er að þrátt fyrir rosalega nákvæma GPS-tækni skuli svona enn eiga sér stað rétt eins og í gamla dag.
Ómar Ragnarsson, 20.2.2011 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.