Þrýstir á um stjórnlagaþing.

26. grein stjórnarskrárinnar leggur það alfarið í vald forseta Íslands, hvaða lög hann velur til þess að setja í þjóðaratkvæði. Það er rétt hjá forsetanum að í þessum efnum er ekki hægt að fara eftir lögum annarra þjóða um það, hvaða mál séu tæk og með hvaða skilyrðum.

Ákvörðun forsetans nú setur nýjan þrýsting á það að setja Stjórnlagaþing á laggirnar, hvað varðar þessi efni og ýmis önnur sem nú eru komin í brennidepil. 

Fallin er niður sú mótbára að það þurfi að kosta meira en 200 milljónir króna að kjósa aftur ef það er gert samhliða þjóðaratkvæði um Icesave. Það er meira að segja hægt að hafa þetta á sama kjörseðli ef menn vilja spara til hins ítrasta, því að afstaðan til Icesave-samninganna er einföld: Já eða nei. 

Til að einfalda málið mætti minnka hámarkstölu nafna, sem setja má á kjörseðilinn úr 25 í 10 án þess að það raski úrslitum að neinu marki.

Mér fannst forsetinn færa gild rök fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave III. 

Eitt atriði er þó umhugsuarvert. Hann taldi að skoðun þingsins ætti að hafa meira vægi, ef það hefði verið nýkosið þegar samningarnir komu til undirskriftar vegna þess að þá hefði það skýrara umboð.

 Þetta finnst mér ekki vega þungt í málinu.

Þegar athugað er hvort ríkisstjórnir eigi að segja af sér eða sitja í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðslur getum við litið til nágrannalandanna, til dæmis Noregs,  þar sem samningur um aðild að ESB var felldur í tvígang án þess að það væri talið tilefni til stjórnarslita. 

Komandi Stjórnlagaþing hlýtur að taka þjóðaratkvæðagreiðslur til góðrar og ítarlegrar meðferðar og sjá svo til að ekki verði hætta á stjórnmálalegri upplausn vegna þess að ríkisstjórnir falli sjálfkrafa ef þeim tekst ekki að ná fram málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. 


mbl.is Breytt stjórnskipan Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar.þú mátt ekki gleyma því að allar breytingar sem væntanlegt stjórnlagaþing leggur til þurfa að samþykkjast af þingi,það síðan rofið(venjulega gert í kringum kosningar),og nýtt þing eftir kosningar þarf að samþykkja aftur.Svo það er í raun þjóðarinnar að ákveða.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:32

2 identicon

Sammála þér Ómar!

 Við þurfum bara að útiloka þessa talningarvél sem var fengin frá US. Treysti  henni ekki.

Þröstur (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:43

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Góðar pælingar.

Annað: Forseti á að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Mér finnst eins og hann hafi verið að sundra henni fremur en sameina og gangist fyrir einhverjum „popularisma“ gagnvart þeim sem hæst hafa látið í þessu Icesave máli. Hann vill ekki minnast á þann gríðarlega kostnað sem þetta Icesavemál kostar þegar það er allt í óreiðu.

Varðandi þessa „skoðanakönnun“ sem hann víkur að þá er mjög ólíklegt að unnt sé að safna yfir 40.000 undirskriftum á einungis örfáum dögum. Aðferðarlega er þessi könnun ekki án gagnrýni. Þannig er ekki unnt að sjá hvort nafn manns hafi verið sett í skrána sem ekki vildi ljá máls á þessu. Þannig get eg ekki komist að því hvort nafnið mitt hafi verið misnotað á þann hátt. Ekki er útilokað að hluti þjóðskrár hafi verið sett inn í þessa söfnun en tæknilega er það hægt. Hver hefur hag af því að grafa undan Icesave er auðvitað þau stjórnmálaöfl sem ábyrgð báru á allri vitleysunni og gerðu ekkert til að koma í veg fyrir hana. Auðvelt er að beita ómerkilegum áróðri að ríkisstjórnin geri ekkert undir þessum kringumstæðum enda allar lánalínur í frosti og atvinnuleysi í hámarki. Þessi öfl gætu hæglega hafa mútað forseta, annað eins hefur skeð í varhugaverðri veröld.

Það þarf að koma einhverju skikki á þessi mál tengdum skoðanakönnunum og ætti Innanríkisráðuneytið að taka það upp í sínum ranni.

 Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.2.2011 kl. 18:18

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Nú má ekki draga það lengur að koma á fót faglegri upplýsingamiðlun sem miðlar rökum með og á móti í þjóðaratkvæðagreiðslum. Á sama tíma þyrfti að setja í gang vinnu við að undirbúa kerfi fyrir öruggar undirskriftasafnanir. Það er sorglegt að í hvert einasta sinn sem fjöldi fólks setur nafn sitt undir áskoranir skuli það gert tortryggilegt af þeim sem eru á öðru máli. Það hlýtur að vera tiltölulega lítið mál að koma á fót kerfi þar sem auðkennislyklar bankanna og/eða aðgangskóðar Ríkisskattstjóra eru nýttir til að bera kensl á þá sem taka þátt.

Sigurður Hrellir, 20.2.2011 kl. 19:50

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þroskaðar lýðræðisþjóðir erlendar hafa getað skoðað þjóðhöfðingja sinn sem sameiningartákn út á við þótt þeir hafi verið með umdeildar skoðanir á innanlandsvettvangi.

Einnig inn á við, svo sem er um forseta Bandaríkjanna, þótt hann sé oftast kjörinn með frekar naumum meirihluta. Þetta snýst um stjórnmálalegan þroska bæði þjóðar og þjóðhöfðingja sem hafa þetta í huga við orð og gerðir. 

Ómar Ragnarsson, 20.2.2011 kl. 23:04

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef ekki vafa  á að forseti okkar hefir stjórnmálalegan þroska og eftir allt saman þá reynist bara stjórnarskráin vel þegar á þarf að halda. fólkið í landinu á að hafa ráðin. Það hefir ekkert illt komið frá henni en það slæma kemur mest frá spilltum stjórnmálamönnum. Semsagt ekkert stjórnlagamálaþing. reynum að þroska okkur fyrst með því að nota núverandi stjórnarskrá.

Valdimar Samúelsson, 21.2.2011 kl. 09:46

7 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Nú er nóg komið af þessu röfli. Ég leggtil að Forseta og tveim til þremur LÖGLÆRÐUM fullþroska

einstaklingum verði falið að rita stjórnarskrá LýveldisisÍslands.

Það duga ekki til þess 25 röflarar og uppskafningar.

Leifur Þorsteinsson, 21.2.2011 kl. 12:04

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir með þér Leifur Forsetin er okkar maður.

Valdimar Samúelsson, 21.2.2011 kl. 12:43

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Forseti, sem heldur opinberlega opnum þeim möguleika að bjóða sig fram á næsta ári getur augljóslega ekki samið stjórnarskrána, til þess er hann of tengdur málinu.

Alþingi hefur hvað eftir annað  alþingismannanna.  reynt árangurslaust í 67 ár að semja stjórnarskrá en aldrei getað það vegna þess að þetta er of nákomið hagsmunum alþingismanna.

Einu sinni áður, 1851, hefur verið haldið stjórnlagaþing á Íslandi. Alþingi var kosið árið áður en samt var kosið sérstaklega til stjórnlagaþingsins, sem var kallað Þjóðfundur og voru stjórnlagaþingmenn á fimmta tug. 

Þá var landið vegalaust og fólk bjó í torfkofum með hungurvofuna við dyr. Ekki heyrðist þá né síðar að fénu til þessa þings hefði mátt verja í eitthvað þarfara eða að þingmenn hefðu átt að vera færri. 

Ómar Ragnarsson, 21.2.2011 kl. 23:09

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið orðabrengl vegna bilaðrar og slitinnar tölvu.

Ómar Ragnarsson, 21.2.2011 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband