21.2.2011 | 11:53
Verra en í L.A. 1968.
Í lok sjöunda áratugarins var svo komið í mörgum helstu stórborgum Bandaríkjanna að þar var varla líft stóran hluta ársins vegna gríðarlegrar útblástursmengunar, sem kölluð var "smog", það er blanda af reyk og þoku. Þetta var hins vegar ekki þoka í venjulegum skilningi, heldur nægði útblásturinn til þess að gera loftið mettað.
Það rann úr augunum þegar ég var þarna 1968 og maður var feginn að komast í burtu við brottför.
Kínverjar eru nú að fást við nákvæmlega það sama og Bandaríkjamenn 1968 nema að það er verra og á eftir að verða enn verra ef Kínverjar, sem eru fjórum sinnum fleiri en Bandaríkjamenn, ætla að halda áfram á sömu braut hinnar skefjalausu neysluhyggju, bruðls og trúar á hinn algóða hagvaxtarguð.
Í Kaliforníu tóku menn upp nýja siði í lok sjöunda áratugarins og hefur ríkið verið í fararbroddi hvað varðar mengunarvarnir síðan. Meira að segja er lykt innifalin í kröfunum, eins og sést best á því, að fyrir nokkrum árum mældist loft í Reykjavík ekki standast kröfur Kaliforníu um lyktarleysi 40 daga á ári vegna brennisteinsmengaðs lofts, sem berst til borgarinnar frá Hellisheiði og Nesjavöllum.
Hefur það ástand áreiðanlega versnað síðan.
Kaliforníubúar ganga hins vegar alveg eins mikið og aðrir á olíuforða jarðar með ofneyslu á orku, sem getur ekki haft aðrar afleiðingar en þær að flýta fyrir endalokum góðæris olíualdar og gera þau endalok mun sársaukafyllri og erfiðari en þörf er á.
Gríðarleg mengun í Peking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samála Ómar endalokin eru nærri og mun nærri en við gerum okkur grein fyrir.
(Ekki heimsendir!)
Sigurður Haraldsson, 21.2.2011 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.