Þarf samræmd lög um þjóðaratkvæði.

Ástæða þess að 26. grein stjórnarskrárinnar hefur fengið líf er sú, að allt frá 1944 til 2010 var aldrei haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla um neitt af þeim málum, þar sem greina mátti áhuga stórs hluta landsmanna, jafnvel meirihluta landsmanna, um mikilsverð mál.

Ef hér hefði verið samræmd löggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslur, skilyrði fyrir þeim og því hvaða mál væru tæk, hefði forsetinn hugsanlega ekki talið sig hafa ástæðu til að beita þessari grein. 

Til þess að tryggja sem best valdajafnvægi milli forseta, þings og ríkisstjórnar, mætti hugsa sér að í samræmdum lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur væru ákvæði um það hvernig þessi aðilar gætu, ef þeir teldu það nauðsynlegt, vísað málum hvers annars til þjóðarinnar. 

Í margítrekuðum tilraunum til þess að koma þessu lagaumhverfi á fót í þau 67 ár, sem liðin eru síðan Alþingi lýsti yfir þeim vilja sínum að stjórnarskráin yrði endurskoðuð, hefur aldrei tekist að fá fram samstöðu um að gera nauðsynlegar endurbætur í þessum efnum.

Hér er augljóslega verk að vinna fyrir stjórnlagaþing. Það gengur ekki að mínum dómi að eini möguleikinn til þess að mikilsverðum málum sé ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu sé sá í praxis, að  aðeins einn maður og enginn annar hafi það í hendi sér hvort valdið sé fært til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu og hafi þar að auki algerlega óbundnar hendur um það.

En meðan ekki hafa verið samræmd og brúkleg lög um þjóðaratkvæði hef ég verið fylgjandi því að 26. greinin hafi haldið þessum möguleika opnum, en jafnframt hef ég í áratugi verið þeirrar skoðunar að setja ætti samræmd lög um þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Vill breyta 26. greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Þorsteinsson

Nokkuð sammála þér Ómar, mér finnst annars að það ætti nú að íhuga það að lækka kostnað við kosningar hér með því að bjóða uppá að geta kosið rafrænt í gegnum t.d. heimabanka kerfið eða búa til sérstakt kerfi með svipuðum auðkennislyklum.

Menn geta skilað inn skattaskýrslum rafrænt hví ekki atkvæðum líka?

Páll Þorsteinsson, 22.2.2011 kl. 23:26

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Styrmir Gunnarsson hefur ítrekað bent á þetta en þá er bara spurningin hvað Hæstiréttur gerir ef þetta verður kært.

Ómar Ragnarsson, 23.2.2011 kl. 01:14

3 Smámynd: Sævar Einarsson

http://lol.is/?skoda=10762 hvað skyldi hafa breyst hjá Steingrími? :)

Sævar Einarsson, 23.2.2011 kl. 03:24

4 Smámynd: Páll Þorsteinsson

Takk fyrir að benda mér á Styrmi ég vissi ekki af honum fyrr en ég googlaði honum núna, en hann hefur margt sniðugt að segja að mínu mati.

Getur einhver einhverntímann sagt til um hvað hæstiréttur gerir ef eitthvað er kært ?  Og ef rafræn kosning yrði einhverntímann dæmd ógild þá væri allaveganna ódýrara og auðveldara að halda aðrar kosningar.

Ég get nú bara séð kosti við rafrænar kosningar, þetta gæti sparað okkur helling og virkt lýðræðið hressilega með því að leyfa þjóðinni að taka ákvarðanir á mikilvægum málum á ódýran, auðveldan og þægilegan máta.

Kveðja

Páll Þorsteinsson, 23.2.2011 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband