23.2.2011 | 18:37
Íslendingar búa örugglega best.
Fyrir rúmum áratug barst athyglisverð skýrla inn á borð Reykjavíkurborgar þar sem bornar voru saman 16 borgir á Norðurlöndum á margvíslegan hátt. Ekkert var fjallað um þessa skýrslu enda stemmdi sumt af því sem í henni stóð ekki við ýmislegt, sem haft hefur verið uppi í borgarmálum Reykjavíkur.
Til dæmis leiddi skýrslan í ljós að þær þessara borga, sem eru á stærð við Reykjavík eru álíka dreifbýlar og sumar jafnvel dreifbýlli. Það stangast á við þá fullyrðingu að Reykjavík sé margfalt dreifbýlli en gengur og gerist.
Sú lífseiga fullyrðing byggist á því að bera Reykjavík saman við milljónaborgir í Evrópu, helst stærstu höfuðborgirnar.
Ef taka á mið af þessari skýrslu sést að það er ekki séríslenskt vandamál að borgir séu dreifbýlar og erfitt að þétta byggð heldur er það alþjóðlegt viðfangsefni að hamla gegn því að byggð þenjist út.
Annað kom berlega í ljós í þessari skýrslu. Það var hve rýmra var að meðaltali um hvern borgarbúa í Reykjavík en í nokkurri hinna norrænu borganna. Rysjótt veðurfar á Íslandi, einkum svalt veðurfar á sumrin, á áreiðanlega sinn þátt í því hve íslenska heimilið er mikilvægt fyrir okkur, en þó eru sumar norrænu borgirnar jafn norðarlega og Reykjavík með jafndimmt skammdegi og kaldari vetrarmánuði.
Ég hef skoðað sérstaklega meirihluta þessara borga og þá hefur komið í ljós að almenningssamgöngum er yfirleitt heldur betur sinnt í þeim en gerist hér á höfuðborgarsvæðinu, líka í þeim borgum, sem eru dreifbýlli en Reykjavík.
Norrænu borgirnar sem ég skoðaði voru Álaborg, Óðinsvé, Kaupmannahöfn, Osló, Bergen, Þrándheimur, Tromsö, Málmey, Gautaborg, Stokkhólmur, Sundsvall, Umeaa, Skellefteaa, Luleo, Aabo og Helsinki.
Einn af hverjum sex í Evrópu býr þröngt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hefði haldið að það væri nóg pláss á Island alstaðar. Og við ættum að huga að því að við búum á eldfjalla eyju þar sem búast má við stórum jarðskjálftum, hvar og hvenær sem er. Þess vegna ættum við að banna byggingu húsa hærri en þrjár hæðir, og reina frekar að byggja lágreist hús og traust. Íslendingar búa jú mjög vel , en þeyr vinna líka lengstan vinnudag af norðurlanda þjóðunum og uppskera eftir því.!
Eyjólfur G Svavarsson, 23.2.2011 kl. 21:25
Nú vinna margir ekkert neitt og uppskera eftir því. Lífsmynstrið okkar hefur raskast talsvert.
Úrsúla Jünemann, 23.2.2011 kl. 21:36
Úrsúla það er rétt! En engu að síður finnst mér að við ættum ekki að byggja háhýsi hér á landi. Það var það sem ég átti við.En fólk almennt byggir ekki mikið í dag,það er ljóst!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 23.2.2011 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.