Enn harðsvíraðri en Hitler.

Ég nýbúinn að er skrifa bloggpistil um það, sem er líkt með Gaddafi og Hitler varðandi það, að báðir hafa talið sig vera ofurmenni, snillinga, þjóðhetjur í hæsta gæðaflokki og jafnvel rétthærri þjóð sinni.

Hitler olli dauða milljóna manna síðustu mánuði stríðs sem var löngu tapað og allir viðurkenndu í hjarta sínu nema hann. Rétt fyrir endalokin taldi hann alla hafa brugðist nema hann, og þjóðin ætti ekkert annað skilið en að farast í vítislogum. 

Gaddafi lýsir þeim löndum sínum, sem ekki vilja lengur þola glæpastjórn hans, sem eiturlyfjaneytendum og rottum sem þurfi að eyða miskunnarlaust. Hitler vildi líka gereyða Gyðingum og villimönnum Bolsévismans. 

Hitler var þó ekki eins harðsvíraður og Gaddafi að einu leyti. Hitler kvaddi unglinga úr Hitlersæskunni til herþjónustu síðustu mánuði styrjaldarinnar og uppskar fyrir það fyrirlitningu víða um lönd. 

Gaddafi veit að það sem réði úrslitum þegar hermenn í Moskvu óhlýðnuðust fyrirskipunum 1991, það sem réði úrslitum þegar hermenn, sem áttu að handtaka Napóleon óhlýðnuðust fyrirskipunum og það sem réði úrslitum í Túnis og Egyptalandi, var það að hermenn hikuðu við að hlýðnast valdboði, sem var í hrópandi mótsögn við sannfæringu þeirra sjálfra. 

En einkum réði úrslitum að hermennirnir hikuðu við að skjóta á og drepa samborgara sína að skipun yfirmanna, sem þeir fyrirlitu. 

Gaddafi er harðsvíraðri en Hitler að því leyti að hann setur undir þennan leka með því að ráða kaldrifjaða málaliiða frá fjarlægum löndum til þess að fremja voðaverkin gegn góðri umbun.

Ég spáði því í pistli mínum að Gaddafi myndi kjósa "píslarvættisdauða" og fremja þess vegna sjálfsmorð eins og Hitler. Nú segir maður, sem vel þekkir til í ranni harðstjórans,  að þetta verði líklegast.


mbl.is Gaddafi mun deyja eins og Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttaflutningur um Libýu í Vestur-Evrópu einkennist ekki af frelsishugsjónum fólksins þar, sem fórnar lífi sínu. Heldur um hækkandi verð á olíu, hættu á straumi flóttamanna til Evrópu eða um líðan eigin  landsmanna þar.

Eiginlega ömurlegt, dekadent.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 12:04

2 identicon

„Gaddafi veit að það sem réði úrslitum þegar hermenn í Moskvu óhlýðnuðust fyrirskipunum 1991, það sem réði úrslitum þegar hermenn, sem áttu að handtaka Napóleon óhlýðnuðust fyrirskipunum...“

Var Napóleon á ferð í Moskvu 1991?  Þyrfti ekki að orða þetta eitthvað skýrar?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 13:38

3 identicon

Ég held að flestir fatti þetta nú.

Annars veit ég ekki.....Hitler gerði nú meira en að beita börnum og unglingum við þessar kringumstæður, óhroðinn sem á undan var genginn var öngu skárri.

En líkt er með þeim, og sjálfsagt hefði Gaddi ekki verið neitt gæludýr ef hann hefði ráðið yfir herstyrk 3ja ríkisins. 

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband