Með besta stuðningsmannalagið.

Hvað gerir maður eins og ég, sem veit af reynslunni að gengi enskra knattspyrnuliða á toppnum er mjög valt? 

Í stað þess að finna það sem er bæði stopult og umdeilanlegt finnur hann eitthvað annað varðandi lið, sem varla verður um deilt. 

Mér finnst stuðnigsmannalag Liverpool besta stuðningsmannalagið. Ég á erfitt með að sjá að það geti breyst jafn mikið og gengi liðsins á vellinum. Þar að auki er þetta og verður um eilífð Bítlaborgin, - "Strawberry fields forever" og "Love! Love! Love!" 

Einhver vafi?  Nei.  Málið dautt.
mbl.is Liverpool vinsælla en Man Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki betur að Bítlarnir hafi verið stuðingsmenn Everton.

Og lagið i will never walk alone er sungið af stuðingsmönnum Celtic.

Arnar (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 20:38

2 identicon

Arnar, Bítlarnir fylgdust ekki eða afar lítið með fótbolta. Margar sögur eru á lofti um hvort liðið hver af þeim studdi og virðast flestar benda til að Paul og George hafi haldið með Everton en John og Ringo Liverpool. You'll never walk alone varð stuðningsmannalag Liverpool, fyrst allra liða, snemma á sjöunda áratugnum, áður en það varð lag fjölmargra liða, Celtic þar á meðal.

Vilhjálmur A (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 21:01

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tek fram að í Klapparhlíð 30 eru afkomendur mínir harðsnúnir stuðingsmenn Arsenals.

Þegar 38 ára gömlum Range Rover jöklabíl skolaði á fjörur mínar fyrir sjö árum voru Arsenal merki í bak og fyrir á honum. Ég hef fullan skilning á Arsenal-áhuganum og dirfist ekki að hrófla við þessum merkjum á bílnum og tek heilshugar þátt í "þjóðarsorg" í Klapparhlíðinni eða mikilli gleði eftir því hvernig Arsenal gengur. 

Ómar Ragnarsson, 24.2.2011 kl. 22:13

4 identicon

Það er eins og mig minni að þetta lag hafi verið spilað á Old Trafford eftir Munchen slysið. Þá höfðu Gangráðsdrengir ekki fært lagið inn á grammófón. Hins vegar var lagið um "The Busby Babes" ofan á hjá Manchester United og er það enn sungið í dag, reyndar einungis nokkrar línur. Það má því segja að Liverpool hafi hirt upp leifarnar.

Bragi Skaftason (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 22:39

5 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Svo mikið rétt hjá þér Ómar..maður fær alltaf gæsahúð þegar þessi fagri söngur er spilaður.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 24.2.2011 kl. 23:03

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Maður skyldi ætla að Bítlarnir hefðu haldið með Liverpool þar sem bandið er stofnað í borginni Liverpool + sð John Lennon, Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr fæddust og ólust upp í Liverpool, ég hef svo sem enga haldbæra vitneskju um það hvort þeir héldu með fótboltaliðinu Liverpool en væri ekki frekar erfitt að alast upp í borginni Liverpool og halda með t.d. Manchester?. Og lagið "You'll never walk alone" er upphaflega komið úr söngleik sem heitir "Carousel" og er frá árinu 1945 en árið 1963 sungu Gerry & the Pacemakers það inn á plötu og varð það svo að stuðningsmannalagi Liverpool.

Sævar Einarsson, 25.2.2011 kl. 07:38

7 identicon

,,Maður skyldi ætla að Bítlarnir hefðu haldið með Liverpool þar sem bandið er stofnaðí Borgini Liverpool"? Hvað ef bæjarhluta- eða hverfisliðið þeirra var Everton?Annars finnst mér lag Status Quo

http://www.youtube.com/watch?v=GWLLMrQLEXE

vera það besta sem Manchester Unitwed hefur gert.

Bárður (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband