Fá ráðgjöf frá Íslandi?

Þegar hætta steðjar að einni bandalagsþjóð NATÓ er það skoðað sem aðför að þeim öllum.

Við Íslendingar höfum því skyldum að gegna gagnvart bandalagsþjóð okkar við að veita þeim ráðgjöf og aðstoð í baráttunni við að rétta rekstrarhalla ríkissjóðs af.

Reynslan frá 2002 varðandi einkavæðinguna sem þá var framkvæmd hér, ætti því að geta reynst dýrmæt fyrir Grikki sem telja einkavæðingu það eina sem geti bjargað þeim.

Skiptir ekki höfuðmáli í því sambandi í hvora áttina sú reynsla á að beinast.

Annars vegar geta Grikkir fengið góðar leiðbeiningar um það hvernig hægt sé að skipta fyrirtækjunum á milli stjórnmálaflokkanna í pólitískri einkavinavæðingu og gætum við sent Grikkjum Finn Ingólfsson, Halldór Ásgrímsson, Davíð og Valgerði Sverrisdóttur til þess að kenna þeim trixin.

Hins vegar er líka möguleiki á því að Grikkir myndu þiggja ráðgjöf um það hvernig ætti að komast hjá því að einkavæðingin færi eins og hér á Íslandi en þá vandast nú sennilega málið varðandi það hverja ætti að senda þeim tið ráðgjafar ef þeir bæðu um það.

Ætli það yrði ekki að lýsa eftir tillögum í því efni.


mbl.is Vill þjóðarsátt um einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já, við getum kennt mörgum þjóðum hvernig á EKKI að gera, það er ekki spurning. Og við eigum marga "sérfræðinga" í þeim málum.

Úrsúla Jünemann, 14.3.2011 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband