17.3.2011 | 23:46
Minnir á Frakkann sem hvarf.
Frakki einn kom hingað til lands fyrir um tuttugu árum að vetrarlagi og vildi ganga yfir Vatnajökul.
Hann hafði að baki ýmsar frægðarfarir í Alpafjöllum og víðar ef ég man rétt.
Hann týndist og fannst nær dauða en lífi við jökulröndina innst í Hornafirði eftir að hafa farið hræðilega hrakför í vitlausu veðri yfir jökulinn.
Hann kvaðst vera orðlaus yfir Vatnajökli og það sem hann hefði boðið upp á og sagði að tvennt hefði komið sér á óvart: "Vindurinn og snjórinn."
Þetta var mikil speki í raun, því að hann hafði aldrei áður kynnst því hvernig þetta tvennt fer saman á landi sem kennt er við ís og er staðsett í mesta vindarassgati heims á þessum tíma árs.
Snjórinn var svo fínn og vindurinn svo mikill að snjórinn smaug inn um allt í tjaldinu hans og fyllti það.
Frakkinn varð svo upprifinn yfir hinu ótrúlega afreki sínu að næst ætlaði hann að ganga einn síns liðs til norðurpólsins. Gekk hann af stað og hefur ekki sést síðan.
Nú er kominn annar maður til landsins sem er næstum eins orðlaus yfir Vatnajökli og Frakkinn sálugi.
Hann á að baki afrek í Afríku og ætlar að færa þau hingað norður eins og ekkert sé.
Ég ætla bara að vona að betur fari fyrir honum en Frakkanum hér um árið og að viðtal við hann eftir á verði ekki svona: "Þrennt kom mér á óvart: Vindurinn, snjórinn og sjórinn."
Hann á það þegar sameiginlegt með Frakkanum að hafa orðið orðlaus yfir Vatnajökli.
Orðlaus yfir Vatnajökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi afreks kajakræðari er að takast á við erfiðusta siglingasvæði í heimi. Það er verðugt verkefni að sumarlagi. Margir hafa reynt en mjög fáir hafa fagnað sigri. Einn Íslendingur hefur unnið þessa þrekraun. Gísli H. Friðgeirsson réri umhverfis Ísland sumarið 2009 -alls 2020 km róður. Gísli var þá 66 ára gamall. Hann var einn síns liðs og tók afrekið um 2 mánuði. Mikið þrekvirki. Nú ætlar þessi kajakræðari að róa þessa leið á síðvetrartíma. Erfiðast hluti leiðarinnar er einmitt suðurströndin sunnan undan Vatnajökli- með söndunum miklu. Við höfum fylgst með því vetur hvernig sandur og hafsjór hefur leikið Vestmanneyjinga og Landeyjarhöfn. Við fylgjumst með ferð þessa kajakræðara en ferð hans hefst á Húsavík . Gangi honum vel.
Sævar Helgason, 18.3.2011 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.