Þurfti ekki bílljós.

Ég var að koma ofan úr Borgarfirði seint í kvöld og man ekki eftir jafn björtu veðri um hánótt.

Jörð er alhvít og heiðskír himinn og það munaði lítið um það að slökkva á bílljósunum því að auðvelt var að sjá veginn og landið, jafn auðvelt og í dimmu dumbungsveðri að degi til. 

Sjón mín er viðkvæm fyrir mikilli birtu en afar næm í myrkri og ég er ekki í neinum vafa um að ég hefði getað látið augu mín venjast þessum birtuskilyrðum með því að slökkva öll ljós á bílnum nógu lengi, að ég hefði getað ekið eins og um hábjartan dag. 

Svona nætur að vetrarlagi eru forréttindi að eiga og njóta. 


mbl.is Ofurmáni veður í skýjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í kvöld var svokallaður "Ofurmáni", en 19 ár eru síðan tunglið hefur verið jafn nálægt jörðu og þetta laugardagskvöld.

Hér á Reyðarfirði var hiti um 9 gráður á celsíus, kl. 13 í dag og engu líkara en vor væri í lofti og manni varð hugsað til lóunnar, sem gæti verið farin að sjást innan tveggja vikna.

Um kl. 18 var hiti kominn niður fyrir frostmark og frá ca. kl. 21, til miðnættis; "Ofursnjóaði"í logni og frost var orðið -4c.

Léttur púðursnjór lá yfir öllu og það var gaman að aka um götur í nótt, fram og til baka, götur sem voru jafnfallnar, ósnertum og ótrúlega hvítum, léttum snjó, ...og sjá förin eftir sig, á að giska 40 cm. djúp.

Snjókoman minnkaði hratt eftir miðnætti og um tvö leytið var hún að mestu hætt og frostið komið niður í -6 gráður. Sem betur fer var nánast logn, allt kvöldið og nóttina.

Ekki létti þó skýjahulunni svo sæist til tungls, en hún þynntist nægilega til þess, að merkilega bjart var, miðað við síðvetrarnótt þann 19. mars.

Æskuvinur minn, sem lést fyrir aldur fram aðeins 34 ára gamall, átti afmæli þennan dag.

En þetta var mikil sveifla í veðurfari.... já og eiginlega í lundarfari fólks í leiðinni,... á þessum rúmlega hálfa sólarhring. E.t.v. átti "Ofurmáninn" einhvern þátt í sveiflunni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.3.2011 kl. 05:09

2 identicon

Fallegur og vel skrifaður pistill Gunnar Th. En gleymdu því ekki að "léttur snjór" heitir mjöll á okkar gullfallega móðurmáli.

Lausa mjöll á skógi skefur,

skyggnist tunglið yfir hlíð;

eru á ferli úlfur og refur,

örn í furu töppir sefur;

nístir kuldi um nætur tíð.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband