Hið óútreiknanlega Ísland.

Þegar sú hugmynd kom upp í haust að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í sparnaðarskyni byggðist það á því að komið höfðu vetur nú síðustu hlýju árin, þegar fáir dagar buðust þar til iðkana.

Sparnaðurinn af því að loka svæðunum hefði þó varla orðið þjóðhagslegur, því að ef Bláfjöll hefðu verið lokuð í vetur, hefði fólk reynt að leita annað, til dæmis til Akureyrar, og heildarútgjöld þjóðfélagsins því orðið meiri en ella. 

Skíðaíþróttin er einstaklega holl og fjölskylduvæn íþrótt, um það get ég vitnað af eigin reynslu þótt ég sé einhver lélegasti skíðamaður landsins og hafi ekki getað sinnt skíðunum síðustu árin. 

En Ísland er óútreiknanlegt á alla lund, ekki aðeins eldfjöllin heldur ekki síður veðráttan. 

Þessi vetur virðist ætla að verða einhver hinn besti hér syðra hvað skíðiðkun snertir, sem komið hefur lengi. Sem betur fór var Bláfjöllum ekki lokað úr því að lukkan snerist skíðafólki í vil. 


mbl.is Draumaaðstæður á skíðasvæðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband