20.3.2011 | 20:10
Allt saman misskilningur.
Muamar Gaddafi er ekki einvaldur í Líbíu heldur einstaklingur, sem allir landsmenn hafa tekið sig saman um að elska.
Munurinn á honum og valdamönnum í öðrum löndum er sá að hans eigin sögn, að það er hægt að krefjast þess að þeir afsali sér valdastöðum sínum, en af því að Gaddafi gegnir engri valdastöðu, er ekki hægt að láta hann afsala sér neinni stöðu.
Aðgerðir bandamanna beinast að röngum aðila því að fólkið, sem veifað hefur fánum í Benghazi, eru útsendarar Osama Bin Laden og hreinir hryðjuverkamenn.
Það var auðvitað misskilningur að halda að eitthvað skorti upp á að vopnahléð, sem Gaddafi lýsti yfir, heldur réðust bandamenn á frelsissveitir, sem ætluðu að frelsa Benghazi úr klóm hryðjuverkamanna.
Firring Gaddafis virðist síst minnka heldur þvert á móti aukast. Heimsmynd hans og sýn hans á hann sjálfan og ástandið í heimalandi hans er hin eina rétta og allt annað er misskilningur.
Árásir byggðar á misskilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.