Rubicon Atla og Lilju.

"Teningunum er kastað" mun Sesar hafa sagt þegar hann ákvað að halda með her sinn suður fyrir afmarkað valdsvæði sitt og stefna á Rómaborg.

Hann vissi að þótt þessi för hans yfir fljótið sýndist ekki mikill viðburður yrði ekki aftur snúið í komandi allsherjar uppgjöri hans við Pompeius og að yfirreiðin drægi langan dilk á eftir sér. 

Svo er að sjá sem svipað gildi um þau Atla Gíslason og Lilju Mósesdóttur. Úrsögnin úr þingflokknum sýnist hafa sett af stað atburðarás, sem gæti dregið talsverðan dilk á eftir sér. 

Hvort þau Atli og Lilja stefna á Rómaborg íslenskra valda þótt síðar verði, er hins vegar spurning, sem ekki er hægt að svara nú. 

 


mbl.is Rekin úr nefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband