Mest að þakka betri bílum.

Gróðærisbólan fyrir Hrunið var ekki alvond. Hún skilaði til dæmis miklu af nýjum bílum í umferðina, bílum sem voru mun öruggari en áður var.

Gott dæmi um aukið öryggi er hægt að sjá á YouTube þar sem sýndur er árekstur tveggja bíla af gerðinni Chevrolet. "YouTube. Crash test. 1959 Chevrolet Bel Air vs. 2009 Chevrolet Malibu".  

Annar nýr og miklu minni bíll en hinn gamli, sem er sannkallður dreki. 

Er skemmst frá því að nýi bílinn fer alla leið inn í miðjan þann gamla og hefði vafalaust steindrepið bílstjóra hans án þess að séð hefði að ráði á bílstjóra nýja bílsins.  

Þessi gríðarlega framför varðandi öryggi bíla er vafalaust aðalástæðan fyrir færri banaslysum en fyrr og raunar gæti árangurinn verið enn betri ef fólk notaði mikilvægasta öryggisbúnaðinn, bílbeltin. 

Eftir sem áður farast að meðaltali fimm í bílslysum árlega hér á landi vegna þess að bílbelti voru ekki notuð og vanræksla á notkun þeirra veldur tugum alvarlegra slysa, sem annars hefði verið hægt að komast hjá. 

Árið 1968 var dæmi um það hvað mikið forvarnarstarf og fræðsla getur skilað miklum árangri. 

Það ár var skipt úr vinstri umferð í hægri umferð með tilheyrandi miklu átaki í umferðarmálum. 

Óhætt er að fullyrða að aldrei í sögu bílsins á Íslandi hafi ökumenn hugsað jafn mikið um akstur sinn verið vakandi við hann en árið 1968. 


mbl.is Hvergi færri dauðaslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://www.youtube.com/watch?v=3uOYKP-SYeE

Óskar Þorkelsson, 22.3.2011 kl. 10:14

2 Smámynd: Morten Lange

Þetta sem kemur fram í fréttinni gæti þá líka verið öruggari (fyrir notendum bílana) að þakka :

"Hins vegar hefur alvarlegum slysum og alvarlega slösuðum fjölgað mjög og var þróunin í þeim efnum 2010 með því versta sem verið hefur í langan tíma.( ...) Algengasta tegund alvarlegra slysa og banaslysa er „ekið á fótgangandi“ og hefur þessi tegund slysa aldrei fyrr verið algengasta tegundin. Fjöldi alvarlega slasaðra hjólreiðamanna rúmlega tvöfaldast milli áranna 2009 og 2010 en sá fjöldi fór úr 10 í 21. Samtals voru alvarleg slys þar sem ekið var á gangandi eða hjólandi einstakling 49 talsins,“ segir í bréfinu."

Þetta hafa margir sem pæla í umferðaröryggi og láta velferð mjúkra og heilbrigðra samgangna sér varða, bent á. Þegar bílar verða öruggari, og þeir eru massívt markaðssettir þannig, þá síast þetta inn í undirmeðvitund bílstjóra. Yfir heildina þá er tekið  aðeins meiri áhætta. Kallast risk compensation á ensku og hefur verið rannsakað og flestir fræðimenn vilja meina að rannsóknir benda til þess að þetta sé staðreynd.

Morten Lange, 22.3.2011 kl. 10:31

3 Smámynd: Morten Lange

gæti verið öruggari bílum ... að þakka..  

Morten Lange, 22.3.2011 kl. 10:31

4 Smámynd: Morten Lange

En hér er önnur tilgáta sem gæti skýrt (að hluta )  fækkun dauðaslysa  _og_ færsla úr flokki dauðaslysa yfir í alvarlegum meiðslum : Árangur lækna og heilbrigðisstarfsfólks, við að halda fólki á lífi eftir árekstrum og öðrum slysum.

Morten Lange, 22.3.2011 kl. 10:35

5 identicon

Þessi frétt er tvíbennt:

Annarsvegar þær góðu fréttir að færri hafi farist í umferðinni.

Hinsvegar stóraukin fjöldi alvarlega slasaðra.

Tenging þessa tveggja þátta er augljós; betri bílar komu ekki í veg fyrir óhöppin, en forðuðu mörgum ökumönnum frá bana, -en þeir hlutu í staðin mis alvarleg örkuml.

Hér er sáralítill áróður gagnvart umfangsmesta og hættulegasta ofsaakstrinum. Þar er ég að tala um þá fjölmörgu sem aka á 90 Km hraða á þjóðveginum við afleitar akstursaðstæður. Hér er ég að tala um hálku, skert skyggni, sviptivinda ofl.

Það þykir ekki tiltökumál að aka á 90 við áðurtaldar aðstæður en bílstjóri sem álpast til að aka á 130 á góðum bíl og góðum vegi, við bestu aðstæður; -hann er glæpamaður.

Skuggahliðin af umræðunni um 90 km hámarkshraðann er að margir fylgja þessum hraða, hvað sem tautar og raular.

Stormur (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband