"Ég er hér enn!" hrópaði Hitler í byrginu.

Síðustu mánuði og vikur seinni heimsstyrjaldarinnar stjórnaði Adolf Hitler ímynduðum herjum að stórum hluta úr byrgi sínu í Berlín.

Þegar hann og Göbbels fréttu af dauða Roosevelts forseta 12. apríl 1945 hrópaði Göbbels: "Þetta eru straumhvörf styrjaldarinnar!" 

Síðan hélt Hitler áfram að stjórna fundum með þeim sem voru með honum í byrginu og þegar Göring vildi reyna að ná friði við vesturveldin setti Hitler hann af og hélt áfram að stjórna til síðasta dags rúmum tveimur vikum síðar. 

Enginn þarf að efast um að í kringum Gaddafi séu ákafir stuðningsmenn og jábræður sem hjálpa honum til að viðhalda firringu sinni.

Slíkir fylgismenn villmannlegra harðstjóra eru uppi á öllum tímum og enn þann dag í dag finnast hópar manna sem dýrka Hitler, dást að afrekum hans og fegra gerðir hans á alla lund.

"Ég er hér enn!" hrópar Gaddafi hróðugur yfir því að hafa haldið völdum með því að ryðja burtu fólki sem ekki er þarna enn. Þetta er "gegt" eins og krakkarnir segja í skilaboðunum.  


mbl.is „Ég er hér enn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,

Ég veit ekki alveg hvert þú ert að fara með þessi skrif þín! En það er ljóst miðað við þau að þú sérð ástandið í heiminum í gegnum áróðursmaskínur stór-fjölmiðla-steypunnar!! Þar sem þú og fleiri sækið allar upplýsingar frá þeim sömu sem viðhalda heimsveldisstefnu NWO. (Ættir kannski að googla NWO Ómar)

Þetta hefur ekkert að gera með að bjarga almenningi í Líbíu! Sama er að það var ekkert verið að bjarga almenningi í Írak eða Afganistan..

Ég gæti skrifað í alla nótt til að reyna fá þig til að sjá hlutina í öðru ljósi en ég nokkuð viss um að mér mun ekki takast það.. En fólk verður að opna augun fyrir því sem er að gerast í heiminum.

Hérna eru nokkrir linkar sem ég valdi að handahófi fyrir þig til að sjá. Vonandi gefur þú þér tíma til þess.

http://www.youtube.com/watch?v=MZZ2FpucESU&feature=player_embedded#at=23

Trausti (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 00:19

2 identicon

Vantaði í þetta,

http://www.youtube.com/watch?v=eUZ7e90Fo80&feature=player_embedded#at=60

http://www.youtube.com/watch?v=R1IK-Q9quqk&feature=player_embedded#at=29

Smá viðtal við hana Hillary Clinton þar sem segir að US sé að tapa áróðursstríðinu.

http://www.youtube.com/watch?v=L6sYB5d1Bu4&feature=player_embedded 

Talandi um Hitler Ómar þá veistu hvar Palestína er og í hvaða stöðu fólkið á Gaza er í. Spurning hvort gyðingarnir hafa lært eitthvað af WWII.

http://www.youtube.com/watch?v=249JaIaubVw&feature=related

Veit ekki hvort þú hefur horft eitthvað á RT stöðina en þegar 3.milljónir manna heimsækja CNN á Youtube á degi hverjum þá hefur RT stöðin 300 milljónir heimsókna!! Fólk sem horfir eingöngu á Sky - CNN - Fox - Reuters og fleiri eru ekki að fá hlutlausa frétt heldur eingöngu það sem ritskoðað ofaní okkur. Ef þú heldur að ég sé orðin ruglaður skaltu kynna þér eignarhaldið á þessum fréttamiðlum. Legg til að þú slekkur á sjónvarpinu í nokkra daga og náðu í fréttirnar af netinu, youtube og Twitter. Free your mind Ómar!!

Trausti (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 00:31

3 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Vá..... ég las skrif Ómars og sá í raun bara samlíkingu á orðum Gaddafis og þeirra orða sem Hitler sagði síðustu daga WWII.  Trausti skrifar svo nánast heila bók um það að opna hugann og að fréttastöðvar heimsins séu gegn súrar af spillingu og samsæri (sem reyndar sumar þeirra örugglega eru).

Free your stress Trausti!

Garðar Valur Hallfreðsson, 23.3.2011 kl. 08:28

4 identicon

Að sjálfsögðu sér Trausti þessi í gegnum áróðursvél umheimsins gegn sakleysingjanum Gaddafi, hver líður nú sem fórnarlamb alþjóðasamsæris um að komast í olíudropann hjá honum, og það í gegn um upplogna mótmælendur studda af CIA.

Og aumingja kallinn, hann getur ekkert að því gert að ástkærir borgarar flykkjast um hann eins og kindur að jötu, og setja þar með sjálfa sig í hættu, þar sem þúsund kílóa bomba er jú alltaf þúsund kíló, hversu nákvæmt henni er beint.

Hann er líka sigurviss. Talar um lokasigur, og upprisu araba gegn kúgurum sínum.

Enda langsveltur og blankur kallinn,,,alla vega eftir að hinir illu heiðingjar fóru að frysta hinn margdreifða ríksissjóð á hans kennitölu.

Í alvöru Trausti, myndir þúvilja Gadda sem einvald yfir okkur hérna? Held ekki...

Og að fara að klína þessu út í seinna stríð og pípa yfir Palestínu, sem tengist ekki borgarastríði í Líbýu á neinn hátt.....sjoppulegt vægast sagt.

Ég skal gefa þér sögulegar staðreyndir sem þú getur svo reynt að skoða á Youtube. Þú getur reyndar fengið ALLAR niðurstöður á Youtube.

- Hernaðarveldi Vesturlanda væri ekki í neinum vandræðum með að  rúlla upp stjórnarher Líbýu með landhernaði. Vesturveldin hafa reyndar rúllað yfir Líbýu áður, þótt vel væri varin.

- Ísraelar eða Vesturveldin væru ekki í neinum vandræðum (burðargetulega séð) með að flytja alla Palestínumenn út í hafsauga. Fjöldi þeirra í dag er um helmingur á við fjölda þeirra gyðinga sem "hurfu" í seinna stríði. Helmingurinn af þessum fjölda er reyndar á vesturbakkanum.

- Einræðisherrar sem kúga og stinga undan fé eru ekkert nýdæmi í sögunni. Enginn þeirra trónir þó yfir vesturveldi. Ekki lengur.

-  Ekki hefur ætíð farið illa fyrir þjóðum þar sem bandamenn komu við sögu, annað hvort með heilu stríði eða íhlutun. Þýskaland, Ítalía, Japan lutu í lægra haldi sem "ljótikallinn" en stóðu upp betri á eftir. (Mannfall þeirra var meir að segja mun minna en þeir sem að þeir slátruðu, og þar er ekki með talið mannfall í hernaði). S-Kórea átti sína tilvist til fyrir tilstilli USA, - hvort vildirðu búa þar eða Norðan megin? Víetnam var yfirgefið, enda er þar botnlaus hamingja í dag, eða hvað? Og svo má lengi telja.

Skoðið svo þessa mynd. (vona að það virki). Verið að sauma gallann

http://www.historyplace.com/worldwar2/hitleryouth/hj-soldiers-bdm.jpg

En ætli Gaddi skaffi ekki frekar bara baðsloppa...

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 12:12

5 identicon

@ Jón Logi."Einræðisherrar sem kúga og stinga undan fé eru ekkert nýdæmi í sögunni. Enginn þeirra trónir þó yfir vesturveldi. Ekki lengur."

Það er nú bara útaf því að þeir hafa þróast og nota nýstárlegar aðferðir við að kúga og stinga undan.

Allt í einu dó bara út stétt siðlausra einræðisherra og einsetumanna,eða hvað ?

Hvað heldurðu að hafi t.d. gerst á Íslandi síðustu ca. 10  ár?

Kerfishrun eða bankahrun lítur miklu betur út á blaði en bankarán,því að með þeim orðum er ekki verið að benda á neinn geranda.Þar fóru óandlitsvarðir ræningjar fjórflokksins,fremstir í flokki annara siðleysingja,ránshendi um eigur þjóðarinnar og meira til.

Styrkir til stjórnmálaflokka hljómar líka betur en mútuþægni 4flokksins.

Og í staðinn fyrir að rakka niður Trausta ættuð þið kannski að kynna ykkur aðeins það sem hann er að benda á.Mikið af því sem ég hef séð og lesið um NWO er mun líklegra en flest það sem CNN,RÚV og Fréttablaðið bera okkur á borð. Til dæmis tala þessir miðlar enn eins og vefjahattaklæddir sandnegrar hafi flogið á tvíburaturnana þegar ekkert bendir til þess annað en orð ríkisstjórnar USA og annara landa hliðhollra.

Það er leiðinda ávani að flokka allt sem vitleysu sem er í mótsögn við það sem meginstraumsfréttastofur básúna,og kannski sönnun fyrir því að heilaþvottur hafi heppnast fullkomlega.

En eitt máttu eiga Jón Logi ,myndin er góð,en ertu viss um að hún sé ekki tekin á þýsku- og saumanámskeiði ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar?

Finnur Júlíusson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 20:17

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef Trausti hefur lesið það sem ég hef bloggað um málefni Palestínumanna, um stríðið í Írak og Afganistan og um hina raunverulegu olíuhagsmuni, sem ráða mestu í heiminum, sér hann að kannski að hann ætlar mér aðra heimssýn en ég hef

Ómar Ragnarsson, 23.3.2011 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband