Ég er sloppinn, - í bili.

Mér varð það á um daginn að blogga um það að fréttamenn megi ekki segja að milljarðarnir hverfi, þótt Björgólfur Thor hafi sagt það sjálfur í myndinni "Guð blessi Ísland."

Mér varð það líka á að kalla Pálma Haraldsson Pálma í Fons, en Svavar Halldórsson var kærður fyrir að gefa í skyn að þetta væri samgróið fyrirbæri. 

Nú hefur Svavar verið sýknaður, en Hæstiréttur á eftir að fjalla um málið og rétt eins og nú um daginn, varðandi Stjórnlagaþingkosningarnar,  er ég viðbúinn úrskurði á báða vegu, þótt mér finnist sjálfum sektardómur ekki standast fremur en ógilding kosninganna í janúar. 

Ég á það sameiginlegt með Svavari að fyrir 12 árum var þess krafist að ég yrði rekinn frá Sjónvarpinu og sömuleiðis fréttastjóri minn og útvarpsstjóri. Fór fram ítarleg rannsókn á kæruefninu. 

Ákæruatriðið á hendur mér var öllu alvarlegra en á hendur Svavari, því að verði María Sigrún Hilmarsdóttir og útvarpsstjórinn dæmd núna, er þar aðeins um að ræða sektardóm en ekki missi atvinnunnar eins og krafist var á sínum tíma á hendur mér og yfirmönnum mínum. 

Rannsóknin 1999 leiddi til sýknu og nú er að sjá hvort hið sama gerist aftur við endanleg lok þessa máls. 

Það ætla ég bara rétt að vona. 


mbl.is Pálmi tapaði meiðyrðamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband