Má gjarna vera "flaggaður inn".

Seinkun útfarar Elísabetar Taylor minnir mig á það að ég hef minnst á það í samtölum að ég hefði ekkert á móti því þegar mín stund kemur, að félagar úr Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur og Flugmálafélagi Íslands sjái um það að ég verði flaggaður" af stað á eftir niðurtalingu: 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1, þegar líkbíllinn leggur af stað frá kirkjunni, og "flaggaður inn" þegar bíllinn kemur að staðnum þar sem hann staðnæmist við kirkjugarðinn.

Bílamenn og flugmenn mættu sjá um þetta saman, því að einn af bikurunum í safni mínu er svonefndur Shellbikar, sem ég fékk eftir flugkeppni 1970. 

Ég hef þegar samið lag og texta undir heitinu "Síðasta bílferðin", sem flytja má við þetta tækifæri og hefur einu sinni verið flutt við jarðarför. 

Ef líkbíllinn fer áleiðis í Fossvogskirkjugarð hefði ég ekkert á móti því að honum yrði ekið sérleiðina, sem er í Öskjuhlíð, en hins vegar krækt niður á Gufunesveg á sérleið, sem þar var, á leiðinni upp í Grafarvogskirkjugarð, verði legstaðurinn þar. 

Leiðin liggur þar að auki undir aðflugsleiðinni að austur-vestur-brautinni á flugvellinum og kannski einhver sem myndi vilja taka að sér að taka á loft í austur yfir Hlíðarfótinn, ef skilyrði leyfa. 

Lífið heldur áfram eftir að maður kveður og það má gjarnan lífga aðeins upp á það fyrir eftirlifendur þetta tækifæri. 


mbl.is Vildi koma of seint í eigin jarðarför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

"Stjórnlagaráðsfulltrúi mælir fyrir um eigin jarðarför."

Þetta hljómar ekki vel Ómar. Ég sem hélt að þú værir í fullu fjöri, eins og gamalt vín; batnaðir bara með árunum.  

Sigurbjörn Sveinsson, 25.3.2011 kl. 20:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allir þeir, sem hafa lært flug, vita að það verður alltaf að hafa plan B tilbúið, og að eitt af því sem allir verða að gera í fluginu er að "undirbúa brottför."

Ég uppgötvaði nú fyrst á áttræðisaldrinum sannindi sem felast í eftirfarandi spakmæli: Því lengur sem maður lifir, því meiri líkur eru á því að maður drepist." 

Við eigum öll fæðingardag, lífdaga og dánardægur og því fleiri sem lífdagarnir verða, þeim mun meiri líkur eru á því að einhver þeirra verði líka dánardægur.

Ómar Ragnarsson, 25.3.2011 kl. 21:08

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

hugsar um að misnota kannski tækifærið og taka framúr kallinum

Birgir Þór Bragason, 25.3.2011 kl. 21:21

4 identicon

Æi láttu ekki svona Ómar. Þú mátt ekkert vera að því að geispa golunni.

Minnir mig á Þórð í skógum. Hann sagði mér að hann ætti alla vega 100 ára vinnu eftir í sínum heimildaöflunum og skráningargrúski. Þetta er eins hjá ykkur :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 08:14

5 identicon

Kæri Ómar.

Ég er einn þeirra sem hefur heyrt af þessari ósk þinni og vil að þú vitir að hún verður uppfyllt þegar sá tími kemur.  Þessi sérleið verður sett upp og ekin með merkjum, klukkum og flöggum, framkvæmd af þeim sem hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa stundað rally með þér í bernsku þeirrar íþróttar á Íslandi.

Það var mér mikill heiður að fá að fara með þér í fyrstu keppnisferð íslenskrar áhafnar í rally í Svíþjóð fyrir margt löngu.  Í þeirri ferð kynntist ég hvaða gull af manni þú hefur að geyma sem persóna, svo ekki sé minnst á alla textana, stiklurnar, lífsspekina og gleðina sem þú hefur gefið okkur samferðamönnum þínum.

Allt hefur sinn tíma, eins og þú nefnir réttilega.  Rally snýst um tíma og þinn tími mun koma eins og okkar allra.  Ég vona bara að það sé langt í að við í BÍKR þurfum að setja þessa sérleið upp, en það verður gert í samvinnu við Flugmálafélag Íslands.

Ólafur Guðmundsson.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 10:04

6 identicon

Það verður þá líka að vera Fly-by ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband