"Lengi tekur sjórinn við..."

Ofangreint orðtak hefur verið landlægur hugsunarháttur hér á landi og má líka bæta við: "Lengi tekur loftið við."

Við Íslendingar höfum unað glaðir við þá hugsun að sjór og loft séu í þvílíku magni hér úti á hala veraldar að sjálfgefið sé að hvergi í veröldinni sé hvort tveggja eins hreint. 

Nú geta menn unað glaðir við það sem sérfræðingar segja, að jafnvel þótt haldið verði áfram að dæla lúti í sjóinn við Krossanes munu áhrifin verða lítil til lengs tíma litið.

Það er gerólíkt þeim umhverfisáhrifum sem ýmsar framkvæmdir hafa haft í anda Rauðhólastefnunnar, sem ég kalla svo, en hún kemur vel fram í eyðingu Rauðhólanna við Reykjavík, ýmissa gíga og gígaraða á Reykjanesskaga að ekki sé minnst á það að fylla hinn 25 kílómetra langa Hjalladal upp af leir og drullu. 

Í bloggi mínu á undan þess hef ég nefnt nokkur dæmi um þann hugsunarhátt að lengi taki sjór og loft við því á Íslandi sem við dælum út í umhverfið. 

Sumir telja að útblástur hér á landi geti varla verið alvarlegt mál vegna þess hvað við erum fá og landið stórt úti í gríðarstóru hafsvæði. 

Þessi hugsun er alröng. Bíll sem blæs menguðu lofti út í andrúmsloftið á Íslandi hefur nákvæmlega sömu áhrif á lofthjúp jarðar og sams konar bíll í London hefur. Lofthjúpur jarðar er nefnilega sameiginlegur fyrir alla jarðarbúa og hafið umlykur jörðina líka. 


mbl.is Ekki þrávirk efni í menguninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Lengi tekur sjórinn við", segirðu að lengi hafi verið landlægur hugsunarháttur á Íslandi.

Ef þú hefur fylgst með þróun mála á þessu sviði, þá myndirðu tala um þetta í þátíð. A.m.k. 20 ár eru síðan hugsunarhátturinn á Íslandi gjörbreyttist hvað þetta varðaði, þó auðvitað megi finna skussa á þessu sviði sem öðrum.

En landlægur er þessi hugsunarháttur alls ekki, hvorki til sjós né lands.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2011 kl. 14:38

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gunnar, þessi hugsunarháttur er því miður ennþá mjög algengur hér á landi. Við erum duglegir við að fetta fingur út í aðrar þjóðir en sjáum ekki okkur eigin umhverfis- sóðaskap. Allir hinir eiga að haga sér umhverfisvænt, bara ekki ég sjálfur.En umræðurnar um þessi mál fara að aukast og er það gott.

Úrsúla Jünemann, 25.3.2011 kl. 16:38

3 identicon

Þetta er auðvitað hárrétt hjá Úrsúlu. Da hast völlig recht

Og lengi tekur Gunnar Th. við. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 17:07

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vil minna Gunnar á það að ég sé ekki að neitt hafa breyst varðandi það að skipstjórar á stórum skipum telji sig njóta mikils happs að geta skolað hverju sem er í hafið hér við land án þess að neitt sé athugavert við það, - en þetta sé eini staðurinn í heiminum sem þeir þekki þar sem þetta sé óhætt án þess að hljóta jafnvel fangelsisvist og missi skipstjórnarréttinda, sem þeir verði að þola í öðrum löndum.

Nú rétt áðan var frá því greint í fréttum að ekki hefði þótt ástæða í aflþynnuverksmiðjunni til að tilkynna stjórn fyrirtækisins um dælingu eiturefna í sjóinn, af því að þetta hefði verið svo "lítilfjörlegt". 

Í  umfjöllun í fyrr í dag var hins vegar upplýst að magnið hefði verið þúsund sinnum meira en leyfilegt var, en auðvitað var það "lítilfjörlegt." 

Ómar Ragnarsson, 25.3.2011 kl. 18:43

5 identicon

Ómar.Það var um það leiti (muni ég rétt) sem hægri umferðin var tekin upp hér á landi sem  menn voru hvattir til að ganga vel um umhverfið og myntir á það með orðunum ,,Hugsið áður en þið hendið" Ég held að holt væri að taka þetta orðtak upp aftur og nota það áður en menn fleiga frá sér hvort sem það eru hlutir eða orð. Þetta var orðið alltof mikið af alkskonar dóti meðfram vegum að maður tali nú ekki um á fjörunum. Eftir að þetta orðtæki var tekið upp,þá mátti heita að allt draslið hyrfi bæði af fjörum og meðfram vegum. Mér fynst að Ríkisútvarpið fari oft ofari í umhverfismála umræðunni t.d.með Díoxínið í vetur og nú um eitursótamálið við Akureyri. Ég held að oft sé gott að muna eftir máltækinu ,,Að aðgát sé höfð í nærveru sálar"

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband