Hin furðulega renglukrafa.

Þúsundir stúlkna víða um heim deyja úr anorexíu sem átti upptök sín í hinni furðulegu kröfu um að stúlkur séu svo grannar að næstum því nálgist að vera horrengla. 

Mér finnst krafan furðuleg því að ef marka má þær sýningarstúlkur sem þykja hæfar til að sýna kvenfatnað virðist varla mega vera fituarða á þeim. 

Hver fann upp þessa hörðu kröfu?  Hvers vegna mega konur ekki vera hæfilegar "gellur"? 

Krafan um að konur séu ígildi fitusneydds matar á ekkert skylt við eðlilegt og nauðsynlegt andóf gegn offitu, heldur finnst mér undarlegt að ganga svona langt í því að sneyða konur þeim kyntöfrum sem hæfilegt holdafær gæðir þær. 


mbl.is Svipt titli fyrir að vera of feit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það er betra að hafa kjöt á beinunum en bara skinn og bein

Hreinn Sigurðsson, 26.3.2011 kl. 23:28

2 Smámynd: Snorri Hansson

Ég hef lesið að fegurðarskin homma ráði miklu í þessum bransa. Unglings strákar séu viðmiðið þegar þeir horfi á væntanleg módel.

Snorri Hansson, 26.3.2011 kl. 23:58

3 identicon

Ég hef aldrei fattað þetta. Stelpur sem gætu verið skvísur svelta sig niðrí 35 kg (með skólatösku), draugfölar og í engu formi og halda að þetta sé flott.

Horgeit er horgeit, og Twiggy var hræðileg þar til hún bætti aðeins á sig.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 08:29

4 Smámynd: Muddur

Ég held að lang flestir gagnkynhneigðir karlmenn vilji konur með kvenlegar línur, en ekki einhverja brjóst- og rasslausa "unglingsstráka". Það verður að vera eitthvað smá til að klípa í er það ekki? ;)

Muddur, 27.3.2011 kl. 08:43

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Twiggy

Óskar Þorkelsson, 27.3.2011 kl. 09:05

6 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég er hjartanlega sammála ykkur með þetta, alveg hrikalegt að sjá sumar þessar horrenglur.  Ég vill hafa konuna mína með kvenlegar línur, hafa smá og þá er þetta "alvöru"  ;)

Garðar Valur Hallfreðsson, 27.3.2011 kl. 09:32

7 Smámynd: Rebekka

Amen, Ómar.  Amen.  Núna tvisvar á stuttum tíma hef ég séð fréttir af konum sem voru dæmdar of feitar.  Fyrst var það ein hálffræg sem varð fórnarlamb paparazzi ljósmyndara sem náðu mynd af henni að skokka frá versta mögulega sjónarhorni.  Sú var 67 kg og 175cm á hæð.  Nú er það þessi fegurðardrottning sem er jafnvel enn grennri.

Þetta eru bara ósköp heilbrigðar og fallegar konur!

Og já, svo man ég líka eftir nýlegri frétt um nýstirni í fyrirsætuheiminum.  Hönnuðir hafa dásamað módelið og sagst hafa fundið manneskju með hið fullkomna kvenútlit.

"Gallinn" er sá að módelið er karlmaður... 

Rebekka, 27.3.2011 kl. 11:23

8 identicon

Að því er mér skillst, þá er ástæða þessa ímyndar við sýningar á tískufatnaði sá, að þá þurfa menn ekki að hanna fatnaðinn í ólíkum stærðum.

Mikið er ég sammála þessu, er alveg hrikalegt að horfa á horrenglurnar.  Kinnfiskasognar, og augun sokkin í grópirnar.  Ekki til á þessu mjaðmir, og engar línur yfir höfuð.

Nei, það er ekkert glæsilegt við að vera horrengla ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 11:33

9 Smámynd: corvus corax

Gangandi herðatré eru ekki mjög sexí. Og það að hommar ráði ferðinni í tískubransanum gerir það skiljanlegt að módelin séu eins og horaðir fermingarstrákar í vextinum. En það á ekkert skylt við kvenlega fegurð að margra mati sem felst í kvenlegum línum sem kalla á ákveðna fitudreifingu líkamans til að mynda þessar dásamlegu bogalínur sem alvöru karlmenn heillast af. Get þess hér í framhjáhlaupi að sú kona sem ég veit hafa hvað mesta kyntöfra hér á landi er vel feit, nokkuð langt yfir kjörþyngd og eykur það á kynþokka hennar frekar en hitt.

corvus corax, 27.3.2011 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband