Ekki sama hvernig þetta er gert.

Það er ekki sama hvaðan er lagt af stað, hvenær og í hvaða átt er róið ef það á að róa í kringujm Ísland.

Ef árstíminn er frjáls, hefðu félagarnir Manser og Skinstad átt að velja sér maímánuð, því að þá eru minnstir stormar við Ísland.

Sömuleiðis þyrftu þeir að róa sólarsinnis, því að straumar liggja mest í þá átt við strendurnar, Austur-Íslandsstraumurinn suður með Austfjörðum og síðan Irmingergrein Golfstraumsins vestur með suðurströndinni og norður með vesturströndinni. 

Gott er að þeir setja engin tímatakmörk á róðurinn.  Samt hefði verið betra fyrir þá að byrja á Hornafirði og klára það að fara meðfram hafnlausri suðurströndinni við bestu fáanlegu skilyrði, því að sá kafli er varasamastur.

Ég hef tvívegis hugað að því að framkvæma hliðstætt á landi eða í lofti.

Annars vegar að fljúga í fisinu "Skaftinu" umhverfis jörðina á 80 dögum. Sú flugferð hefði ekki hafist á Íslandi heldur Labrador til þess að klára fyrst langerfiðustu áfangana yfir Norður-Atlantshaf og nýta sér ráðandi vestanáttir á miklum hluta hringleiðarinnar. 

Hins vegar að setja hraðamet í að hjóla hringveginn. Þá hefði þurft að fara af stað á Hornafirði þegar lægð er að koma upp að landinu úr suðvestri með hvassri austan- og suðaustanátt. 

Meðvindur alla leið til Reykjavíkur, en þá yrði lægðin og skilinn að fara fram hjá og komin suðvestanátt sem entist allt norður í land. 

Við Mývatn yrði komin norðanátt í kjölfar lægðarinnar og því vindur á ská í bakið til Egilsstaða og síðan beint í bakið þaðan til Hornafjarðar. 

Ef heppni væri með yrði hægt að hafa meðvind næstum alla leið! 


mbl.is Lagðir af stað í kajakferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Samkvæmt "Spot"tækinu sem þeir eru með hófst ferðin kl 10 í morgun. Síðan hafa engir púnktar komið inn eftir 4 klst . Spurning hvort þeir hafi hætt við ? Varðandi vind og sjólag á svona sjókajakróðri með ströndinni spila fjöll og giljadrög stór hlutverk. Hægur vindur yfir fjalllendi af landi getur breyst í gríðarlega sviptivinda þegar vindur kemur niður á hafflötin með tilheyrandi hafróti. Þetta er einkum áberandi  með  Vestfjörðunum öllum og Austfjörðunum .Veðurspá er því til hliðsjónar . Miklu skipta öldudufl til að meta sjólag. Allt þetta samanlagt leggst síðan í pott með straumum og sjávarföllum. En suðurströndin allt frá Hornafirði og vestur fyrir Þjórsá er martröðin mikla. Í góðu veðri almennt getur brim af hafi myndað mjög slæmar öldur einhverja km frá ströndinni og sandleðju við landið sem jafnvel ber ekki bátinn. Að róa kajak umhverfis Ísland er meiri háttar þrekraun og endalaus spá um aðstæður framundan.... Við fylgjumst spennt með þeim félögum á vef þeirra.

Sævar Helgason, 27.3.2011 kl. 14:12

2 Smámynd: Sævar Helgason

Þeim félögum miðar vel - komnir að Tjörnestá...

Sævar Helgason, 27.3.2011 kl. 14:46

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Smáleiðrétting Ómar. Stormatíðni á Íslandi er minnst um mánaðamótin júlí-ágúst. Benda má t.d. á öll stóru sjóslysin sem urðu í illviðrum í maí hér fyrr á árum. Tíðnidreifinguna má t.d. sjá í pistli sem ég skrifaði hér á blogginu fyrir nokkrum mánuðum. Veður er hins vegar að jafnaði bjartast í maí sem er auðvitað mikill kostur. Bestu kveðjur.

Trausti Jónsson, 27.3.2011 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband