Ætli það sé kennt ?

Ég lærði það ekki hjá ökukennara hvað það getur verið varasamt að lenda í snjó, sem bíll lendir í öðru megin, ef engin fyrirstaða er hinum megin. Þetta lærði ég "the hard way" fyrir hálfri öld svo að maður sletti, af því að orðalagið "af biturri reynslu" er fulldjúpt í árinni tekið.

Raunar fór ég í aðeins tvo ökutíma, því að maður kom úr sveitinni með flest á hreinu eftir að hafa byrjað á stórri dráttarvél 11-12 ára. Þó ekki þetta með snjóinn af því að ég var þar á sumrin.

Ég efast um að þrátt fyrir tugi ökutíma sé þetta kennt í íslenskri ökukennslu. 

Lærdómurinn er einfaldur: Á því meiri hraða sem maður er og því dýpri sem snjórinn er, sem fer fyrir annað framhjólið en ekki hitt, því meira snýst bíllinn og þá er voðinn vís.  

Eftir 30 ára tuð mitt um almennilega æfingaaðstöðu hér á landi í líkingu við það sem ég sá fyrst á Spáni fyrir 35 árum, en þá var Spánn enn fátækt land, hefur ekkert enn gerst í þessum málum hér á landi. 

Maður sér þetta birtast í ýmsum óhöppum og ekki síst í sjúklegri hræðslu margra ökumanna við minnstu beygjur eða lausamöl. 

 


mbl.is Bíll valt í Langadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband