Göring vildi semja.

Hermann Göring reyndi að bjarga eigin skinni skömmu fyrir lok seinni heimsstyrjaldarinnar með því að leita samninga við Vesturveldin um vopnahlé. En Bandamenn héldu sínu striki, gáfu engum af meðreiðarsveinum Hitlers færi á að sleppa og því síður að rjúfa samstöðu sína.

Eftir stríðið voru haldin réttarhöld í Nurnberg þar sem helstu menn þriðja ríkisins voru flestir dæmdir, misjafnlega hart þó, en einstaka sýknaður. 

Eftir íhlutun NATÓ í Júgóslavíu á sínum tíma voru leiðtogar Serba, þeir sem ábyrgð báru á fjöldamorðum á óbreyttum borgurum, ákærðir og hundeltir. 

Nú er það svo að enda þótt rökstuddar líkur séu á því að Gaddafi hafi margt misjafnt á samviskunni, virðist það ekki eins pottþétt og glæpir Nasista og Serbnesku forystumannanna. 

Menn standa frammi fyrir því að ef ekkert verði slakað á klónni gagnvart honum varðandi stríðsglæpi og aðra glæpi hans, muni hann eins og Hitler forðum, berjast til siðasta manns með tilheyrandi blóðbaði. 

Þess vegna er talað um "útgönguleið" fyrir hann eða einstaka fylgismenn hans, nokkuð sem alls ekki kom til greina varðandi Saddam Hussein, serbnesku stríðsglæpamennina eða einstaka nasista. 


mbl.is Fer Gaddafi í útlegð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var hann Göring samt ekki með sína lausn undir tönn?

Annars, af nasistaleiðtogum, þá var t.d. Himmler í vinnu við eigin skráp-björgun. Sú tilætlan bjargaði reyndar nokk mörgum mannslífum, þ.m.t. (hugsanlega) Leif nökkrum Möller.

Annars er það svo, að mjög mögnuð tilraun Stauffenbergt tókst ekki, - sprengja Hitler í hel, taka yfir stjórn, og semja strax. Þetta munaði gjörsamlega engu að tækist. Og það er strax kitlandi áskorun að reyna að setja sig inn í þá stöðu ef orðið hefði. Hefðu Vesturveldin tekið þeirri freistingu, - Stríðið búið 1944, og Rússar langt austan við, - og ljótikallinn sprengdur í tætlur af velættaðri og vinsælli stríðshetju??

Gaddi er annars staðar staddur, og mér finnst svo sem vel skiljanlegt að það séu þreifingar í gangi til að komast hjá því að innikróaður einræðisherra nái fram viðlíka manfalli á sínum fyrirsjáanlegu lokadögum sínum eins og Hitler, það helvíti.

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband