1.4.2011 | 20:28
Bláeygir gagnvart breyttu ástandi.
Ég ætlaði að blogga í gær um allar þær spurningar sem vöknuðu við sýknun ákærðs manns í alvarlegu árásarmáli.
Þessum spurningum er varpað upp og gefin vísbending um svör sem mann grunaði að útskýrðu þetta mál:
1. Hér á landi hefur skapast það ógnarástand í glæpaheiminum að ofbeldismenn geti komist upp með verk sín með því að hóta fórnarlömbum sínum limlestingum ef þau kæra eða bera vitni alvarlegum afbrotamálum sem varða margra ára fangelsisrefsingu.
2. Íslendingar og lögreglan þar með eru enn algerlega bláeyg gagnvart þessu nýja og framandi ástandi ef marka má meðhöndlun þessa máls.
Við svo búið má ekki standa.
Fórnarlambi hótað margsinnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta minnir á fréttir frá því í gær frá söfnun undirskrifta verslunareigenda við Laugaveg vegna skemmtistaðanna Mónakó og Monte Carlo, en þeir sækja um enurnýjun leyfa. Fólk þorði ekki að afhenda borgarráði listana vegna hótana melludólganna, sem reka þessar búllur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 21:52
Það er eitthvað að í réttarríkinu.Hvergi hefur komið fram að dómarar hafi haft efasemdir um hver framdi verknaðinn.Ef maðurinn hefði látist af barsmíðunum hefði ofbeldismaðurinn verið dæmdur.Það sem kom í veg fyrir að ofbeldismaðurinn fengi dóm var það að fórnarlambið lifði af árásina.
Sigurgeir Jónsson, 1.4.2011 kl. 21:59
Þegar Jón Steinar sérlegur vinur Davíðs og Ólafur Börkur náfrændi Davíðs og Sveinn Andri verjandi ákærðs sem margsinnis hefur staðið í hótunum við fórnarlamb: er þá von á eðlilegri meðferð sakamáls?
Þessir menn vilja helst fara fram á 200% sönnunarbyrði ákæruvalds ef ekki meir. Þeir þjóna kannski betur mafíunni sem veður uppi um þessar mundir en réttætinu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 2.4.2011 kl. 01:09
Hefði ekki verið hægt að negla dónann mun betur með að sanna á hann hótanirnar, t.d. með hlerun, myndun. Alvarlegar hótanir eru jú refsiskyldur glæpur.
Það væri þá í verkahring lögreglu, og tæknin er til, auðveld, og ódýr.
Nálgunarbönn eru líka til, og brot á þeim refsivert, - ef ekki svo, þá ætti það að vera svo.
Það er leiðinlegt að horfa á þetta fara svona, og eina ráðið væri að tefla eins, - hóta á móti.
Hef reyndar lent í svipuðu, og það var aðferðin sem ég beitti.
Jón Logi (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 08:25
Í GT. stendur _ Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn- Þetta er það eina sem andleg viðrini skilja, en ekki eitthvað vanþróað lagaþrugl, sem hægt er að væblast með út og suður.
Það er löngu tímabært að endurskoða allt lagakerfið í þessu Undralandi.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 09:31
Tja, það virkaði betur en dómskerfið, þegar Steingrímur Njálsson var eltur um sveitir af heimamönnum, og jafnvel geldingaráhöld meðferðis.
Hann hefur ekki reynt að bjóða nammi og pening og innfart í sinn dýnuklædda bíl fyrir utan skóla, félagsmiðstöðvar og sjoppur úti á landi síðan.
Leiðinlegt, en virkaði. Hann var reyndar svínheppinn að sleppa lifandi.
Jón Logi (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.