3.4.2011 | 19:06
Sveigjanlegan "sviptingarhraða"?
Svonefndur "sviptingarhraði" er nú 143 km á radar lögreglunnar og er þá gert ráð fyrir ákveðnu fráviki vegna fráviki vegna hugsanlegrar mælingarskekkju. Þessi hraði er ekki háður neinum skilyrðum hvað varðar aðstæður og það er að mörgu leyti vafasamt.
Þannig missir ökumaður ökuréttindin sem mælist á 143ja kílómetra hraða á þráðbeinum, breiðum og beinum vegi í þurru og björtu veðri, enginn annar bíll á ferð og engin hætta er á að skepnur hlaupi upp á veginn.
Ökumaður sem ekur á 142ja hraða á móti þéttri umferð á mjóum og bugðóttum vegi í lélegu skyggni eða fer fram úr bíl eða bílum á þessum hraða heldur hins vegar ökuréttindunum.
Ég tel að breyta eigi þessum reglum og taka eitthvert tillit tll aðstæðna. Sérstaklega þurfi að huga að því að með framúrakstri á ofsahraða eða mætingu á ofsahraða er öryggi annarra vegfarenda ógnað.
Framúraksturinn reyndist dýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nei lögin eru fín eins og þau eru ómar minn !
Egill (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 23:39
þetta var ég sem var stöðvaður og ef ég hefði misst prófið hefði ég misst vinnuna líka!!!
Egill (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 23:41
Hraðamælingar lögreglunnar eru settar fram sem "ógn" til að hræða ökmenn frá því að fara upp fyrir hámarkshraða. Hugmyndafræðin er að "ógnin" sé algild og sé til staðar alltaf og allsstaðar. Ekkert rúm er gefið fyrir mat á aðstæðum, -slíkt dregur úr "ógninni" og fælingarmættinum.
Ég hef í sjálfu sér litlar áhyggjur af þeim sem aka hratt við BESTU aðstæður. Ofsaakstur á 90 km hraða við AFLEITAR aðstæður er mikið algengari, mikið hættulegri og er látinn óátalinn og afskiptalaus.
Þessi hugmynd þín er fullkomlega rökrétt, -en gengur gegn ríkjandi hugmyndafræði og dregur úr áþreifanleika "ógnarinnar"
Stormur (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 23:45
Leiðinlegt að þessi Egill skyldi ekki missa prófið og vinnuna fyrst hann er svona heimskur að leyfa sér slíkan hraða við framúrakstur. Það eitt er ógn við líf og heilsu annarra vegfarenda.
corvus corax, 4.4.2011 kl. 07:44
Ég var gómaður í hitteðfyrra á vesælum 96 km og fékk ágætis sekt, enda glæpaakstur á malbikuðum vegi við bestu skilyrði og sáralitla umferð.
Varð mér hugsað til gömlu góðu daganna, þegar maður þeytti allskonar smádollum upp í ofurhraða og fékk engar sektir. Aðallega af því að það var á autobahn :D
Gamall Golf á 190 kennir manni að vera tiltölulega sjúr á subaru á 96..
Jón Logi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 08:58
Það skiptir engu máli hvað maður telur sjálfan sig rosalega kláran bílstjóra, það eru umferðarlögin sem gilda fyrir alla, líka þá sem halda að þeir séu klárari en aðrir.
corvus corax, 4.4.2011 kl. 09:16
En, þau leyfa manni líka að haga akstri eftir eigin klárheitum í þeim tilfellum sem maður ætti ekki einu sinni að nota sinn löglega hámarkshraða....akstur á leyfilegum hámarkshraða getur verið stórhættulegur við vond skilyrði, þótt leyfilegur sé.
Þetta er ekkert vitlaus ábending hjá Ómari, það væri ábyggilega hægt að sveigja refsiákvæðið til m.t.t. aðstæðna.
Reglurnar eru jú gerðar til að auka öryggi. Framúrakstur sem tekur styttri tíma er öruggari en framúrakstur sem tekur langan tíma (og þá hugsar maður sumum ökupúkum þegjandi þörfina sem gefa alltaf í þegar maður fer framúr), og akstur með augun stöðugt á mælinum til þess að fara ekki millimeter of hratt þýðir minni fókus á vegin, - akstur á mun minni hraða til að vera alveg viss þýðir það að það eru þá frekar aðrir sem fara framúr manni.
Jón Logi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 11:50
Víða erlendis eru ljósskilti notuð til að sýna hámarkshraða og þá eftir atvikum lækka hann.
Karl J. (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 13:34
t.d í svíþjóð er sektin við að aka á 59km þar sem er 50km 34580íkr ;)
En er ekki Ísland eina landið í heimi með afsláttar kerfi á sektum t,d ef borgað er á staðnum eða innan 7 daga ?
BenniG (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.