4.4.2011 | 07:21
Súrnun sjávar, stórmál.
Í Landanum í gærkvöldi var sérlega áhugaverð umfjöllun Leifs Haukssonar um súrnun sjávar við Ísland.
Þar kom fram margt athyglisvert, til dæmis mikil áhrif hennar á lífríkið og fiskistofna og einnig það að í milljónir ára hafi slík súrnun með þeim afleiðingum sem henni fylgja, aldrei gerst eins rosalega hratt og nú.
Af því gæti leitt að lífríkið skaðaðist meira en þegar þetta gerðist fyrir milljónum ára, því að þá hefði það fengið mun lengri tíma til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.
Lokaorðin í þessari sérlega fróðlegu og athyglisverðu umfjöllun voru sláandi: "Vísindamenn eru ekki alveg á eitt sáttir um orsakir og afleiðingar varðandi gróðurhúsaáhrif af völdum útblásturs, en um orsakir súrnunar sjávar þarf ekki að deila, þar er um að ræða beint og ótvírætt orsakasamband."
Óþekkt ástand í sögu mannkyns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú munum við eiga von á upphlaupi kapítalistanna sem neita að viðurkenna þátt mannsins í hnignun lífríkisins.
Óttinn við minnkandi hagvöxt er óttanum við útrýmingu lífs á jörðinni yfirsterkari.
Árni Gunnarsson, 4.4.2011 kl. 08:36
Ekki vissi ég að Erpur líffræðingur þekkti sögu norðurslóðanna svona vel. Auðvitað er áhyggjuefni ef sjórinn súrnar úr hófi fram, en enginn virðist hafa áhyggjur af súru regni lengur. Hvað veldur? Er regnið kannski hætt að vera súrt? Er Erpur líffræðingur kannski súrastur af öllum?
Gústaf Níelsson, 4.4.2011 kl. 22:36
Erpur er að fjalla um sveiflu (væntanlega uppávið) í sjávarhita frá árinu 1998. Ekki lækkandi sýrustig sjávar.
Hitabreytingar geta að stórum hluta átt náttúrulegar orsakir eins og t.d. fyrir árþúsundi. Núna að hluta einnig af mannavöldum. Erfitt að fullyrða með vissu hve stórir þessir þættir eru núna, en fyrir árþúsundi er erfitt að ímynda sér að annað en náttúran hafi verið ein að verki...
Svo er það annað mál að lofthiti hefur lítið breyst áfrá síðustu aldamótum. Hvað veldur? Sjá t.d. flestalla þekkta hitaferla hér. Það er einn kafli þessarar miklu vefsíðu. Þarna má aðallega sjá sveiflur upp og niður á víxl. Ekki stíganda síðastliðinn áratug.
Ágúst H Bjarnason, 5.4.2011 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.