6.4.2011 | 21:46
Vegir Drottins eru órannsakanlegir.
"Eftir því sem ég veit meira og uppgötva meira, því betur geri ég mér grein fyrir því hvað ég veit lítið" mun einhver frægur vísindamaður hafa sagt.
"Vegir Drottins eru órannsakanlegir" segir á öðrum stað.
Engu að síður er það skylda mannsins að nema aldrei staðar í þekkingarleit sinni.
Kannski kemur sá tími þegar uppgötvuð verður tilurð áður óþekktrar orku, eðlisfræðilega séð, sem ég vil nefna mannshugann. Ég tel afar líklegt að sá náttúrukraftur" sé til og jafnvel mælanlegur.
Og þá kann jafnvel að verða stutt í það að það verði fundið út líka, að mannshugurinn sé aðeins hluti eða birting af alheimsanda eða alveldissál, eins og mig minnir að Einar Benediktsson hafi orðað það.
Ný frumögn eða náttúruafl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vona að Drottinn gefi þér og öðrum stjórnlagaþingmönnum vit til að hafna þessu óráði "stjórnlaganefndar" um að 15% atkvæðabærra, eða minnihluti alþingis, geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög. Þetta er ekkert annað en hundalógík og aðför að sjálfu lýðræðinu. Fyrir nú utan þessar 250 milljónir sem hver ÞAG kostar.
Hrúturinn (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 22:25
"Eftir því sem ég veit meira og uppgötva meira, því betur geri ég mér grein fyrir því hvað ég veit lítið", er einn af mörgum málsháttum, sem notaður eru í tíma og ótíma á kjánalegan hátt. Eftir því sem ég veit meira, veit ég meira, en þó ekki allt. Eiginlega einfalt mál, sem við eigum ekki að flækja. Og að vegir Drottins séu órannsakanlegir, skal hljóma í dag; vegir náttúrunnar er rannsakanlegir, en tekur sinn tíma.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 22:34
Guðrún Pétursdóttir viðurkenndi sjálf í Kastljósi í kvöld að þessi tala væri alltof lág, enda stakk hún strax í augu þegar ég sá hana fyrst.
Hún þyrfti að vera allt að tvöfalt hærri á tímum nets og facebook.
Ómar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 00:47
"Vegir Drottins eru órannsakanlegir"
Hvar nákvæmlega stendur þetta Ómar?
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 01:02
By the way... þá metur þjoðin það svo auk æðsta réttar landsins að stjórnlagaráð sé lögleysa. Hvernig hefur þú samvisku til að taka þátt í slíku?
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 01:05
Álit Hæstaréttar varðaði að ógilda kosningar til Stjórnlagaþing vegna tæknilegra ágalla á kjörstað og talningarstað.
Hæstiréttur minnist ekki orði á að fylgið, sem kom fram í talningunni hafi verið svo brenglað að ógilda hefði átt kosningarnar þess vegna, enda stangast það á hjá réttinum, að annars vegar hafi það verið "verulegur ágalli" að frambjóðendur höfðu engan fulltrúa á talningarstað (og þá væntanlega til að njósna um eða "rekja" og jafnvel handleika atkvæðin), - og hins vegar hafi það verið "verulegur ágalli" að hægt hefði verið á kjörstað að skrifa niður hjá sér upplýsingar um kjörseðla einstakra kjósenda.
Augljóslega var engin leið að fylgja slíku eftir nema að hafa fulltrúa sinn á talningarstað, en einmitt það hafði enginn frambjóðandi.
Í kosningunum þurftu að lágmarki ca 5-6000 kjósendur að setja nafn frambjóðanda einhvers staðar á listann á kjörseðlinum til þess að hann kæmist inn.
Í mínu tilfelli, úr því að þú tiltekur það, settu rúmlega 24 þúsund kjósendur mitt nafn á kjörseðilinn. Til þess að hægt væri með svindli að koma þessari tölu niður fyrir 5-6000 þúrfti svo stórfellt kosningasvindl að ég get ekki séð hvernig það hefði átt að vera framkvæmanlegt.
Í umrótinu í aðdraganda skipunar stjórnlagaráðs fann ég fyrir sterkum viðbrögðum frá fjölda fólks, sem hafði kosið mig þess efnis að ég brygðist þeim illilega ef ég hlypi af hólmi og gengi gegn vilja 24 þúsund kjósenda.
Hæstiréttur úrskurðaði ekki að Alþingi væri bannað að skipa nefnd til að endurskoða stjórnarskrána. Það, að Alþingi skipi slíka nefnd er ekki lögleysa.
Væri svo myndu þeir, sem kærðu framkvæmd kosninganna hafa kært skipun stjórnlagaráðs.
Ómar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 12:25
Það er til efni sem kallast hulduefni. Það sem einkennir hulduefnið, eða aðskilur það frá þekktu efni, er að það víxlverkast ekki við rafsegulkraft. Rafsegulkrafturinn er sennilega sá kraftur sem við finnum mest fyrir í daglegu lífi (mun meira en þyngdarkraftinn). Rafsegulkraftinn sérðu til dæmis í ljósi. Ljósgeislar endurkastast frá efni sem augun þín nema og þannig sérðu. Sömuleiðis þá fara tvær efniseindir ekki í gegnum hvor aðra þökk sé rafsegulkraftinum. En hulduefnið víxlverkast ekki við rafsegulkraft og þess vegna vitum við ekki um það, við finnum ekki fyrir því, sjáum það ekki né heyrum við í því.
Það sem er svo merkilegt er að ef það eru til meðvitaðar hugsandi verur sem hafa sín vísindi en eru úr hulduefni en ekki þekktu efni, þá hafa þær verur enga leið til að skynja rafsegulkraftinn þar sem þær víxlverkast ekki við hann. Þær geta leitt hann út alveg eins og við höfum leitt út hulduefnið og hulduorku, en þau geta aldrei skynjað t.d. ljósorku. Það fær mann til að hugsa hvort það sé ekki eins með okkur, hvort ekki sé til kraftur/kraftar sem víxlverkast ekki við það efni sem við erum gerð úr. Reyndar er mjög líklegt að svo sé þar sem alheimurinn þennst út sem sífellt meiri hraða. Hröðun sem er ekki hægt að útskýra með neinni þekktri orku.
Það er slík orka sem mögulega er verið að fjalla um í fréttinni, orka sem við víxlverkumst ekki við og getum því ekki skynjað, heldur verðum við að leiða hana út með stærðfræðiknúnstum.
Mannshugurinn (hugarorka o.þ.h.) hefur verið mældur frá því á þriðja áratug seinustu aldar með rannsóknum Hans Bergers á samræmingu taugafrumna í heilaberki. Tækni sem flestir þekkja sem heilarafritun. Það eru ótrúlega merkilegar mælingar þar sem í ljós hefur komið að hundruð (e.t.v þúsund) taugafrumna allt frá stúku að heilaberki samræmast í ákveðinn takt við ákveðið hugarástand. Og enn er margt ókannað á þessu sviði. Það er mjög vel vitað hvernig taugafruma virkar. Hún virkar samkvæmt lögmálum eðlisfræðinnar, n.t.t. rafeðlisfræðinnar. Það þarf því enga hulduorku til að útskýra það. Hins vegar virkar taugafruman ekki ein og sér. Hún þarf að fá send boð, og hún þarf að senda boðin eitthvert. Jafnvel stakt taugaboð með inn- og útslagi útskýrir ekkert við það hvernig hugurinn virkar. Til þess þarf að skoða hvernig milljón taugafrumur virka saman með tug, eða hundruð taugaboða. Jafnvel þarf að skoða hvernig sambærileg taugaboð hafa reynst í gegnum tíðina.
En þó þetta sé flókið þá þýðir það ekki að óþekkt fyrirbrigði liggji að baki. Chao-kenningin gerir ráð fyrir að mikið af einföldum frumaðstæðum getur leitt af sér oútskýranlega útkomu. Og það sama á við um taugakerfið okkar. Einföld hegðun milljóna taugafrumna, sem allar lúta þekktum hegðunarlögmálum rafeðlisfræðinnar, getur orsakað jafn flókið fyrirbæri og mannshugurinn er. Það þarf enga hulduorku eða huldueind til að skýra það.
Mannshugurinn er þekkt fyrirbæri, hann er notaður sem kraftur til að skýra hóphegðun og samfélagshegðun. Það er ekkert þarna á huldu. Það vantar að vísu margt til að útskýraheildarmyndina, en það eru allir frumkraftar þekktir sem þarna skipta máli. Hulduorka víxlverkast ekki við efnið sem mannshugurinn er gerður úr og því útskýrir hann 0% af þeim fyrirbrigðum sem mannshugurinn hefur áhrif á.
Í stuttu máli. Menn eiga jú eftir að uppgötva nýja áður óþekkta orku. En menn hafa nú þegar fyrir löngu uppgötvað mannshugan. Mannshugurinn lýtur öllum þekktum eðlisfræðilögmálum og það er ekkert hulið við hann (en ýmislegt flókið og torskilið). Sé mannshugurinn hluti af n.k."alheimsanda" þá er hann það sem hluti af alheiminum og því nákvæmlega jafn merkilegur hluti af honum og t.d. hundahugur, maurahugur, baktería, fellibylur eða svarthol.
Rúnar (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.