Meirihlutinn ræður og vill meira áhættuspil.

Fjármálabólan mikla byggðist hér á landi á því að meirihluti þjóðarinnar var fús til að taka þátt í áhættuævintýrinu, sem bólan og þenslan byggðust á, langmesta vexti peningakerfis, sem nokkur þjóð hefur upplifað auk mestu virkjanaframkvæmda sögunnar með tilheyrandi umhverfisspjöllum.

Raddir þess efnis að hið alltof háa og í raun tilbúna gengi krónunnar gæti ekki annað en fallið með tilheyrandi stórtjóni fyrir þá sem tóku gengistryggð lán voru taldar úrtöluraddir og svartagallsraus. 

Hugsanlega hefði bankabólan ekki sprungið svona snemma ef ekki hefði einnig verið á sveimi svipað fyrirbæri erlendis. En hættuspilið og spilaborgin hefði líkast til hrunið fyrr eða síðar. 

Flestir hafa viðurkennt að með neii sé tekin meiri áhætta en með jái, þótt um það hafi reyndar líka verið deilt af sumum. 

60 prósent þjóðarinnar hafa nú tekið af skarið og vilja fara þessa leið og nú er bara að sjá hvernig fer. 

40 prósent vildu hins vegar fara samningaleiðina og kannski er það hærri prósentutala en oft áður í svipuðum málum, því að þegar uppleggið er hvort eigi að borga eða ekki borga er það reynsla annarra þjóða, að jafnvelt þótt þeir sem vilja borga samkvæmt samningum leiði að því rök að nei-leiðin verði dýrari, er einfaldara fyrir kjósendur að segja bara nei á staðnum og stundinni. 

Í Kaliforníuríki fór illa þegar atkvæðagreiðslur voru um fjármál og þau eru venjulega ekki sett í þjóðaratkvæðagreiðslur í öðrum löndum. Það er helst í ríki eins og Sviss, þar sem alda hefð er fyrir þessari lýðræðisaðferð, að hún virkar á traustan hátt. 

Þjóðaratkvæðagreiðslur eru að stíga sín fyrstu alvöruspor hér á landi og það mun taka tíma að þroska þær og móta. Að því ber að stefna að mínum dómi og verður eitt mikilsverðasta viðfangsefni stjórnlagaráðs að beina því máli í sem bestan farveg og leiða þær til öndvegis eftir því sem fremstu tök eru á án þess að falla í þær gryfjur, sem þær geta fallið í. 

 


mbl.is Afgerandi nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Var það ekki frekar svo, að 60% kjósenda vildi ekki taka áhættuna af óútfylltum, gengistryggðum, víxli sem þeim bar ekki að taka ábyrgð á.

Því má segja að fólkið sé einmitt að forðast að taka aftur gífurlega áhættu af erlendum skuldum, sem enginn veit einu sinni hverjar gætu orðið, færi allt á verri veg, t.d. með gengi krónunnar.

Axel Jóhann Axelsson, 10.4.2011 kl. 13:00

2 identicon

Þetta með meira áhættuspil er kannski ekki allsendis rétt.

Því að "best case scenario" með Jáinu hefði verið verra en hið sama með Nei.

Og "worst case scenario" með Jáinu hefði líka verið verra, jafnvel miklu verra.

Þannig að áhættuspilið var hvað?

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 14:16

3 identicon

Jóhanna hefði getað komið þessu í gegn ef að hún hugsaði meira um þjóðina en minna um sig að aðgengi sitt að áskrift að launum.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 15:22

4 identicon

Jú, Axel Jóhann og Jón Logi, haldið áfram að þrasa um þetta til eilífðarnóns.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 15:22

5 identicon

Uss, kaninn bjargar ykkur eins og svo oft áður ... þið eruð svo litlir og smáir, og ekki sjálfbjarga óvitar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 15:33

6 identicon

Hver eru "við", og hvenær kom kaninn og "bjargaði" okkur?

Ég hélt frekar að það hefði verið Þorskurinn....

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 16:50

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Nú fyrst mun ég vita um hvað málið snýst þ.e. eftir að dómstólar eru búir að fjalla um málið. Það getur engin leift sér að segja.  ''Ég vill bara borga og losna við þetta mál'' Það hefir engin lagalegt leifi til þess. Eða finnst einhverjum það og á hvaða forsendum skildi það vera.   

Valdimar Samúelsson, 10.4.2011 kl. 17:08

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki  samála Ómar. Áhættan hefði verið mun meiri ef við hefðum sagt já!

Sigurður Haraldsson, 10.4.2011 kl. 17:47

9 identicon

Heirðu Jón-Logi, það er nú ekki mikið að marka minni Íslendinga, fremur en siðferðiskennd þeirra ef á að þura að telja það upp.  Það má svo sem deila um það, hvort kaninn hafi verið að hjálpa Íslendingum, eða sjálfum sér.  En það er ekki hægt að deila um það, að án tilveru hans værir þú lítið annað en baunaræfill með 6 mílna lögsögu, sem væri í eigu Evrópu bandalagsins.  Þú getur reynt að telja þér og öðrum trú um það, að þetta hafir þú nú sjálfur ræktað og gert einn þíns liðs ... svona eins og þegar gárúngarnir stæra sig af því að hafa rekið tjallan á flótta með 10-æringum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 19:04

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er alls ekkert áhættuspil að ætla að standa við skuldbindingar sínar að lögum, um leið og sýnt hefur verið fram á nokkurn veginn hverjar þær eru.

Það er hinsvegar óábyrgt að lofa einhverju, sem ekki er vitað hvort þú getur staðið við. Fyrst þarftu til dæmis að vita nákvæmlega hverju þú hefur lofað.

Ég lofaði aldrei neinum í Bretlandi eða Hollandi neinu um peninga.

Það gerði hinsvegar Landsbankinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2011 kl. 23:00

11 identicon

Hérna meiga muna sínar staðhæfingar, og svo éta þær þegar til tíðinda kemur úr dómstólum EFTA og íslands eftir rúmt ár.

Jonsi (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 00:25

12 identicon

Mikið svakalega eru þessir pistlar þínir leiðinlegir, Ómar, að verða ..

Tekur ALDREI afstöðu til eins eða neins, bara til að halda "vinsældum" þínum sem ég held að séu farnar að dvína all hressilega!

Passaðu þig að verða ekki leiðinlegi gaurinn eins og Eiður Svanberg !

...p.s. einu sinni leit ég upp til þín.

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 02:38

13 identicon

Það er bara heitt í þér Bjarne. En bull er bull, sama hversu heitt það er.

Ég fæ alla vega ekki séð hvar kaninn kom að:

a)Sjálfstæði Íslendinga. Sem vannst á ýtninni frá 1874-1944 í nokkrum skrefum

b)Lögsögu Íslendinga. Sem vannst á ýtninni úr 3 mílum í 200 í 4 skrefum á 20. öld. 3-4, 4-12, 12-50 og 50-200. Þessir gárungar höfðu það af án utanaðkomandi hjálpar, og notuðu klippurnar óspart eins og þú mannst sjálfsagt...ekki.

Og by the way, það vill svo til að ég er ræktunarmaður. Hef oft haft baunaræfla í vinnu, en rak þann síðasta.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband