Loftflæði og flugvélar.

Flugvélar geta ekki flogið nema lágmarksmagn af loftflæði streymi hratt framan að þeim og aftur yfir vængina. Því meira flæði, því betra flug. Loftflæði og flugvélar.

En dæmið snýst við þegar flugvélar standa á jörðu niðri. Þá getur þetta endað eins og sást í sjónvarpsfréttum í kvöld að þær fara á hvolf. 

Ekki veit ég hve mörg hundruð sinnum ég hef ekki þurft að eyða tíma og fyrirhöfn í það að koma í veg fyrir að FRÚin fyki og færi að þessu leyti að halda fram hjá mér. p1010174.jpg

Eftir ánægjulega dvöl á samkomu Umhverfisvaktarinnar í Hvalfirði í dag var þeyst austur fyrir fjall og fram á kvöld fór tíminn í að koma í veg fyrir að FRÚin fyki þar sem hún stóð úti. 

Flugvinur minn, Kári Jónsson, reyndist mér vel þegar hann lét í té stóran vörubíl til að binda í og skýla vélinni. 

Fyrst þurfti bíllinn að standa aftan við vélina á hlið til að koma í veg fyrir að stélið skemmdist vegna vindsveipa á hlið, því að vindur var miklu austanstæðari en spáð hafði verið, og ég hafði miðað við sunnanátt þegar ég fór austur í gærkvöldi til að binda vélina. 

Síðan færði Kári bílinn framfyrir þegar vindur snerist loks til suðurs. Þetta er heilmikil fræðigrein og talsvert verk, ekki sama hvernig bundið er og með hvaða hnútum og einnig þarf stundum að grafa holur fyrir hjólin og lækka nefhjólið til að vængirnir taki ekki eins mikinn vind á sig. 

Fyrir um 20 árum varð til þessi vísa þegar ég var að basla við þetta: 

 

Margt vill brjótast böndum úr 

sem bundið er með valdi 

og erfitt er að fjötra frúr

svo fastar að það haldi. 


mbl.is Farþegarnir komnir í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

We all know that the best weather in the world is in Iceland.......

Just spent a few days in the south of England....ekki nema 22 gradur og sol.....

terrible.....

Fair Play (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 23:31

2 identicon

Þegar loftflæði streymir minnir svolítið á að straumur streymir.

;)

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 02:48

3 identicon

Þetta var ansi leiðinlegur hvellur í gær. Hvar ertu með hana núna?

Ég skal láta þig vita þegar "gamli staðurinn" verður fær, það er stutt í það.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 08:05

4 identicon

Nú er klaki farinn úr, og vantar bara einn góðan þurrkdag ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband