Minnir á Vesalingana.

Neðanjarðarborg ólöglegra innflytjenda í loftvarnabyrgi í Moskvu er eitthvert stórkostlegasta dæmið um raunverulega "undirheima" í stórborg í orðsins fyllstu merkingu.

En undirheimalýður svonefndur hefur löngum haft lag á að finna slíka rangala til að leynast í eða fara um og þegar ég ungur las Vesalingana eftir Victor Hugo orkaði sá hluti sögunnar, sem gerðist í skolpræsakerfi Parísar mjög á sterkt ímyndunarafl barnshugans. 

Í Reykjavík hafa lengi verið til skúmaskot þar sem umrenningar og útigöngufólk hefur fundið sér samastað eins og þekkt var þegar verustaður drykkumanns uppgötvaðist í hitaveitustokki. 

Á æskuárum frétti maður af verustaður róna væri í togaranum Síríusi sem var þá í Slippnum en aldrei sá ég hann þó sjálfur.

Á erfiðum stundum á unglingsárum mínum kom það fyrir að ég ráfaði upp í hið stóra kartöflugarðaland sem þá var í Kringlumýri með ótal litlum kofum í görðunum. 

Yfirleitt var hægt að finna einhvern kofa sem hægt var að komast inn í og dveljast í í einhvern tíma meðan verið var að íhuga þess vanda sem það var að vera unglingur, oft dálítið ringlaður yfir tilverunni. 


mbl.is Neðanjarðarborg í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

110 manna neðanjarðarborg ?... öllu má nafn gefa svo sem

Óskar Þorkelsson, 15.4.2011 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband