Schumacher hvað?

Flestar íþróttagreinar eiga sér blómaskeið og hnignunarskeið, sem oft byggjast á yfirburðamönnum.

Meðan Michael Jordan var upp á sitt besta dró hann að sér hundruð milljóna áhorfenda til að horfa á körfubolta. 

Allir gátu elskað eða hatað Muhammad Ali, George Foreman, Joe Frazier, Ken Norton og co á hinu einstæða blómaskeiði þungavigtarhnefaleikanna á áttunda áratugnum og á níunda áratugnum sáu Lennox Lewis, Mike Tyson, Riddick Bowe og Evander Holyfield um þungavigtina en Roy Jones, Oscar Dela Hoyja og Prins Naseem Hamed um léttari þyngdarflokkana. 

Michael Schumaher sá um að lyfta Formúlu 1 upp á sínum tíma, - það var maður sem allir gátu sameinast um að elska eða hata. 

Eftir að hans skeiði lauk hefur formúlan ekki náð sér alemnnilega á strik fyrr en kannski núna þegar nýir snillingar og einstæð og dramatísk keppni lyftir henni upp á hærra  plan. 

Það er gott. Það vantar blómaskeið í einhverja af helstu íþróttagreinunum, sem fólk getur notið í sjónvarpi um allan heim og kannski er slíkt blómaskeið að hefjast í Formúlu 1 svo að fólk geti sagt: Schumacer hvað? 


mbl.is Tær snilld í Sjanghæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi nú segja, að Magic Johnson og Larry Bird voru þeir aðilar sem gerðu völlinn frægan.  Michael Jordan, var byrjunin á hnignuninni að mínu mati.  Sama á um Mike Tyson.  það á sjálfsagt eftir að koma nýr snillingur í Formula 1, en ég spái því að það verði eins þar eins í korfuboltanum og þungaviktarpoxinu.  Það er eins og þeir sem eftir koma, eru nokkurs konar skuggamynd af því blómaskeiði sem var ... og eina sem maður sér, er nostalgi og söknuður yfir að þetta blómaskeið sé runnið hjá.

Það vantar "new talent", menn sem koma með eitthvað nýtt og þeirra eigið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband