"Tíma stórra vatnsaflsvirkjana er lokið."

Ofangreind orð mælti Kjell Magne Bondevik, þáverandi forsætisráðherra Norðmanna, fyrir um fimm árum og í framhaldinu sögðu frændur okkar á Norðurlöndum: "Tími stórra vatnsaflsvirkjana á Norðurlöndum er lokð."

Í Noregi er álíka mikil orka óbeisluð í vatnsföllum að magni til og er óbeisluð á Íslandi. Árnar eru hreinar og tærar og ekkert set myndast í miðlunarlónunum, þannig að þessar virkjanir yrðu afturkræfar, ólíkt því sem yrði víða á Íslandi þar sem aurset jökulfljóta fyllir lónstæðin upp og eyðileggur miðlunarhæfni þeirra. 

Hinir norrænu ráðamenn gleymdu stóru atriði, þegar þeir töluðu um nýja tíma, og hefðu átt að orða setninguna svona: "Tíma stórra vatnsaflsvirkjana á Norðurlöndum er lokið, - nema á Íslandi, en þar ætla menn að virkja allt, meira að segja Dettifoss, aflmesta foss Evrópu."

Í Noregi er oft á tíðum orkuskortur. Samt eru ætla þeir að láta vatnsafl af sömu magnstærð og óvirkjað vatnsafl á Íslandi óvirkjað. Og það jafnvel þótt umhverfisáhrifin í Noregi yrðu brot af því sem þau yrðu á Íslandi. 

Norðmenn skortir orku til heimanota en Íslendingar hafa þegar virkjað fimm sinnum meiri orku en þeir þurfa til sinna heimanota. Upp undir 80% prósent orkunnar hér eru eyrnamerkt álverum í eigu útlendinga.

Við erum áratugum á eftir öðrum þjóðum í hugsunarhætti og viljum ekkert af þeim læra frekar en svo oft áður, svo sem eins og í bankabólunni stóru sem sprakk. 

Nú viljum við virkjanabólu sem verði enn stærri á þeim forsendum að hún springur ekki framan í húverandi kynslóðir, heldur kynslóðir framtíðarinnar. 

Og allur ávinningur mælist í því að skaffa 2% vinnuafls þjóðarinnar atvinnu í álverum og viðhalda virkjanaframkvæmdum, sem að vísu skapa störf á meðan á þeim stendur, en gera jafn marga atvinnulausa þegar ekkert verður lengur eftir til að virkja. 

Hvílík lausn á atvinnuvandanum til frambúðar! Hvílíkt tillitsleysi gagnvart afkomendum okkar! 

 


mbl.is Hætta stuðningi verði farið í virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfsagt er þetta alveg rétt hjá þér Ómar. Takk fyrir að vekja athygli á þessu.   Líklega væri mun vistvænna að hætta nú þegar við öll áform um frekari vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir, en í þess stað reisa svo sem eitt eða tvö sæmilega stór kjarnorkuver. Það gæti dugað okkur um allmarga áratugi. Hver veit nema að þetta geti orðið að veruleika innan fárra ára ef áhugi þeirra sem vilja hætta við hefðbundnar virkjanir er nægur. Þetta væri hreint ekki svo slæmur kostur tel ég.

Náttúruverndarsinni (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband