Valdið sprettur upp úr olíunni.

Bismarck sagði á sínum tíma að valdið og þar með árangurinn sprytti fram úr byssuhlaupunum. Þessu trúðu Þjóðverjar á bæði skiptin sem þeir fóru í heimsstyrjöld og lærðu dýrkeypta lexíu.

Öll valdapólitík heimsins í bráðum heila öld hefur byggst á yfirráðum yfir auðlindum jarðar, beint og óbeint. Og þar hefur olían leikið æ stærra hlutverk og nú er svo komið að allt stendur og fellur með henni. 

Mér finnst reyndar Donald Trump vera meira aðhlátursefni en sú utanríkisstefna, sem Bandaríkin reka nú gagnvart Arabalöndunum, sem búa yfir mestöllum olíulindum jarðarinnar. 

Það er stefna í anda George Bush eldra, sem vissi, að valdið sprettur upp úr olíulindunum en ekki fram úr byssuhlaupunum eins og Trump heldur fram. 

Hættan á að missa málin úr böndum í Líbíu er fólgin í því hve viðkvæmt það er fyrir nýlenduveldin vestrænu (þau reka nýja nýlendustefnu í stað hinnar gömlu) að beita of áberandi hernaðarmætti í einu af Arabalöndunum. 

Sams konar tilfinning bærist vafalaust í arabískum hjörtum gagnvart vestrænum hernaði á arabískri gund og myndi bærast í hjörtum Evrópu- og Ameríkumanna ef arabiskum hernaðarmætti væri beitt í Evrópu eða Norður-Ameríku. 

Bandaríkin verða að taka tilliti til þessa og því finnst mér hin byssuglaða mikilmennskustefna Donalds Trumps grátbrosleg, - ekki varfærin stefna Obama. 


mbl.is Bandaríkin aðhlátursefni heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Bismarck sagði á sínum tíma að valdið og þar með árangurinn sprytti fram úr byssuhlaupunum. Þessu trúðu Þjóðverjar á bæði skiptin sem þeir fóru í heimsstyrjöld og lærðu dýrkeypta lexíu."

Ómar ég ætla ekkert að kommenta á Trump eða utanríkisstefn USA. Þessi settning þín sem þú gefur gaumin að sé röng var nefnilega einmitt sönnuð. valdið og árangurinn spratt fram úr byssuhlaupunum. Þjóðverjar voru bara einfaldlega ekki eins miklir og Bandaríkin. þeir voru einfaldlega með "stærri, öflugri og fleirri". 

þú þarft bara að opna næstu bók um mannkynssöguna og ég þori að veðja að það sé ein til á þínu heimili. ekki þarftu að lesa lengi til þess að sjá að valdið er hjá þeim sem hafa öflugasta herin og mesta sjóherinn. Þjóðverjar kepptu við eitt mesta flotaveldi allra tíma í fyrri heimstyrjöldinni (Breta) og áttu lítin sem engan í þeirri seinni og öttu þar kappi við bæði hið hnignandi flota veldi og hið rísandi (USA).

rétt skal vera rétt, þó það samrýmist ekki pólitískum rétttrúnaði og söguritskoðun. 

Fannar frá Rifi, 17.4.2011 kl. 19:51

2 identicon

Spurning samt Fannar hvernig þessi söguskýring þín fellur að Vietnam stríðinu eða Sovét/Afgan stríðinu.  Þar töpuðu þeir sem voru með stærstu og voldugustu herina.  Ætli mesta "valdið" sé ekki fyrst og fremst fólgið ódrepandi hugsjónum og sannfæringu.  Vopn og olía eru bara verkfæri þeirra sem hafa vald en sigur er ekki vís nema hugsjónin sé í lagi.

lalli (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 07:37

3 identicon

Trump er fáviti, mjög einfalt.
Tel ólíklegt að hann sé raunverulega að sækjast eftir að verða forseti, líklegra er þetta bara svona "Attention whore" dæmi í ruglukollinum

doctore (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 09:07

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fannar horfir gersamlega fram hjá þeirri staðreynd að nútíma hernaður verður ekki rekinn , án olíu. Einu gildir hversu stórir og voldugir herirnir eru og hversu stórar og miklar byssurnar eru.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.4.2011 kl. 09:14

5 identicon

Heimstyrjaldirnar voru natturulega engar venjulegar styrjaldir.

Brynjar Bjornsson (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 11:05

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef menn skoða olíuframleiðslu þá eru bandaríkin eitt stærsta olíuframleiðslu ríki heims. af á þyrfti gætu þeir háð styrjaldir án utan aðkomandi olíu. í ofan á lag þá gætu þeir skipt um orku aflgjafa í skipum sem nú nota olíu og kjarnorkuknúð þau eins og gert er við mjög mörg af stærri skipum flota þeirra. ég held að öll Flugmóðurskipin séu kjarnaknúinn. þannig að USA er ennþá stærsta herveldið. 

varðandi Víetnam. þá er ekki sama að hafa stóra byssu og beita henni ekki. tæknilega ef vilji er fyrir hendi þá geta Bandaríkja menn jafnað nánast hvaða ríki sem er við jörðu. það er bara spurning um vilja til þess. í Víetnam var ekki vilji til þess að beita sér eins og hefði þurft ef menn hefðu vilja sigra. það er ekki það sama og að andstæðingurinn sé eitthvað mikill. síðan er eitthvað sem kallast force multipliers. það er varnarstaða eins og t.d. umhverfi og svo birgðafluttningar hafa áhrif.

dæmi um slíka force multipliers er hægt að taka um hernám íslands. það hefði ekki þurft nema nokkur hundruð manna varnarlið í Reykjavík þá hefði Breski herinn verið hrakin frá landi. innrás frá sjó þarf að lágmarki tífaldan herstyrk og oft mun meira en það sem varnarliðið hefur. 

þetta eru samt allt fræðilegar umræður. 

Fannar frá Rifi, 18.4.2011 kl. 11:43

7 identicon

Smá innlegg, sem tengist seinna stríði og olíu. Þið munuð hafa gaman af því að grúska í þessu ;)

- Þjóðverjar keyptu (vöruskipti) gífurlegt magn af olíu frá Rússum í byrjun seinna stríðs. Í orrustunni um Frakkland rúlluðu þýskir skriðdrekar áfram á Rússabensíni, og í orrustunni um Bretland gengu þýsku flugvélarnar líka á Rússabensíni.

(Rússar fengu m.a. teikningarnar af Bismarck, - þ.e.a.s. Orrustuskipinu í þessari höndlun)

- Bretar og Frakkar voru með áætlun um loftárásir á olíulindir í Kákasus áður en Frakkland féll, og það án þess að stofnað yrði til stríðs við Sovétið.

- Japani vantaði eldsneyti og gúmmí, og það illilega þegar Bandaríkjamenn fóru að beita þá viðskiptaþvingunum (embargo). Þess vegna fóru þeir í sína herför, - þeir sáu Rússana á rassinum, Bretana afkróaða, og þá þurfti bara að hrekkja Kanann nógu skilmerkilega til að festa Japanska heimsveldið í sessi.

- Óháð endalausu afli og olíu, þá er það þrjóskan og landslagið sem oft ráða úrslitum í stríði. Og það er ekki til erfiðara landslag til að eiga við í nútíma hernaði en blautt skóglendi eins og í Víetnam. Og jafnvel þar sem autt er um, t.d. á Iwo Jima, sem er svona ca á stærð við Heimaey, voru enn vopnaðir og ófundnir Japanir árið 1947. Margar aðrar skærur seinna stríðs kláruðust aldrei. Einhver ótrúlegasti herforingi seinna stríðs í frumskógarskærum var t.d. Bretinn Orde Wingate. Nú eða "draugaherdeild" Japana sem hafði endalaust fóður með mannáti. Engin olía...

En....auðvitað skiptir orkan meginmáli í hernaði. Orkan og viljinn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 12:49

8 identicon

Margir tala af svo mikilli lotningu um USA þrátt fyrir hvað þeir eru miklir hræsnarar, tala um lýðræði og frið og þetta og hitt en nauðga svo löndum til að komast yfir auðlindir þeirra.

Í ekkert svo fjarlægri framtíð þegar olían verður uppurin og öll stríð verða háð útaf vatni þá yrðu þeir ekki lengi að finna afsökun til að ráðast inná okkur rétt eins og þeir hafa gert í írak, afganistan, lýbíu etc. Þá held ég að sjarminn af þessu friðelskandi lýðræðisríki USA verði fljótur að hverfa. En ef maður spáir í því hvað ísland er ríkt af vatni þá er ekkert ólíklegt að þetta muni gerast einhverntíman og þá verðum við komin í spor olíuríkjanna sem þeir eru að ráðast inní núna.

Pétur Skúlason (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 13:28

9 identicon

Það er nóg til af vatni. Bara vesen með saltið í því....

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 15:06

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bandaríkin eiga alveg nóg með Írak og Afganistan þótt öll Arabalöndin bætist ekki við.

Ég segi "öll Arabalöndin", því ef þeir ganga skrefi of langt í Líbíu hætta þeir á það að fá allan Arabaheiminn á fullu upp á móti sér.

Bandaríkin eru ekki meira olíuframleiðsluríki en það að til þess að hafa nóga olíu til að heyja stórstríð án mikils meirihluta olíunnar, sem þeir fá frá Arabalöndunum, þyrftu þeir að stöðva allt þjóðlif sitt og hina "amerísku lífshætti" til að eiga fyrir styrjaldarþarfirnar.

Ómar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 17:47

11 identicon

Á stundu sem þessari finnst mér gott að vera Íslendingur. Mér er alveg sama um Bandaríkin, þar sem ég hef íslenskt blóð en ekki bandarískt. Bandaríkjamönnum er líka alveg sama um hvað einhverjum Íslendingum finnst um þá.

Bárður (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 18:06

12 identicon

Alvarlegasta vandamál heimsins í tengslum við stríðsrekstur og hernað er hugsunarleysi hins almenna borgara um ábyrgð hans sjálfs.  Vopnaframleiðsla og iðnaður tengdur vopnaframleiðsu er allstaðar.  Líka á Íslandi.  Það er vandfundinn sá lífeyrissjóður hér á Íslandi sem ekki fjárfestir í vopnaframleiðslu.  Að leggja fé inn á sjóð sem fjárfestir í vopnaframleiðslu er örugg fjárfesting því sá bissness er ávallt í 5. gír burtséð frá öllum kreppum.  Í fyrra jókst vopnasala um 8% þó svo allt annað færi niður á við.  Við erum öll ábyrg.  Með andvaraleysi okkar umberum við hörmungarnar og hryllinginn.  Með gróðavon tökum við beinan þátt í öllu ruglinu.  

lalli (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 06:02

13 identicon

Bendi á Þennan:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_oil_production

Rússar, Sádar og USA eru með yfir 30% af framleiðslu heimsins. Það eru ekki nema 3 Arabaríki á topp 10 listanum.  Og Líbýa greyið losar bara rúm 2% af heimsframleiðslu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband