Skiljanlegt í ljósi sögunnar.

Það er skiljanlegt að Finnum svíði það að þurfa að vera í hópi þeirra þjóða sem hlaupa undir bagga með þjóðum, sem hafa klúðrað fjármálum sínum.

Líklega er leitun að þjóð sem hefur sýnt annan eins styrk og og einbeitni í að bjarga málum sínum myndarlega af eigin rammleik og Finnar hafa gert þegar syrt hefur í álinn.

Þeir voru skyldaðir til að borga svimandi háar stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöldina og gerðu það af slíkum glæsileik að hliðstæður finnast varla.

Aðeins sjö árum eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar héldu þeir glæsilega Ólympíuleika í Helsinki.

Þegar Sovétríkin hrundu stóðu þeir frammi fyrir einhverju mesta útflutnings- og utanríkisverslunarhruni sem dæmi eru um en tóku á því af aldeilis einstæðri hreysti, - jafnvel um of, því að við það skapaðist óþarflega mikil neyð á velferðarsviði þeirra á tímabili.

Finnar eru greinilega mikil baráttuþjóð og taka því ekki sem gefnu að halda uppi sjálfstæðu og öflugu velferðarþjóðfélagi. Þeir hafa vanist því að þurfa að berjast fyrir hlutunum og vera að því leyti "Sannir Finnar".


mbl.is Finnar tala um byltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að "sannir finnar" eru þjóðernissinnar af gamla skólanum .. 

Óskar Þorkelsson, 18.4.2011 kl. 12:46

2 identicon

Óskar ! ! kl;12.46

Ef "sannir finnar" eru af gamla skólanum?  Útskýrðu þá fyrir mér hverjir byggðu upp Finnland og hvernig er nýi skólinn?

Jóhanna (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 13:06

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nenni því ekki jóhanna

Óskar Þorkelsson, 18.4.2011 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband