Að mótmæla rigningunni.

Á ferð um Portúgal með viðkomu í Bretlandi sést að eldsneytisverð er í hæstu hæðum í þessum löndum og raunar um allan heim, og að eldsneytisverð er alls ekki hæst á Íslandi.

Hækkandi eldsneytisverð er óhjákvæmileg afleiðing af þverrandi olíulindum heims og óróa í heimsmálum. 

Að mótmæla því er eins og að mótmæla rigningum, sem hafi skollið á vegna áhrifa af hlýnandi loftslagi af mannavöldum. 


mbl.is Mótmæla eldsneytishækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tjah já og nei.

Skattekjur yfirvalda vegna þessa hafa einnig farið hækkandi og því að hluta til heimatilbúið vandamál.

Skattar eru einfaldlega allt of háir og sjálfsagt að lækka hlut ríkisins eftir því sem verðið fer hækkandi. Það er algjör klikkun að ríkið sé að fá meira en 100 kr á líterinn. Að það sé hægt að finna nokkur lönd sem eru öfgameiri en við í þessum málum réttlætir ekki þessa öfga.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 19:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

EF menn vilja lækka skatta ætti að byrja á sköttum, sem eru óréttlátari en skattar og gjöld á eldsneyti, því nóg er af þeim, ýmsum gjöldum, sem menn víkja sér undan eða koma óréttlátt niður.

Því að leitun er að sköttum og gjöldum sem jafn erfitt er að skjóta sér undan eða uppfylla það skilyrði skatta og gjalda að sá borgi sem notar.

Eldsneytisskattar innheimtast beint í gegnum bensíndæluna og því lágmarks hætta á undanskoti. 

Í kringum mörg önnur gjöld fara margir og  þar ætti að byrja, ef menn vilja lækka skatta.

Það er ekki aðeins hægt að finna "nokkur lönd" sem eru "öfgameiri" en Ísland. Þetta eru öll lönd Evrópu. 

Ómar Ragnarsson, 23.4.2011 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband