Hin hlið atvinnuleysisins.

Miðað við það ástand sem áður var í atvinnumálum á Íslandi er atvinnuleysið í raun á Íslandi mun meira en 8,6% því að hefði fólk ekki flutt af landi brott í lengri eða skemmri tíma, væri þessi tala miklu hærri.

Í kreppuástandinu 1968-70 fluttu allmargir til útlanda en komu langflestir heim aftur þegar ástandið lagaðist á árunum 1970-1974. 

Hætt er við að kreppan verði mun lengri nú en þá því að ekki var hægt að tala um "Hrun" á árunum 1967-69.

Auk þess eru Íslendingar meiri heimsborgarar nú en þá og því ekki sami ljóminn yfir því og var að eiga heima langt frá öðrum þjóðum og una glaður við sitt eins og áður var. 

Verst er að gamla fólkinu fjölgar sífellt miðað við aðra aldurshópa og enda þótt því fjölgi líka í samkeppnislöndunum, halda þau þó í fólkið sem er á besta aldrinum sem gefur mest af sér í þjóðarbúið. 

Ég er samt ekki svartsýnn á framtíðina ef rétt verður á málum haldið. Olíukreppan mun leggjast æ þyngra á heimsbyggðina og í orkumálum eigum við Íslendingar einhverja bestu möguleika allra þjóða til þess að láta hana koma léttara niður hjá okkur en í öðrum löndum. 

En þá verðum við líka að gæta þess að snúa við á þeirri orkubruðslbraut sem við erum á á öllum sviðum. 


mbl.is Hætt við að færri komi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En svo er einnig til lækkunnar atvinnuleysistölum, "svört atvinna". Ég held að það sé meira um það en margan grunar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.4.2011 kl. 12:27

2 identicon

Eftir því sem að kerfið harðnar og skattar hækka eykst svört atvinnustarfsemi í veldisfalli.

Með hagstjórn landsins í ólestri vankunnáttufólks er hætt við að ekki verði annað eftir hér  (m.v. reynslu Færeyinga) en miðaldra, farlama gamalmenni og atvinnulausir.

Hátekjufólkið allt skráð annarsstaðar og millistéttin þurrkast út.

"Sérfræðingurinn" sem gagnrýndi Davíð og Geir hvað mest fyrir að "það heimskulegasta sem hægt er að gera er að lækka skattana í góðæri" stendur nú í að hækka þá í kreppu sem er í raun sama vitleysan.... nema hvað að "góðærið" var ekki raunverulegt heldur bóla.... Kreppan er aftur á móti mjög raunveruleg.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband