Verður hann eins og Kastró?

Ef nokkur stjórnmálaleiðtogi hefur verið fleinn í holdi Bandaríkjamanna er það Fidel Castro, en síðan 1959  hafa á annan tug manna setið í forsetastóli í Bandaríkjunum.

Tilraunir CIA til að koma honum fyrir kattarnef eru fleiri en tölu verður á komið, enda alveg sérstaklega neyðarlegt fyrir Bandríkin að hafa fjandsamlegt kommúnistaríki alveg sem næsta nágranna. 

Þegar Rússar gáfu eftir í Kúbudeilunni virtist um sinn sem það hefði verið alger ósigur fyrir þá. 

Svo var þó ekki, því að í staðinn fengu þeir því framgengt að Bandaríkin réðust ekki inn í Kúbu og það hefur haldið í 60 ár, allt frá hinni misheppnuðu Svínaflóaárás 1961. 

Bandaríkjamenn hata Osama bin Laden enn meira en Kastró, en miðað við það hvað bin Laden hefur sloppið ævintýralega fram að þessu er alveg eins líklegt að hann verði enn á ferli árið 2062, meira en 60 árum eftir að hann slapp fyrst og að hann hafi þá þraukað af sér á annan tug Bandaríkjaforseta. 


mbl.is Ferðir bin Laden kortlagðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Osama bin Laden er ómissandi fyrir USA.. án hans er allt búið með þetta "war on terror" kjaftæði þeirra.. svo kaninn er ekkert að leita neitt að ráði

Óskar Þorkelsson, 26.4.2011 kl. 10:54

2 Smámynd: Gunnar Waage

Ég er nú ekki alveg að ná samlíkingunni Ómar og því síður hef ég orðið var við mikið hatur á Kastró sem þú vísar til. Það er þó Íslenska versjónin af málum.

Munurinn á þessum tveimur mönnum er að annar þeirra er hroðalegasti hryðjuverkamaður sem sögur fara af og skipar sér þar með sess með mönnum eins og Adolf Hitler.

Fidel Castro, hrakti stjórn Batista frá völdum og stöðvaði nýtingu alþjóðlegra auðhringa á náttúruauðlyndum á Kúbu. Stór hluti af þeim aðstæðum sem skapast hafa eftir það á Kúbu eru tilkomnar af þrýstingi alþjóðasamfélagsins í þá veru að grafa undan öryggi Kúbverja með viðskiptaþvingunum. 

En það er ekkert samhengi milli Castro og Bin Laden

Gunnar Waage, 26.4.2011 kl. 11:03

3 identicon

Bin skrattakollur Laden er bara einn af mörgum af sinni sort. Hann "grísaði" með afar stóru hryðjuverki og það var allt og sumt, - og svo slapp hann.

Hann er of gamall til að endast 60 ár enn, þótt hann sé ekki ÞAÐ gamall. Hann Kastró var ekki hundeltur um allt eins og Laden, og það kemur að því að hann annað hvort geispar golunni, eða þeir ná honum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 11:15

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samlíkingin nær til allra þeirra tilrauna sem Bandaríkjamenn hafa gert til að stúta þessum mönnum, - ekki til þess hvor þeirra sé "verri".

Battista var einn af hinum gerspilltu harðstjórum, sem Bandaríkjamenn létu sér lynda að væri við völd, af því að það hentaði hagsmunum hins bandaríska auðvalds. 

Það er gömul og ný saga. 

Kastró varð hins vegar hluti af hinu kommúniska heimsveldi alræðis og kúgunar á hinum vængnum. 

Ómar Ragnarsson, 26.4.2011 kl. 23:45

5 Smámynd: Gunnar Waage

Það er samt þarft að hugleiða hvað verður þess valdandi að landi er lokað. Við höfum séð þetta gerast í Austur-Þýskalandi, Sovietríkjunum og á Kúbu. Það sem byrjar sem vinstri stjórn jafnaðarmanna á Kúbu með tilheyrandi eignaupptöku (að mati Texaco og fl.). Endar með heftingu ferðafrelsis.

Þegar að viðskiptaþvingannir byrja að bíta þá fer fólk að vilja ferðast burt. Þegar þetta kemst á alvarlegt stig þá virkar þetta eins og hver annar hernaður. Batista var leppur Bandaríkjamanna rétt eins og Pinochet í Chile, fyrrum stjórnendur í Bólivíu (nýlega) og víðar.

Finnst þér ekki merkilegt að CIA skuli starfa með her og lögreglu í Columbíu að nafninu til gegn drugbarónum en ekki sér högg á vatni. Þeir eru bara að taka gróðann af þessu, hreinan gróða.

Á undanförnum 10-15 árum hefur leyniþjónusta BNA átt erfiðara um vik með að láta einfaldlega ráða menn af dögum sem eru mjög áberandi samanber Castro. Í tíð Clintons voru CIA skýrslur til áratuga gerðar opinberar, þar á meðal gögnin um Allende í Chile. Ég held að með birtingu þessara gagna hafi lokið vissum kafla í óopinberri nýlendustefnu BNA.

En þessu er langt í frá lokið, Panama (Litla Kólumbía) er svaðalegasta peningaþvottastöð jarðar held ég. Það land er einnig undir control hjá BNA. Þetta er ótrúlegt ástand og þarf engan að undra að afleiðu-fjármálamarkaðurinn sé allavega 5 sinnum stærri en hinn raunverulegi. 

Gunnar Waage, 27.4.2011 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband