Uppreisn um síðir. Vantar myndir af fyrirmyndum.

Bygging Hallgrímskirkju var einhver umdeildasta framkvæmd í sögu okkar lands og beindist gagnrýnin að henni úr mörgum áttum.

Ekki einasta voru margir ósáttir við að eyða miklum fjármunum í byggingu hennar á sama tíma sem undir henni kúrðu fátæklingar í braggahreysum og malarvegir og verkefni í gerð samgöngumannvirkja og hvers kyns mannvirkja annarra blöstu hvarvetna við. 

Einnig kom fram hörð gagnrýni á útlit kirkjunnar sem mörgum þótti gamaldags, þunglamalegt og hallærislegt, til dæmis vegna þess að frá tveimur sjónarhornum sýnist turninn hallast. 

Grínast var með að séð frá Skólavörðustíg væri hún eins og sæljón eða selur, sem lægi fram á hreifa sína og ræki trýnið upp í loftið. 

Fleiri samlíkingar og dónalegri voru líka notaðar ef svo bar undir og  mörgum fannst kirkjan bera aðrar bygginar í nágrenninu ofurliði og vera í hrópandi ósamræmi við þær og eyðileggja heildarmynd Skólavörðuholts.

Árum saman varð Hallgrímskirkjusöfnuður að notast við kórinn undir kirkjunni sem Guðshús og leit jafnvel út fyrir að  þessi draumur Guðjóns Samúelssonar myndi ekki rætast. 

Nú er þetta allt að baki og kirkjan sú langnýjasta af þeim tíu fegurstu kirkjum heims, sem ferðavefurinn Budget Travel hefur valið.

Eitt af því sem hefur því miður farist fyrir að geta um að fyrirmyndina að lagi turnsins og súlunum utan á honum sótti Guðjón annars vegar í Hraundranga í Öxnadal og hins vegar súlurnar í stuðlabergið við Svartafoss í Skaftafelli sem raunar er nákvæmar stælt í lofti Þjóðleikhússsins. 

Ég tel upplagt að fyrir framan kirkjuna eða á áberandi stað inni í anddyri hennar séu myndir af þessum fyrirmyndum arkitektsins, nokkuð sem ég tel vanta upp á. 


mbl.is Hallgrímskirkja meðal þeirra fallegustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vigelandsparken i Oslo var byggður þegar noregur var sem fátækastur.. í dag væri óhugsandi að hann hefði verið byggður.. því hann tekur landrými og kostar peninga ;) Reykjavík án Hallgrímskirkju er frekar aum tilhugsun

Óskar Þorkelsson, 27.4.2011 kl. 19:59

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Kirkjan státar líka af því að komast á blað yfir "óvenjulegan arkitektúr" sbr. meðfylgjandi link.  Byggingartíminn 38 ár þykir líka merkilega langur!

http://unusual-architecture.com/

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.4.2011 kl. 20:52

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

tilvitnun í ljóð Stein Steinars

"Húsameistari ríkisins
tók handfylli sína af leir
og horfði dulráðum augum
á reislur og kvarða:

51 x 19 + 18 / 102,
þá útkomu læt ég mig
raunar lítils varða.

Ef turninn er lóðréttur
hallast kórinn til hægri.
Mín hugmynd er sú,
að hver trappa sé annarri lægri.

Húsameistari ríkisins
tók handfylli sína af leir,
og Hallgrímur sálugi Pétursson
kom til hans og sagði:

Húsameistari ríkisins!
Ekki meir, ekki meir!"

- Steinn Steinarr

Hörður Halldórsson, 27.4.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband