Engin afsökun fyrir vanrækslu á viðhaldi.

Það hefur aldrei verið til og er ekki til nein afsökun fyrir vanrækslu á viðhaldi vega á borð við það sem viðgengist hefur á sunnanverðum Vestfjörðum og norðanverðan Breiðafjörð um áratuga skeið, alveg burtséð frá deilum um vegagerð um Teigsskóg eða það hvort eða hvenær verða gerð göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, nýr og betri tenging milli Arnarfjarðar og Barðastrandar eða göng undir Hjallaháls.

Sýnt hefur verið fram á að gerð ganga undir Hjallaháls og nýs vegar yfir Ódrjúgsháls er ekki dýrari en hin umdeilda vegagerð sem ristir stærsta skóg á Vestfjörðum eftir endilöngu á afar slæman hátt, því að skógurinn er langur og tiltölulega mjór. 

Brekkan og beygjan bratta austan í Ódrjúgshálsi hefur oft verið nefnd sem dæmi um það hvernig vegurinn þurfi að vera ef ekki er farið í gegnum Teigskóg en Vegagerðin hefur boðið upp stórfína vegagerð yrir hálsinn, sem liggur aðeins upp í 160 metra hæð yfir sjó, sem er álíka og Vatnsendahæð við Breiðholt í Reykjavík. (144 m)

Vegabætur við norðanverðan Breiðafjörð og milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða hafa liðið fyrir það að tekin var sú ranga ákvörðun fyrir rúmum 30 árum að gera fyrst veg yfir Steingrímsfjarðarheiði og aðalleiðin milli Djúps og Reykjavíkur yrði um Strandir langt austur fyrir stystu línu milli Reykjavíkur og Vestfjarða. 

Það sýnir best hve slæm lausn þetta var að nú er ekið úr Djúpinu austur yfir heiðahrygginn, sem skilur að Djúpið og Húnaflóa og síðan aftur í vesturátt yfir hann yfir til Reykhólasveitar og samt er þetta miklu styttir leið en upphaflega leiðin um Strandir var. 

Vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði átti að skapa blómlega og þétta byggð við Ísafjarðardjúp samkvæmt svonefndri Inn-Djúpsáætlun, sem virkar í dag eins og alger fáránleikabrandari. 

Stysta flugleið frá Reykjavík til Ísafjarðar liggur um Skálmarnes á miðri norðurstönd Breiðafjarðar og því nær þeirri línu, sem meginleiðin liggur á landi, því betra. 

Það þarf ekki annað en að líta á kort til að sjá að hve miklu hefði breytt ef menn hefðu haft þetta í huga á sínum tíma. 


mbl.is Varasamur vegur fyrir vestan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt Ómar, - það er yfir höfuð engin afsökun fyrir þeirri hróplegu vanrækslu sem samfélagið hefur sýnt samgöngubótum á vegarkaflanum Þorskafjörður - Þingeyri, - styttstu mögulegu landleið milli Reykjavíkur og Ísafjarðar.  Þeir íbúar sem þurfa að nota þessa samgönguleið eiga nú skýra kröfu á samfélagið að framkvæmdum á þessari leið (í Gufudalssveit, í Kerlinga- og Kjálkafjörðum, yfir Dynjandisheiði og Dýrafjarðargöngum) verði lokið 7 til 10 árum (2-3 milljarðar á ári).  Samgöngubætur annarsstaðar á landinu verða einfaldlega að bíða um stund.

Gunnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband