Öflugur og mikilvægur maður.

Guðmundur Gunnarsson hefur verið einn öflugasti og mikilvægasti verkalýðsleiðtogi landins um árabil.

Guðmundur er sérstaklega hugrakkur, hreinskiptinn og drenglundaður maður sem mér hefur fundist afar gefandi að fá að kynnast síðan við urðum að samstarfsmönnum varðandi gerð nýrrar stjórnarskrár. 

Á okkar tímum er afar mikilisvert að menn eins og Guðmundur fáist til trúnaðarstarfa og af því leiðir að Guðmundur er eftirsóttur til verka. 

Guðmundur gengur að því sem honum er falið af krafti og vill ekki vera hálfur í neinu. Skiljanlegt er að hann vilji skipta um gír enda er hann hvort eð er kominn á þann aldur að huga þarf að slíku. 

Hann getur farið til ýmissa verka. Ekki er ónýtt að í hópi þeirra, sem nú fjalla um stjórnarskrá Íslands sé einn ráðsmanna sprottinn úr grasrót verkalýðsins á Íslandi. 


mbl.is Guðmundur að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara ein örlítil leiðrétting Ómar. Þú og 'sérstaklega hugrakki, hreinskipti og drenglundaði' maðurinn eruð ekki að vinna að gerð nýrrar stjórnarskrár.

Stjórnlagaráð er einkauppfinning 'norrænu velferðarstjórnarinnar' og mun - í besta falli - verða ráðgefandi varðandi samningu nýrrar stjórnarskrár að hætti fjórflokksins.

Það hlýtur að teljast aumt hlutskipti að vinna í óþökk úrskurðar Hæstaréttar að gæluverkefni samspillingarinnar, upp á von og óvon - en auðvitað á þokkalegum launum.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 14:34

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er voðalega gaman að tala illa um fólk, en ég ætla að halda aftur af mér

Hins vegar langar mig til að rifja upp dálitla mynd sem Björk Guðmundsdóttir dró upp af föður sínum í einu af fjölmörgum viðtölum. Hún var stödd í sumarhúsi sem faðir hennar á eða átti og hafði hún vaknað óvenju snemma í nóttleysu sumarsins.

Hún læddist varlega út og fór í drjúgan göngutúr, upp á hæð eða fjall í nágrenninu, teygaði að sér ferskt sumarloftið og naut kyrrðarinnar. Augun hvörfluðu upp til fjalla og út til hafs ..., en svo var rómatíska stemmningin rofin. Við hliðina á bústaðnum var maður ofan í skurði með haka og skóflu og rótaði upp jarðvegi eins og hann væri í akkorði.

Pabbi Bjarkar var sem sagt kominn á fætur og byrjaður á verkefni dagsins!!

Flosi Kristjánsson, 28.4.2011 kl. 16:16

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það fer að verða svolítið þreytt að vera sífellt að klína pólitískum kratastimpli á Stjórnlagaráð.

Formaðurinn er systir varaformanns Sjálfstæðisflokksins og varaformaðurinn fyrrum frambjóðandi Framsóknarflokksins og fulltrúi á flokksþingi hans. 

Formenn tveggja af þremur nefndum ráðsins hafa verið í Sjálfstæðiflokknum og annar þeirra meira að segja Alþingismaður fyrir hann og borgarfulltrúi! 

Formaður þriðju nefndarinnar er ung og sjálfstæð kona sem ég hef hvergi séð enn að hægt sé að líma við flokkspólitík. 

Guðmundur Gunnarsson, sem ég er að blogga um, og fær á sig kratastimpilinn í athugasemdinni hér fyrir ofan, hefur verið í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn!  

Hvernig væri nú að hefja sig aðeins upp úr þessum flokkspólitísku skotgröfum og átta sig á því að stjórnlagaráð er ágætur þverskurður þjóðfélagsins, skipað fólki, sem ástundar ekki þá endalausu flokkspólitísku þráhyggju er Nóbelskáldið nefndi í frægum sjónvarpsþætti sem "þetta steingelda þras" og jafnaði við hungur, hallæri, eldgos og aðra óáran, sem þessi þjóð hefði þurft að þola um aldir. 

Ómar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 20:23

4 identicon

Ég er hræddur um að þú hafir hugsanlega misskilið mig óviljandi Ómar. Ekki það að forsöngvari óráðsins er sannarlega Íslands-Bersi Íslandshreyfingarinnar sálugu sem hvarf, fyrir einhverja osmótíska krafta, inn í samspillinguna.

Það sem ég var að reyna að útskýra fyrir þér er að þið félagarnir, GG og þú, et al. eruð ekki að vinna að gerð nýrrar stjórnarskrár. Þið eruð einfaldlega í misskilinni fegrunaraðgerð fyrir núverandi ríkisstjórn, sem er með allt niður um sig.

Það er ljóst að starfsumboð ykkar - svo og laun - þiggið þið frá ríkisstjórninni, en ekki þjóðinni. Heilaleikfimi ykkar verður í besta falli 'ráðgefandi' fyrir fjórflokkinn á þingi.

Þið eruð einfaldlega nytsamir sakleysingjar í mömmuleik fyrir fjórflokkinn.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 20:55

5 Smámynd: Elle_

Maðurinn sem heimtaði kúgunarsamning yfir umbjóðendur sína og almenna þegna landsins og hótaði að engir samningar yrðu fyrir launþega landsins ella, á ekki skilin nein falleg orð, með fullri virðingu, Ómar.  ICESAVE var kúgun og stórskaðlegt mál.  Hef hótunarorð hans svart á hvítu.

Elle_, 29.4.2011 kl. 15:30

6 Smámynd: Elle_

Og ég er líka fastlega á móti hinu ólöglega ráði þar sem það er bara ein enn svívirðing Jóhönnustjórnarinnar sem brýtur lög og veður yfir Hæstarétt og þar með þrískiptingu valdsins.  Sigurður Líndal lagaprófessor hefur fært rök fyrir þessu.

Elle_, 29.4.2011 kl. 17:22

7 Smámynd: Elle_

Linkurinn sem ég setti inn að ofan er orðinn óvirkur: Fréttin með Sigurði Líndal er horfin úr Vísi.  Skrýtið:

Vísir - Stjórnlagaráð - til upprifjunar

16 mar 2011 ... Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing skal Hæstiréttur skera úr um gildi kosninga fulltrúa á þingið. Þetta gerði Hæstiréttur með ákvörðun 25. ...

www.visir.is/article/20110317/SKODANIR03/703179985

----------------------------------------------------------

En fréttin er að vísu líka þarna og víðar:

Sigurður Líndal hefur lög mæla | Tíðarandinn

Sigurður Líndal sagði:

>Með þessu er Alþingi í reynd að fella ákvörðun Hæstaréttar úr gildi og ganga inn á svið dómsvaldsins.

Jafnframt virðir Alþingi ekki þrískiptingu ríkisvaldsins og brýtur þannig gegn stjórnarskránni, eða að minnsta kosti sniðgengur hana. Um leið ómerkir þingið eigin ákvörðun um að fela Hæstarétti endanlegt ákvörðunarvald.<

Elle_, 29.4.2011 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband